"Þetta eru rafboð sem fara inn í líkamann og nudda vöðvana sem fær þá til hreyfast og mótast," segir Ágústa hjá Trimform Berglindar sem aðstoðaði Katrínu Dögg Sigurðardóttur fegurðardrottningu við að líta betur út í sundbol en hún er stödd á Filippseyjum þar sem hún keppir í Miss Earth fyrir Íslands hönd.
Katrín viðurkennir fyrir Sviðsljósi að fegurðardrottningar eru líka með appelsínuhúð eins og aðrar konur. Eflaust eru margar íslenskar konur dauðfegnar að heyra það.