Fréttir Föstudagur, 24. maí 2024

Halla Tómasdóttir á forsetafundi Morgunblaðsins í Reykjanesbæ

Halla Tómasdóttir forstjóri B Team var aðalgestur á afar vel sóttum forsetafundi Morgunblaðsins á Park Inn-hóteli í Reykjanesbæ í gærkvöldi, þar sem hún svaraði spurningum blaðamanna og úr sal. Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn, flestir þeirra… Meira

Ólíðandi stjórnsýsla

Segir ekkert afsaka töf á útgáfu hvalveiðileyfis • Veldur tjóni • Ólögbundin og ómálefnaleg sjónarmið til grundvallar Meira

Prestur Sunna Dóra Möller prestur kveðst aldrei hafa misst trúna.

„Lífið er gott og ég meina það“

Litlu mátti muna að Sunna Dóra Möller, fráfarandi prestur við Digranes- og Hjallakirkju í Kópavogi, kveddi þetta líf fyrir fullt og allt í maí á síðasta ári. Í viðtali í Smartlandsblaði Morgunblaðsins sem fylgir blaðinu í dag segir Sunna Dóra frá… Meira

Fyrsti sláttur á Nesinu

Víða um höfuðborgarsvæðið eru verktakar teknir til við að slá grasið. Viðraði einkar vel til sláttar í gær á Seltjarnarnesi eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Verra veður verður til að slá gras í borgarlandinu í dag og á morgun, en útlit er fyrir hvassviðri Meira

Laugardalurinn Árið 2022 var ákvörðun tekin um að byggja við alla þrjá skólana í Laugardal en nýlega ákvað borgin að falla frá þeirri ákvörðun.

Segir ákvörðunina illa rökstudda

Foreldrar eru ósáttir við að byggja eigi einn unglingaskóla í Laugardal í stað viðbygginga við þrjá skóla • Ekkert gert í málinu í tvö ár • Stjórnsýslu gefin falleinkunn • Kom flatt upp á fólk • Skýringa óskað Meira

Kosningar Forsetafundur Morgunblaðsins með Höllu var gífurlega vel sóttur, en á þriðja hundrað manns mættu.

„Það er ekki sjálfsagt að kaupa vopn“

Halla hyggst fara alla leið á Bessastaði • Ekki hlynnt vopnakaupum fyrir Úkraínu • Verndum ekki náttúruna með því að brenna olíu • Aldrei áður verið á jafn miklum umbreytingartíma Meira

Ferðamenn Þeir ferðamenn sem til landsins koma í ár eyða minna.

Staðan mun bara versna ef ekkert verður að gert

Dvalarlengd ferðamanna á landinu styttist og neysla þeirra minnkar Meira

Guðmundur B. Friðriksson

Skoðað að hirða úrganginn örar

Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að hirða pappír og plast frá heimilum fólks örar en verið hefur og slíkur úrgangur þannig hirtur aðra hverja viku, en hann er nú hirtur þriðju hverja viku. Þetta segir Guðmundur B Meira

Hvalveiðar Ljóst virðist orðið að hvalur verður ekki veiddur í sumar, en ráðherra skoðar enn leyfisumsókn Hvals.

Alvarlegt mál þegar ráðherra brýtur lög

Bakar ríkinu aftur skaðabótaskyldu • Hefur afleiðingar Meira

Háskólatorg Eurostat bar saman brotthvarf úr námi í 30 löndum.

Brottfall karla mest á Íslandi

Brotthvarf ungra karla á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun á seinasta ári var það mesta meðal Evrópuþjóða samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Var brotthvarf meðal karla í þessum árgöngum 22,1%, sem … Meira

Mjólkurkvóti Jóhannes Símonarson er framkvæmdastjóri Auðhumlu.

Verð á mjólkurkvótanum lækkar

Minni fjárfesting vegna hárra vaxta l  Gott verð fæst fyrir umframmjólk  Meira

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Magnus Saxegaard, formaður sendinefndar AGS.

AGS telur að hagvöxtur hér á landi minnki í 1,7% í ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) býst við að hagvöxtur hér á landi minnki í 1,7% árið 2024 vegna minni innlendrar eftirspurnar og hægari vaxtar neyslu ferðamanna, en aukist svo í 2% árið 2025 samhliða losun á peningalegu aðhaldi og nokkurs bata í vexti einkaneyslu og fjárfestingar Meira

Vínbúðin Aðstoðarforstjóri ÁTVR er ósátt við óljóst umhverfi er varðar netsölu á áfengi. Kallar hún eftir að löggjafinn skýri rammann.

ÁTVR bíður eftir skýrari ramma

„Við erum bara ósátt við þetta óljósa umhverfi,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), varðandi þær fregnir að Hagkaup muni í næsta mánuði opna netverslun með áfengi Meira

<strong>Húsavík </strong>STEM Ísland tók til starfa á Húsavík fyrir tveimur árum.

„Við megum í raun engan tíma missa“

„Við erum í rauninni að kalla fleiri að borðinu en bara heimili og skóla. Við erum að tengja fleiri hagaðila í hverju og einu samfélagi fyrir sig, sem tengist í gegnum STEM-menntun. Við erum að efla STEM-menntun og það er menntun og færni sem… Meira

Þórdís og Sigurður Ingi svöruðu ekki

Helgi Pétursson formaður LEB hefur óskað eftir því að leiðrétta ummæli sín sem birtust í Morgunblaðinu um fundarbeiðni til Bjarna Benediktssonar og Guðmundar Inga Guðbrandssonar. „Í tilviki Guðmundar Inga varð sá misskilningur okkar megin, að… Meira

Akureyri Horft yfir byggð á Brekkunni. Kjarnaskógur og Súlur fjær.

Markaður kominn á hreyfingu

Fasteignasala á Akureyri lífleg um þessar mundir • Bygging fjölda nýrra íbúa kemur sölu úr hægagangi • Verð nyrðra um fjórðungi lægra en í borginni Meira

Umfangsmikil heræfing vekur ugg

Mikill fjöldi herskipa og flugvéla í nágrenni Taívaneyju Meira

Loftárás Lögreglumenn bera hér út lík eins þeirra sem féllu í loftárásinni á prentsmiðjuna í Karkív-borg í gær.

Minnst sjö féllu í stórri loftárás Rússa á Karkív

Að minnsta kosti sjö manns féllu og 16 til viðbótar særðust í Karkív, næststærstu borg Úkraínu, í stórri loftárás sem Rússar gerðu á borgina í gær. Skutu þeir að minnsta kosti 15 eldflaugum að Karkív, og eyðilögðu meðal annars prentsmiðju þar sem bækur á úkraínsku voru prentaðar Meira

Svifflug Lýst er áhyggjum af hugsanlegum áhrifum vindorkuvera á flugumferð í umsögnum um þingsályktunartillögu um uppbyggingu vindorku.

Áhyggjur af áhrifum vindorkuvera á flug

Fjöldi athugasemda hefur borist við þingsályktunartillögu sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram í lok mars um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Meira

Útskriftarhópurinn 1974 Fremri röð frá vinstri: Margrét Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Rafnsdóttir, Herdís M. Hübner, Lilja Stefánsdóttir, Bergrós Ásgeirsdóttir og Ingibjörg Daníelsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Jón S. Jóhannesson, Bjarni Jóhannsson, Ásgeir Ásgeirsson, Halldór Jónsson, Þórarinn Hrafn Harðarson, Snæbjörn Reynisson, Matthías Berg Stefánsson, Guðni K. Þorkelsson, Kristján Jóhannsson, Sigurður Grímsson, Ársæll Friðriksson, Gísli Ásgeirsson, Helgi Kjartansson, Haraldur Helgason, Einar Hreinsson, Guðmundur Guðjónsson, Einar Jónatansson, Jón G. Guðbjartsson, Jón Guðmundsson, Friðbert Traustason, Guðmundur Stefán Maríasson, Snorri Grímsson, Örn Leós og Jóhannes Laxdal.

Skólinn markaði lífið um alla framtíð

Brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði verður í dag, en 50 ár eru frá fyrstu útskriftinni. Friðbert Traustason frá Flateyri var í hópnum. „Skólinn markaði líf mitt um alla framtíð, því ég kynntist Sigrúnu Ósk Skúladóttur á námsárunum á Ísafirði og við eigum 50 ára brúðkaupsafmæli í júní Meira