Fréttir Miðvikudagur, 31. júlí 2024

Kveðjustund Anton Sveinn McKee virðir fyrir sér lokastöðuna í 200 metra bringusundinu eftir að hann kom í mark í síðasta skipti á Ólympíuleikum.

Löngum ólympíuferli lokið

Anton Sveinn McKee mátti sætta sig við 15. sætið í undanúrslitum í París l  Vegferð sem snerist um hversu langt maður gæti komist, segir Anton   Meira

Segir vald til áminningar hafa skort

„Tilefnislaust og of langt gengið,“ segir Helgi Magnús um bréf ríkissaksóknara • Ríkissaksóknari segir háttsemi hans ósæmilega • Helgi Magnús tilbúinn til að skýra sína hlið fyrir dómsmálaráðherra Meira

Hálendið Stórbrotið sjónarspil þegar gengið er yfir Fimmvörðuháls.

Mikil traffík á hálendinu

Þrátt fyrir að hafa orðið var við samdrátt í ferðaþjónustunni annars staðar en á hálendi landsins hefur Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála hjá Ferðafélagi Íslands, séð stöðuga og góða traffík á hálendinu í sumar Meira

Allt tilbúið Búið er að umbreyta þingsal Alþingis fyrir athöfnina sem fram fer á morgun.

Embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar lýkur á miðnætti

Embættistíð Guðna Th. Jóhannessonar, fráfarandi forseta Íslands, lýkur með formlegum hætti á miðnætti í kvöld, og munu þá handhafar forsetavaldsins, þ.e. forseti Hæstaréttar, forsætisráðherra og forseti Alþingis, sinna embættisskyldum hans fram að embættistöku Höllu Tómasdóttur tilvonandi forseta Meira

Þrýstingur Skjálftavirkni eykst á Sundhnúkagígaröðinni og á kerfinu er nægur þrýstingur til að koma af stað kvikuhlaupi eða gosi á næstu dögum.

Kvika reyndi að komast af stað

Dregið getur til tíðinda á Sundhnúkagígaröðinni á næstu dögum • Jarðskorpan komin að brotmörkum • 16-17 milljónir rúmmetra hafa safnast í kvikuhólfið • Svipað magn og fyrir gosið í maí Meira

Aðalbláber Sveinn kveðst mjög bjartsýnn fyrir berjatínslu í ár.

Von á góðri berjasprettu í sumar

„Mér sýnist nú á öllum sólarmerkjum að það eigi að vera betra ár núna en það var í fyrra. Það var nú alveg sérstaklega lélegt berjaár á vestanverðu landinu í fyrra. Svo það þarf nú kannski ekki mikið til að það verði betra í ár,“ segir… Meira

Ofmenntun útlendinga algeng

Hlutfallið með því hæsta í Evrópu hér á landi • Hugsanlegt að rekja megi ástæður þess til starfa í ferðaþjónustu • Konur líklegri en karlar til þess að búa yfir meiri menntun en krafist er í starfi Meira

Kuldi Kalt vor hafði skaðleg áhrif á mörg skordýr og hafa geitungar ekki enn náð sér almennilega á strik.

Lyngbobbi fjölgar sér

Lúsmý og geitungar eru seint á ferðinni í sumar • Veggjalús og silfurskottum hefur fjölgað Meira

Skip Allt að 4.500 farþegar koma til bæjarins á stærstu dögunum.

Byrjaðir að bóka fyrir þarnæsta sumar

Alls koma 77 skemmtiferðaskip til Grundarfjarðar í sumar og hefur skemmtiferðaskipum fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2020. Í fyrra komu t.a.m. 62 skip og er útlit fyrir að enn fleiri skip komi til Grundarfjarðar næsta sumar, þar sem 84 skip hafa boðað komu sína Meira

Bærinn þarf enn að þjónusta íbúa

Fannar Jónasson bæjarstjóri er ósammála starfsbræðrum sínum á Suðurnesjum Meira

Útihátíð Hátíðin Ein með öllu á Akureyri verður haldin um verslunarmannahelgina með stútfullri dagskrá.

Nóg um að vera um land allt um helgina

Vætusöm helgi í vændum • Útihátíðir víða um landið Meira

Keppni Unglingalandsmót UMFÍ fer fram ár hvert að sumri til.

Keppt í 18 greinum á unglingalandsmóti UMFÍ

Öll ungmenni ellefu til 18 ára mega taka þátt, óháð reynslu af íþróttum Meira

Yoav Gallant

Réðust á bækistöð Hisbollah í Beirút

Ísraelsher gerði loftárás á eitt skotmark í Beirút, höfuðborg Líbanon, í gær í hefndarskyni fyrir eldflaugaárásina á bæinn Majdal Shams á Gólan-hæðum um helgina, sem felldi tólf börn. Sagði herinn í yfirlýsingu sinni að árásin hefði beinst að þeim… Meira

Caracas Mótmælendur fjölmenntu í höfuðborginni í fyrrakvöld eftir að kjörstjórn tilkynnti um niðurstöðuna, sem var þvert á útgönguspár.

Fjórir féllu í fjölmennum mótmælum

Öryggissveitir leystu upp mótmæli gegn kosningaúrslitunum með táragasi og gúmmíkúlum • Minnst 749 handteknir af stjórnvöldum • Stjórnarandstaðan segist geta sannað svikin • OAS boðar til fundar Meira

Southport Fjöldi fólks hefur lagt blóm við staðinn þar sem árásin var gerð, en mikil sorg ríkir í Bretlandi vegna málsins.

Breska þjóðin í áfalli eftir hnífsstunguárásina

Árásin ekki hryðjuverk • Swift sendir samúðarkveðjur Meira

Árnar pakkaðar af fiski og veiðimenn kátir

Sviðsljós Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira

Veitingamaður Í flóru matsölustaða endurspeglast líka í raun hvað atvinnulíf og menning á Selfossi hefur breyst, segir Tómas hér í viðtalinu.

Veisla við Ölfusárbrú

Tómas rekur fimm veitingastaði á Selfossi • Fjölbreytni og fleiri ferðamenn • Gestirnir vilja ganga að öllu vísu Meira