Ari Edwald forstjóri 365 miðla tók við rekstri félagsins fyrir tæpum tveimur árum. Honum hefur tekist að vinna félagið út úr mestu skuldunum með því að hreinsa rækilega til í félaginu, meðal annars með því að leggja niður og selja miðla í eigu 365.
Ari er nú kominn með rekstur 365 á lygnan sjó enda hafa hlutabréfin verið að hækka síðan fyrr í haust þegar Ari kynnti uppgjör síðustu níu mánaða og ljóst er að bjartir tímar eru framundan hjá þessu stóra fjölmiðlafyrirtæki sem meðal annars á og rekur; Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjuna og fleiri fjölmiðla.
"Þetta er búið að vera töluverður rússíbani síðan ég byrjaði," segir Ari Edwald forstjóri 365 fjölmiðlasamsteypunnar í léttu spjalli við Sviðsljósið.