Fréttir Föstudagur, 26. júlí 2024

Brýnt að Alþingi sé upplýst

Milljarða tilfærslur verkefna samgönguáætlunar komu ekki á borð þingsins l  Þörf á auknu fjármagni og sérstöku átaki vegna viðhaldsþarfar vegakerfisins Meira

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir segir nafnbreytingu Mohamads Kouranis sérstakt mál og hefur óskað eftir gögnum um það.

Hyggst skoða lög um nafnabreytingar

Dómsmálaráðherra segir nafnabreytingu Kouranis sérstakt mál • Hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá og hyggst skoða lagarammann í framhaldinu • Lagaramminn svipaður og í nágrannlöndunum Meira

Hagfræðingar Guðný Halldórsdóttir og Stefanía Ásbjörnsdóttir.

Undrast viðbrögð Vilhjálms

Hagfræðingarnir Stefanía Ásbjörnsdóttir og Guðný Halldórsdóttir segja hærri verðbólgu en spár gerðu ráð fyrir vonbrigði, en láta þróunina þó ekki slá sig út af laginu. Í viðtali í Dagmálum undrast þær nokkuð öfgafull viðbrögð við þessari sveiflu og kalla eftir þolinmæði Meira

Hátíðir Nóg af bæjarhátíðum er í öllum landshlutum um helgina og ættu allir aldurshópar að finna sér eitthvað við hæfi til skemmtunar.

Hátíðir haldnar um allt land um helgina

Mærudagar fagna 30 árum • Bræðslan næstum uppseld Meira

Vinnustofur Húsnæði SÍM við Seljaveg 32. Þar eru yfir 70 vinnustofur sem SÍM mun missa á næstunni þegar ríkið endurráðstafar húsnæðinu.

Uggandi yfir stöðu listamanna

Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), lýsir þungum áhyggjum vegna fjölda vinnustofa sem sambandið kemur til með að missa fljótlega. Hætta er á að yfir 100 myndlistarmenn missi vinnuaðstöðu sína á árinu og enn fleiri á því næsta Meira

Gaja Hart var deilt var um útboð á byggingu jarðgerðarstöðvarinnar.

Sorpa greiðir ÍAV 115 milljónir króna

Áralangri deilu Sorpu og Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) í tengslum við útboð á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, Gaja, er nú lokið. Sorpa samþykkti nýlega að greiða ÍAV 26 milljónir króna í vexti en áður hafði Sorpa greitt verktakafyrirtækinu tæpar 89 milljónir króna í skaðabætur Meira

Velferð Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar segir nýjar tölur frá barnavernd sláandi og að um sé að ræða alvarlegt mál.

Sláandi tölur kalla á djúpa greiningu

Formaður velferðarnefndar segir tölur frá barnavernd kalla á viðbragð stjórnvalda • Gerir ráð fyrir að málið verði tekið upp í fleiri nefndum • Boð og bönn ekki skilvirkasta leiðin • Kallar á aukið samtal Meira

Umdeildur Pílustaðurinn Skor í miðbæ Reykjavíkur nýtur vinsælda.

Ósáttur við öskur gestanna

Skemmtistaðurinn Skor við Geirsgötu í Reykjavík fær ekki að hafa opið til klukkan eitt á nóttunni um helgar og til klukkan 23 á virkum dögum. Ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að aflétta takmörkunum á afgreiðslutíma staðarins frá því í… Meira

Dómsmál Líkamsárásin átti sér stað í Bátavogi í september 2023.

Dagbjört dæmd í 10 ára fangelsi fyrir líkamsárás

Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómur var kveðinn upp á miðvikudag, en vegna sumarlokunar héraðsdóms var dómur ekki kveðinn upp í dómssal heldur sendur rafrænt á málsaðila Meira

Elliðaárdalur Skógi vaxið svæði sem sagt er þjóðgarður í borginni.

Mikil gróska er í úthverfunum

Skógræktarfélagi Reykjavíkur hafa borist alls um 60 tilnefningar um hverfistré í borginni; gróður sem hefur á einhvern hátt sérstöðu og vekur eftirtekt. Leitað er að hverfistrjám í öllum tíu hverfum borgarinnar og hægt er að senda inn ábendingar á heidmork@heidmork.is út júlí Meira

Hjörtur Þórarinsson

Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 23. júlí, 97 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi. Hjörtur fæddist á Miðhúsum í Reykhólahreppi og ólst þar upp til 12 ára aldurs en flutti þá að Reykhólum Meira

Akureyri 1958 Efst á myndinni sést gamla fiskihöfnin, dráttarbrautirnar og byggingar ÚA.

Margt hefur breyst á Akureyri

Landfyllingar hafa stækkað land og stórbætt samgöngur til Akueyrar með höfnum, vegum og flugvelli • Leiruvegurinn allur á landfyllingu • Áður þurfti að keyra suður fyrir flugvöllinn • Hof stendur á fyllingu Meira

Fuglalíf Fýlsungi vel falinn í baldursbrá í gígbarmi Surts. Engin grágæs sást í ár og minna af svartbaki og sílamávi.

Surtsey hefur minnkað um ríflega helming á 60 árum

Þrjár nýjar tegundir smádýra fundust í Surtseyjarleiðangri Meira

Lindir Þorsteinsskáli og í baksýn er hin tignarlega Herðubreið.

Hátíð í Herðubreiðarlindum

Fimmtíu ár frá friðlýsingu svæðisins • Gróðurvin með einstöku dýralífi • Stikaðar gönguleiðir liggja að þjóðarfjalli Meira

Barnahátíðin Kátt snýr aftur á morgun

Í fyrsta skipti á Víðistaðatúni • Hefur ekki verið síðan 2019 Meira

Björninn Tu-95-sprengjuvélarnar eru oft sendar í könnunarflug.

Flugu saman við Beringssund

Sprengjuflugvélar á vegum Rússa og Kínverja fóru saman í könnunarflug við Beringssund í gær, og flugu vélarnar nærri lofthelgi Bandaríkjanna í Alaska-ríki. Er þetta í fyrsta sinn sem ríkin tvö standa sameiginlega að slíku flugi á þessum slóðum að sögn Bandaríkjastjórnar Meira

Kosningar Trump hjólaði í Harris á fjölmennum kosningafundi í Charlotte í Norður-Karólínu á miðvikudaginn.

Hitnar í kolunum vestanhafs

Biden ávarpaði þjóðina • Trump segir Harris vera vinstrisinnaðasta varaforseta sögunnar • Styttist í val Harris á varaforsetaefni • Trump leiðir í nýrri könnun Meira

Einstaklingar af 100 þjóðernum án vinnu

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meira

Æfing Sigurður P. Sigmundsson þjálfar áhuga- og keppnismenn og leiðbeinir hér utanvegahlaupurum við Hvaleyrarvatn fyrir rúmum mánuði.

Óbyggðirnar kalla og allir vegir færir

Sigurður Pétur Sigmundsson sigraði í maraþoni, þegar Reykjavíkurmaraþonið (RM) fór fyrst fram 1984, hljóp á 2:28.57 klst. og var það besti tími Íslendings í hlaupinu þar til Arnar Pétursson hljóp á 2:28.17 í RM fyrir sjö árum Meira