Fréttir Mánudagur, 8. júlí 2024

Jean-Luc Mélenchon

Alþýðufylkingin er flokka stærst

Nýja Alþýðufylkingin, bandalag vinstriflokka í Frakklandi, er sigurvegari þingkosninganna þar í landi eftir að síðari umferð þeirra lauk klukkan 20 í gærkvöldi að frönskum tíma með mestu kosningaþátttöku franskra kjósenda í meira en fjóra tugi ára Meira

Svikahrappar nota íslensk símanúmer

Óþokkar nota smáforrit til þess að klekkja á Íslendingum Meira

Breytingar Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Kjarnafæði Norðlenska hf.

KS kaupir Kjarnafæði Norðlenska

Hluthafar sem eiga meira en 56% hafa þegar samþykkt söluna • Bændum og neytendum til hagsbóta Meira

Aldrei jafn margir gestir

„Við höfum ekki séð aðra eins mætingu, hvorki hjá bílum né gestum í Árbæjarsafni, í öll þau ár sem við höfum heimsótt safnið,“ segir Rúnar Sigurjónsson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, í samtali við Morgunblaðið Meira

Rannsóknir Jarðfræðingar frá NÍ að mæla í Surtsey í fyrra.

Franskir tökumenn í Surtsey

Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) leggja brátt af stað í sinn árlega vísindaleiðangur til Surtseyjar en þeir munu verða að störfum í eyjunni dagana 15.-18. júlí. Að þessu sinni verða með í för tveir franskir kvikmyndatökumenn en þeir… Meira

Birta greinar þýddar af gervigreind

Nýtt evrópskt sjónarhorn á vef RÚV býður upp á fréttir þýddar með gervigreind • Starfsmenn RÚV lesa yfir og tryggja að allt sé rétt • Varafréttastjóri segir þetta nýjung í miðlun og fréttasamstarfi Meira

Gestir Skemmtiferðaskipið Azamara Quest er glæsilegt skip í alla staði.

Skemmtiferðaskip í Keflavík

Skemmtiferðaskiptið Azamara Quest frá fyrirtækinu Azamara Cruises lagðist að bryggju í Keflavíkurhöfn á dögunum. Fram kemur á vef Reykjanesbæjar að þetta sé fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins en skipið er jafnframt fyrsta skipið sem kemur í höfn frá… Meira

Rússar leika lausum hala á mörkuðum

Einar Gústafsson undrast aðgerðaleysi gegn viðskiptaháttum og veiðum Rússa • Sjálfbærnisvottunarfélagið MSC sjálfhverft skrifræðisskrímsli • Vottun rússneskra afurða styður fjármögnun stríðsins Meira

Sólarsellur Nýir styrkir geta numið allt að 50% af efniskostnaði.

Nýir styrkir fyrir sólarsellur kynntir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um svonefnda sólarsellustyrki. Um tilraunaverkefni er að ræða og hefur ekki verið gert hér á landi áður, segir Sigurður Ingi Friðgeirsson framkvæmdastjóri Orkuseturs Meira

Magnús Magnússon

Magnús Magnússon prófessor emiritus lést á heimili sínu 2. júlí, 97 ára að aldri. Magnús fæddist í Reykjavík árið 1926 og var sonur Steinunnar Kristjánsdóttur og Magnúsar Skaftjelds Halldórssonar. Magnús gegndi lykilhlutverki sem forystumaður og… Meira

Vínbúðin Nokkuð minni sala á áfengi í ár en á sama tíma í fyrra.

Samdráttur í sölu hjá ÁTVR í ár

Sala dróst saman um 3,6% milli ára l  Minna selst af rauðvíni og hvítvíni Meira

Höfundur Sveinn Runólfsson fyrrv. landgræðslustjóri hér með bókina sem fjallar um stað hvar hann bjó frá æskuárum til starfsloka. Hann þekkir því vel staðinn og sögu hans, sem hann raunar mótaði að talsverðu leyti.

Sigrarnir unnust í eyðimörkinni

Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum í nýrri bók eftir Svein Runólfsson • Sandurinn ógnaði en landið var endurheimt • Stórbýli var starfrækt • Hugmyndir um herflugvöll Meira

Afhending Hátíðlegt á Alþingi.

Björn afhendir þinginu gömul rit

Það var hátíðleg athöfn í Alþingishúsinu á fimmtudaginn í boði forsætisnefndar þingsins þegar Björn Bjarnason fyrrv. þingmaður og systkini hans afhentu Alþingi til eignar og varðveislu gömul Alþingistíðindi frá árunum 1845-1971 Meira

Sigurstund Matthías Sigurðsson sigurvegari í ungmennaflokki á landsmótinu í gær. Unga kynslóðin þótti stela sviðsljósinu af þeim eldri.

Hestakostur á landsmóti umfram væntingar

Mikil stemning í sólinni í Víðidal á Landsmóti hestamanna • Ungar stjörnur fengu að skína Meira

Sigurviss Jean-Luc Mélenchon var snöggur í ræðustólinn við lok kosninga.

„Gríðarlegur léttir fyrir þjóðina“

Nýja Alþýðufylkingin stærsti flokkurinn á franska þinginu • „Enn einu sinni höfum við bjargað lýðræðinu“ • Flokkar Macrons og Le Pen í öðru og þriðja sæti • Attal forsætisráðherra segir af sér í dag Meira

Viðbúnaður Öryggissvæði lögreglu í Södertälje merkt með bláu.

Öryggissvæði vegna vargaldar

Svo rammt hefur kveðið að vægðarlausu ofbeldi í bænum Södertälje, vestur af sænsku höfuðborginni Stokkhólmi, að lögregla þar hefur komið á sérstöku öryggissvæði í hverfunum Västra Blombacka og Geneta Meira

Breytingar Svona líta nýju móttökugámarnir fyrir textíl út. Þeir eru komnir á nokkrar stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og verða alls um 80 talsins.

Sorpa áformar að selja textíl í tonnavís

Sorpa tók við móttöku og flokkun textíls á höfuðborgarsvæðinu af Rauða krossinum í byrjun sumars. Eftir smá byrjunarörðugleika er þessi viðbót við starfsemi Sorpu nú farin að taka á sig mynd. Nýir móttökugámar verða komnir á allar grenndarstöðvar á… Meira

Setesdalur Landeigandinn Oddbjörn segir frá fornleifauppgreftri á bænum. F.v. Oddbjörn Holum Heiland, Eyþór og Norðmennirnir sem hafa verið að grúska í sögunni, þeir Viðar Toreid og Hallvard Tveid Berg.

„Hér verða sagðar sögur eins og forðum“

„Núna er Landnámsskáli Hallvarðs súganda að klárast og við stefnum að því að opna hann formlega á vestfirska fornminjadeginum sem er 10. ágúst,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, en hann á ættir að rekja… Meira