"Ég leik þulu sem allir landsmenn elska dýrka og dá," segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona um hlutverkið sem hún leikur í nýjum sakamálaþætti, Pressan, sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur. Leikkonan blómstrar vægast sagt enda gengin sjö mánuði á leið með sitt fyrsta barn. "Það sem var skemmtilegast var að vinna með Óskari," segir Þorsteinn Bachmann sem fer með hlutverk fréttastjóra í þáttunum.