Sviðsljós

Opnun Make Up Store

"Eintóm gleði er ríkjandi í þessari glæsilegu verslun sem mamma teiknaði," sagði Margrét R. Jónasardóttir förðunarmeistari með meiru en hún opnaði aðra MAKE UP STORE sérverslun í Smáralind. Móðir hennar Helga Benediktsdóttir eigandi arkitektur.is og faðir hennar Jónas R. Jónsson glöddust með dóttur sinni í opnunni og DJ Margeir sá til þess að liðið tjúttaði innan um allar snyrtivörurnar. Heitustu módel landsins báru fram dýrindis konfekt og freyðandi kampavín.

Ragnhildur Gísladóttir mætti til Margrétar geislandi falleg með elskuna sína, Birki Kristinsson fyrrum landsliðsmarkvörð. Yfirsminkurnar Ragna Fossberg hjá Ruv, Kristín H. Friðriksdóttir á Stöð 2 skemmtu sér líka stórvel. Þarna voru líka gyðjurnar í Ísland í dag þær Svanhildur Hólm og Inga Lind Karlsdóttir og fallega súpersminkan Elín Reynisdóttir. Haffi Haff mætti áberandi svalur, Andrés Pétur Rúnarsson og Eva Dögg markaðsstjóri Smáralindar fögnuðu að sama skapi svo einhverjir séu nefndir.

Skoða partýmyndirnar hér.

 

Sviðsljóss klúbbur

Skráðu þig í Sviðsljóss klúbbinn og fáðu nýtt efni, funheit tilboð og margt fleira í pósthólfið þitt.