Fimmtudagur, 31.1.2008
"Ég er að klára stúdentinn um næstu jól af málabraut Borgarholtskóla og er því í 26 einingum þessa önn, ég hef að vísu ekki mætt í einn einasta tíma undanfarið vegna vinnunnar við leikhúsið, en skólinn er ótrúlega skilningsríkur og gaf mér leyfi fyrir frjálsri mætingu eins og staðan er núna. Kennararnir mínir eru yndi og ekkert nema yndi, ég rembist svo eins og rjúpan við staurinn að skila þokkalega af mér heimaverkefnunum sem ganga upp og ofan, frekar mikið álag núna," seir Elsa Björnsdóttir sem leikur í Óþelló, Desdemóna og Jagó sem var frumsýnt 30. janúar á litla sviði Boragrleikhússins. Sýningin, sem er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins, er leikgerð Gunnars Gunnsteinssonar, sem einnig er leikstjóri verksins en hann byggir verkið á Óþelló eftir Shakespeare.
Hvernig er að starfa með leikara eins og Hilmi Snæ? "Hilmir er stórkostlegur leikari, ég dýrka að fá þetta tækifæri til að vinna með honum, hann er stútfullur af hæfileikum sem ég væri til í að hafa smá brot af sjálf. Hann er skemmtilegur og hress aldrei leiðinlegt í vinnunni með honum. Það var mjög gaman að kenna honum táknmálið sem hann notar á sýningunni, hann lærði það eins og hann hefði aldrei gert annað. Ég vona að ég fái að vinna með honum aftur síðar í öðru verki. Eins og hinir í sýningunni, allt æðislegt fólk og búið að vera mjög gaman hjá okkur að púsla saman þessu verki, á köflum leit ekki út fyrir að þetta myndi ganga upp, en við náðum á leiðarenda og erum mjög ánægð með sýninguna. Þá er ég innilega þakklát leikstjóranum mínum Gunnari Gunnsteinssyni, hann hefur virkilega haft mikil áhrif á mig og það var rosalega gott að vinna með honum, hann hefur einstaka sýn á hvernig táknmálið eigi að vera á sviðinu og kom mér oft á óvart með frábærum viðhorfum sínum. "
Fjallkonur árið 2006 voru tvær, þær Elsa Björnsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir. Þær fluttu ljóðið Einu-sinni-var-landið eftir Steinunni Sigurðardóttur, Tinna á talmáli en Elsa á táknmáli.
Tvisvar hafnað en gefst ekki upp
"Ég hef tvisvar sinnum farið í inntökupróf leiklistarháskólans hér heima, en í hvorugt skiptið komst ég inn, Ég veit ekki hvort ég reyni við það aftur en aldrei að vita. Ég hef hinsvegar sótt skóla úti í Danmörku sem heitir Odsherred Theaterschool, og sótt fjölda námskeiða hjá leikurum bæði döff leikurum og eins physical kennurum. Segja má að ég læri mest í vinnunni sjálfri, þar er maður að læra á fullu allann daginn allt æfingartímabilið. Ég held áfram að mennta mig, þó ég fái ekki hina hefðbundu menntun á sama hátt og flestir í þessum bransa. Því að það að vera að læra flest í vinnunni er ekki endilega jákvætt, í skóla færð þú tækifæri til að gera mistök, í vinnunni áttu ekki að gera mistök. Já pressa sem ég finn og veit vel af svo ég sæki öll þau námskeið sem ég kemst á. Svo kýlir maður á þetta bara og heldur áfram," segir Elsa.
Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook