Fréttir Föstudagur, 7. júní 2024

Bjarni Benediktsson

Hækka þarf þröskuld meðmæla

Mögulegar breytingar á stjórnarskrá verða til umfjöllunar á fundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á sem sæti eiga á Alþingi. Þar verður m.a. rædd kjördæmaskipan, vægi atkvæða, ákæruvald Alþingis og líklega lágmarksfjöldi meðmælenda forsetaframbjóðenda Meira

Fossvogsbrú Byggja mætti brú fyrir þrjá milljarða í stað átta.

Segja bruðlað með skattfé borgaranna

Þingmenn gagnrýna „hönnunarbrýr“ • Spara mætti milljarða Meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, t.v.

Ætti að fá skussaverðlaun

Taka á ákvörðun um leyfi til veiða á langreyði á þriðjudag • Hvalur hf. fær tvo daga til að andmæla umsögnum • Mikið undir í málinu, segir matvælaráðherrann Meira

Systurskip Týr og Ægir áður en skipin voru skilin að í fyrrasumar.

Gamla varðskipið komið aftur heim

Gamla varðskipið Týr er aftur komið í íslenska landhelgi og dólaði úti á Faxaflóa í gær. Skipið var sem kunnugt er selt úr landi og kallast nú Poseidon V. Ástæðan fyrir komu þess hingað til lands er að það á að sækja systurskip sitt, gamla… Meira

Gular viðvaranir taka gildi að nýju

Veðurstofan hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna veðurs í kvöld og í nótt. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi klukkan 21 í kvöld og gildir til klukkan 6 í fyrramálið. Í spá Veðurstofu segir að vænta megi norðvestanáttar,… Meira

Fornfrægur staður Teikningin sýnir hvernig byggingar í eynni gætu litið út nái hugmyndirnar fram að ganga.

Gjörbreyta á Brákarey í Borgarnesi

Skjólgott miðbæjartorg • Verslun og þjónusta • Einbýlishús Meira

Endurkröfur Áfengi og fíkniefni voru helstu ástæður endurkrafna.

Háar fjárhæðir í endurkröfur

Endurkröfur á tjónvalda í umferðarslysum námu samtals rúmlega rúmum 139 milljónum króna árið 2023. Fjárhæð hæstu endurkröfu var 7 milljónir króna, næsthæstu rúmlega 6,4 milljónir króna og þeirrar þriðju hæstu tæplega 5,6 milljónum króna Meira

Heimsent Varningur úr flutningstösku Wolt, sem sendist bæði fyrir veitingahús og verslanir.

Laun sendla áhyggjuefni að mati ASÍ

„Wolt getur ekki þvegið hendur sínar“ • ASÍ vill gæta réttinda sendla Meira

Söfnun Pappír er safnað í grenndargáma og við hús á höfuðborgarsvæðinu.

Sorpa fær ekki hærri greiðslur

„Þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Úrvinnslusjóður hafnaði nýlega erindi Sorpu um hærri greiðslur til að mæta auknum kostnaði vegna flokkunar á drykkjarfernum Meira

Sogn Þorlákur Kristinsson, Tolli, undirbýr svitahofsathöfnina sem þykir valdefla einstaklinga á mjög öflugan hátt.

Athöfn sem hreinsi bæði hug og líkama

Vonast er til að svitahofsathöfn fyrir fanga verði regluleg Meira

Allt að 100 þús.kr. munur á leigunni

Mikill munur getur verið á leiguverði sambærilegra íbúða eftir tegund leigusala, að því er fram kemur í greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á gögnum í leiguskrá, sem geymir alla rafræna leigusamninga Meira

Fékk sekt en var ekki á staðnum

Ökumanni brá heldur betur í brún er honum barst sektarboð vegna stöðvunarbrots frá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar en á tíma meints brots var bifreið hans í Kópavogi. Borgin benti honum á að senda inn beiðni vegna endurupptöku á stöðvunarbrotsgjaldi í gegnum vef bílastæðasjóðs Meira

Plága Kakkalakkar bera með sér ýmsa sýkla, s.s. salmonellu.

Böndum komið á kakkalakkana

Ekki talin hætta á kakkalakkafaraldri l  Öryggi sjúklinga í algjöru fyrirrúmi  Meira

Þingvellir Gönguferð verður á Miðfell við Þingvallavatn á morgun.

Bjarni leiðir göngu á Miðfellið

Gönguferð í Þingvallasveit á morgun • Tilefnið er 80 ára afmæli lýðveldisins Meira

Kristín Vala Breiðfjörð

Heimilisiðnaður á lista UNESCO

Heimilisiðnaðarfélag Íslands er fyrsta félagið á Íslandi sem hlýtur tilnefningu UNESCO og það tíunda á Norðurlöndunum. Þetta verður staðfest á allsherjarþingi UNESCO í París dagana 11.-12. júní næstkomandi og verður félagið þar með eitt af rúmlega… Meira

Sérlega sólríkt á Akureyri í maí

Nýliðinn maímánuður var tiltölulega hlýr og hiti var yfir meðallagi á langflestum veðurstöðvum samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar. Þá var sérstaklega hlýtt á norðaustan- og austanverðu landinu. Aðra sögu er hins vegar að segja af Suðvestur- og Vesturlandi, þar sem var mun kaldara Meira

Sigur Sænska liðið bar sigur úr býtum og gleðin var augljóslega ríkjandi.

Svíar unnu bakaramótið

Verðlaunaafhending vegna heimsmeistaramóts ungra bakara (UIBC) fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi á miðvikudag. Í ár voru það Svíar sem hrepptu sigurtitilinn. Í öðru sæti var Spánn og í þriðja sæti Frakkland Meira

Fiskeldi Vel var mætt á markaðsdaginn í Valhöll á Eskifirði. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar er fremst á myndinni.

Skapi samkeppnishæf störf

Forstjóri Austur Holding AS er stoltur af laxeldi af þremur ástæðum • Jafnvægi þarf að nást milli umhverfissjónarmiða og framtíðarsýnar iðnaðarins • Ísfélagið hyggst halda áfram að fjárfesta Meira

Normandí Macron Frakklandsforseti sæmir hér bandaríska hermanninn Arlester Brown frönsku heiðursorðunni fyrir afrek sín á D-deginum.

Ögurstund fyrir lýðræðið

Fjöldi þjóðarleiðtoga kom saman við Normandí vegna 80 ára afmælis D-dagsins • Biden varaði við einangrunarhyggju • Lýðræðisríkin verði að standa saman Meira

Hamingja dvínar og ungu fólki líður verr

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Færri landsmenn en áður meta andlega heilsu sína góða. Hamingja fer dvínandi meðal landsmanna og fækkað hefur í hópi þeirra sem telja sig mjög hamingjusama. Ungar konur á aldrinum 18 til 24 ára meta andlega heilsu sína verri en aðrir hópar. Meira

Gleði Elísabet Waage tónlistarkennari og hörpurnar fjórar.

Fjórar hörpur á einu bretti til Íslands

Fjórar nýjar konserthörpur bættust nýverið við hljóðfærakost Íslendinga og telur Elísabet Waage, hörpuleikari og tónlistarkennari í Tónlistarskóla Kópavogs, að nú séu um 20 hörpur í landinu. Hún var fengin til að velja hörpurnar og gerði það í Bandaríkjunum Meira