"Vera ekki of bissí og alltaf í vinnunni því börnin eru náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari og pabbi aðspurður um uppeldishlutverkið en hann bregður sér í óteljandi líki í einleiknum Pabbinn sem fjallar á gamansaman hátt um hvað það er að vera pabbi í nútímasamfélagi.