"Ég var að lenda fyrir klukkutíma síðan og kom beint á æfingu. Þetta lofar góðu," segir Eiríkur Hauksson sem ásamt Magna og Jónsa í Svörtum fötum syngur með íslenska Queen tribute bandinu Smile á svokallaðri Queenhelgi sem haldin er á Players í kvöld og annaðkvöld.