Fréttir Miðvikudagur, 29. maí 2024

Skatturinn Upplýsir ekki um alla endurgreiðslustyrki frá ríkinu.

Ekki upplýst hverjir fengu tugi milljarða

Styrkir hafa þanist út • Aðeins upplýst um hluta styrkþega Meira

Flestir á góðum batavegi

Flestir þeirra sem voru í hópferðabílnum sem valt í Rangárvallasýslu á laugardaginn eru nú á góðum batavegi. Fjórir voru enn á sjúkrahúsi í gær, en einn þeirra verður útskrifaður í dag. Jónas Yngvi Ásgrímsson, formaður ferðanefndar Lionsklúbbsins… Meira

Steinunn Þórðardóttir

Telur þyrlupall nauðsynlegan

Nauðsynlegt er að nýjum Landspítala fylgi þyrlupallur, segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, en fram kom í Morgunblaðinu í gær að ekki væri gert ráð fyrir þyrlupalli við Sjúkrahúsið á Akureyri en óvíst með nýja Landspítalann og af því hefði þyrlulæknir áhyggjur Meira

Hvalveiðar Fátt bendir til hvalveiða.

Segir vinnubrögðin með ólíkindum

Aðeins ber að leita umsagnar Hafró um hvalveiðileyfi • Umsóknin hefur legið óhreyfð í fjóra mánuði • Barst í ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur • „Þetta gerist allt á hennar vakt,“ segir Kristján Loftsson Meira

Halla Hrund Logadóttir

Myndskeiðið keypt fyrir Orkustofnun

Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur viðurkenndi í gær að það hefði nýtt sér myndskeið kvikmyndatökumannsins Bjarka Jóhannssonar fyrir auglýsingu án þess að fá leyfi fyrir því eða sérstök borgun kæmi fyrir Meira

Færeyjar Búist er við að matvæli klárist ef ekki tekst að semja.

Óttast að matvæli geti klárast

Ekkert bólar á að samningar náist á milli vinnuveitenda og verkafólks í Færeyjum. Verkföll hafa staðið frá 11. maí. Florine, starfsmaður verslunarinnar Bónuss í Þórshöfn í Færeyjum, sagðist í samtali við Morgunblaðið óttast að búðin tæmdist ef ekki tækist að semja á næstu vikum Meira

Skattamál Ríkisskattstjóri hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp fjármálaráðherra sem nú er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.

Varar við hættu á skattasniðgöngu

Ríkisskattstjóri gerir athugasemdir við skattafrumvarp Meira

Mildi Betur fór en á horfðist þegar rúta með 26 farþegum auk bílstjóra valt í Rangárvallasýslu á laugardag.

Flestir á batavegi eftir rútuslysið

Brotið hné og hryggjarliðir • Félagar í Lionsklúbbnum Dynk hafa fengið stuðning víða að eftir slysið Meira

Kjaramál Við undirritun samnings Félags sjúkraþjálfara við SÍ.

Nýr samningur sjúkraþjálfara

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hafa verið án samnings í fjögur ár Meira

Patreksfjörður Heimafólki var boðið að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags.

Íbúar taka þátt í stefnumótuninni

Nú standa yfir íbúafundir um alla Vestfirði þar sem heimafólki er boðið að borðinu til að hafa áhrif á gerð svæðisskipulags og Sóknaráætlun Vestfjarða 2025-2029. Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, segir markmiðið vera… Meira

Bolungarvík Bæjarfélagið er harmi slegið vegna andlátsfregnanna, en málið er í rannsókn hjá lögreglunni.

„Persónulegur harmleikur“ í Bolungarvík

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú mál sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík í fyrrakvöld. Var tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kölluð út til að aðstoða við rannsókn málsins og flutt til Vestfjarða með þyrlu Landhelgisgæslunnar Meira

Ný merki í gildi í umferðinni

Íslendingar þurfa nú að venjast nýjum umferðarmerkjum en í mars tók ný reglugerð gildi. Nokkuð hefur bæst í flóruna og sem dæmi má nefna að fjögur ný viðvörunarmerki hafa bæst við á vegunum. Er þar varað við holum í veginum, skertri sýn vegna veðurs, umferðartöfum og slysum Meira

Landher Pólskir hermenn sjást hér á hersýningu í Varsjá, en stjórnvöld þar í landi útiloka ekki að senda hermenn sína til vesturhluta Úkraínu.

Árásir á Rússland snerta ekki NATO

NATO verður ekki hluti af átökunum þótt Úkraínuher geri árásir á skotmörk innan landamæra Rússlands með vestrænum vopnakerfum • Svo gæti farið að hermenn frá NATO yrðu sendir til Úkraínu Meira

Vot gröf Grimmileg örlög Titanic hafa lengi heillað ævintýramenn.

Vilja aftur kafa að flaki Titanic

Bandarískur auðkýfingur hefur sett stefnuna á flak Titanic sem hvílir á um 3.800 metra dýpi. Vill hann með því sanna að með réttri tækni sé hættulaust að ferðast þangað niður. Í júní næstkomandi verður ár liðið frá því að kafbáturinn Titan fórst með fimm farþegum innanborðs Meira

Endurgreiðslur Skatturinn hefur gert athugasemdir við fyrirkomulagið.

Styrkir þenjast út en leynd yfir styrkþegum

Endurgreiðsla ríkisins til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunar hefur aukist mikið á undanförnum árum og nam árið 2022 samtals um 12 milljörðum og hafði þá hækkað úr 2,8 milljörðum árið 2017. Ekki fást þó uppgefnar upplýsingar um nema hluta þeirra… Meira

Á Rossopomodoro Lárus Guðmundsson heilsar gestum á hverju kvöldi.

Elja og vinnusemi grundvöllur árangurs

Það þykir tíðindum sækja að Lárus Guðmundsson hefur rekið veitingastaðinn Rossopomodoro eða Rauða tómatinn á sömu kennitölu í 18 ár í miðbænum. „Mér vitanlega hefur enginn núverandi sambærilegur rekstur á Laugavegi gengið eins vel og verið á sömu kennitölu eins lengi,“ segir hann Meira