Fréttir Þriðjudagur, 16. júlí 2024

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins gerður afturreka

Rannsókn á meintum mútugreiðslum Solaris og tveggja kvenna verði hafin á ný Meira

Mývatn Lífríkið í Mývatni virðist vera að taka við sér á ný, sem eru gleðitíðindi fyrir fisk og fiðurfé þar um slóðir.

Lífríki Mývatns er að taka við sér

Sveiflur og átuleysisár í vatninu í seinni tíð • Sveiflast á 7 til 9 ára fresti • Skýrist af flæði næringarefna • Veiðitakmarkanir frá árinu 2011 • Mikið um blágrænubakteríur undanfarin ár sem lita Laxá Meira

Héraðsdómur Reykjaness Dómsuppsaga var í máli Mohamads Kouranis í Héraðsdómi Reykjaness í gær, en hann var dæmdur í átta ára fangelsi.

Kourani dæmdur í átta ára fangelsi

Á langan brotaferil að baki og aldrei verið launamaður Meira

Eldsneyti Bensínlaust varð í stutta stund á N1 á Egilsstöðum í gær.

Blíðviðrið olli eldsneytisleysi

Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Olíudreifingar segir að taka þurfi veður með í reikninginn í ríkara mæli en gert hefur verið þegar ákvarðanir eru teknar um dreifingu eldsneytis. Á sunnudaginn varð bensínlaust í blíðunni á N1 Egilsstöðum í um… Meira

Lyf Mikil eftirspurn hefur verið eftir sykursýkislyfinu Ozempic undanfarin ár. Þrjótar hafa séð sér leik á borði með sölu á fölsuðum pennum.

Fylgst með fölsuðum pennum

Forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki hafa borið á fölsuðum Ozempic-pennum hér á landi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi frá sér tilkynningu í júní þar sem varað var við fölsunum á sykursýkislyfinu Ozempic Meira

Eyjamenn bera mest úr býtum

Voru tekjuhæstir landsmanna í fyrra • Seltirningar eru í 2. sæti tekjulistans Meira

Grillmatur Greina má miklar sveiflur í sölu á grillmat yfir sumarmánuðina.

Veðrið hefur áhrif á kjötneyslu

Tugprósenta samdráttur í sölu grillmatar á höfuðborgarsvæðinu í júlí • 30% aukning á Egilsstöðum • Veðurblíða hvetur til aukinnar kjötneyslu • Áhrifin mest yfir hásumarið þegar landsmenn eru í fríi Meira

Framkvæmdir Nýtt bílastæði gæti verið tekið í notkun í júlí.

Bæta aðgengið að Bolafjalli

Framkvæmdir við nýtt bílastæði við útsýnispallinn á Bolafjalli við Bolungarvík standa yfir en áætlað er að það verði tekið í notkun eftir um tvær vikur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að með tilkomu bílastæðisins verði til nýtt aðgengi að útsýnispallinum Meira

Þjóðskrá Um 3.000 tilkynningar um rangt lögheimili hafa borist.

Fjölmargir með rangt lögheimili

Álag á tilkynningagátt þjóðskrár um rangt skráð lögheimili hefur aukist Meira

Helgi Jóhannesson

Nýtt tilboð í þrotabú Skagans 3X

Tilboðið nær til allra eigna búsins • Afstaða innan tíðar Meira

Bolti Íslendingar fylgjast vel með enska boltanum sem hefst brátt.

Dýrara að horfa á enska boltann

Síminn kynnir verð- og skilmálabreytingar • Enski boltinn yfir í Premium • Færslugjald upp um 25%   Meira

Pétur Ásgeirsson

Pétur sendiherra í Kaupmannahöfn

Pétur Ásgeirsson er nýr sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Hann er kominn til starfa ytra en tekur fyrst formlega við embættinu í september næstkomandi í kjölfar þess að hann afhendir Friðrik 10. konungi trúnaðarbréf sitt Meira

Hamborgaraverð á hraðri uppleið

Einföld hamborgaramáltíð á veitingastað kostar allt að 3.700 krónum • Verð hefur hækkað umtalsvert síðasta eitt og hálfa árið • Dýrast hjá Hamborgarafabrikkunni en ódýrast hjá Dirty Burger & Ribs Meira

Thomas Matthew Crooks

Fátt vitað um ástæður Crooks

Íbúar í Bethel Park, sem er eitt af úthverfum Pittsburgh í Pennsylvaníu, voru í gær sagðir í áfalli yfir þeim tíðindum að hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks hefði reynt að ráða Donald Trump af dögum Meira

Flokksþing í skugga tilræðisins

Trump útnefnir Vance sem varaforsetaefni sitt • Alríkislögreglan rannsakar tildrög banatilræðisins á laugardaginn • Leyniþjónustan þarf að svara erfiðum spurningum • Hert á öllum öryggisráðstöfunum Meira

Horft frá Grandagarði Fyrirhugað 100 herbergja hótel verður norðan við Alliance-húsið og við hlið Mýrargötu 26.

Hóteláform óbreytt þrátt fyrir samdrátt

Framkvæmdir við nýtt 100 herbergja hótel við Alliance-húsið á Grandagarði í Reykjavík eru ekki hafnar en hefja átti jarðvinnu í vor. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir verkefnið enn í skipulagsferli en afgreiðsla þess hafi tafist hjá borginni Meira

Á æfingu fyrr á öldinni Geirlaug Þorvaldsdóttir, Kristín Eiríka Gísladóttir (látin 2022), Edda Óskarsdóttir (látin 2020), Guðlaug Sveinbjarnardóttir, Guðrún Drífa Kristinsdóttir, Oddný Björgvinsdóttir, Steinunn Kolbrún Egilsdóttir, Ottó Schopka, Einar Júlíusson, Ómar Ragnarsson, Pálmi R. Pálmason og Sigvaldi Kaldalóns.

Svalir stúdentar

Söngfélagar í MR60 eru allir á níræðisaldri • Skólafélagarnir halda hópinn og ferðast saman Meira