Fréttir Fimmtudagur, 11. júlí 2024

Gerard Pokruszynski

Þakklátur Íslendingum

Gerard Pokruszynski, fyrsti sendiherra Póllands með aðsetur á Íslandi, segir samkomulag sem undirritað var af Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Dariusz Piontkowski, þáverandi menntamálaráðherrum Íslands og Póllands, hafa skilað sér í námi fjölda pólskra barna á Íslandi Meira

Vísbendingar um kólnun í hagkerfinu

Veltutölur þykja jafnvel benda til samdráttar á næstunni Meira

Bílaleigur Minna er að gera í sumar.

Minna að gera hjá bílaleigunum

Vextirnir bíta og samkeppnishæfnin minnkar • Eldgosafréttir hafa áhrif   Meira

Eigendaskipti Bræðurnir Snorri og Pétur Alan Guðmundssynir ásamt Ingu Hrönn Georgsdóttur verslunarstjóra fyrir utan Melabúðina í gær. Bræðurnir hlakka til að verða hinum megin við borðið í framtíðinni.

Melabúðarbræður kveðja

Melabúðin við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur, en þessi rótgróna hverfisverslun hefur þjónustað viðskiptavini frá árinu 1956. Melabúðin hefur lengst af verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en nú stíga bræðurnir Pétur Alan og… Meira

EFTA Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eru í Brussel.

Takmörkun á þjónustufrelsi

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í gær að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA-dómstólsins vegna meintra óréttmætra takmarkana á frjálsri för launafólks og þjónustufrelsi. Árið 2019 barst ESA kvörtun frá íslenskum ríkisborgara sem starfaði hjá… Meira

Ísland Umtalsvert færri ferðamenn komu til landsins í júní í ár.

Óttast frekar að festast á landinu

„Við fundum fyrir þessu í janúar til maí, að bókunarstaða úti á landi var sterkari en í Reykjavík, en þetta er ekki staðan lengur, þetta breyttist í apríl,“ segir Ragnheiður Hauksdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá KEA-hótelum, í samtali við Morgunblaðið Meira

Kaltjón Túnin í Fnjóskadal urðu mörg hver fyrir kalskemmdum. Lítill snjór var síðasta haust og mikið frost, sem veldur skemmdum í jörðinni.

Alvarleg staða í Þingeyjarsýslum

Heyskapur víða ekki byrjaður • Kaltjón oft verið meira • Fækka skepnum til að ná endum saman l  Styrkir úr Bjargráðasjóði berist of seint l  Ný búvörulög gefi landbúnaði tækifæri til hagræðingar Meira

Staðastaður Birgir Kjartansson flutti ávarp við athöfnina í kirkjugarðinum á Staðastað í gær.

Heiðruðu minningu franskra sjómanna

Minningarreitur til heiðurs frönsku skipverjunum sem létu lífið í ofsaveðri í Flóahreppi 28. mars 1870 var afhjúpaður í gær í kirkjugarðinum á Staðastað á Snæfellsnesi. Birgir Þ. Kjartansson fyrrverandi félagsmálastjóri kostaði minnisvarðann og hélt … Meira

Allir ákærðu eru íslenskir ríkisborgarar

Þau átján sem voru í ákærð í máli er varðar innflutning, vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna eru öll með íslenskan ríkisborgararétt. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara Meira

Sólmyrkvi Búist er við þúsundum ferðamanna hingað til lands til að fylgjast með almyrkva á sólu sumarið 2026. Undirbúningur er nú hafinn.

Almyrkvinn risavaxið verkefni

„Það eru margir farnir að huga að þessu verkefni og skipuleggja og það þurfum við líka að gera. Það þarf að gerast í góðu samráði við landeigendur og þetta er byrjunin,“ segir Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð Meira

Messa Hin víðfræga Skötumessa í Garði er vel sótt ár hvert.

Skata til styrktar bágstöddum

Skötumessan hefur safnað 120 m.kr. á 17 árum • Í anda Tedda Guðbergs Meira

Skorradalsvatn Íbúar í hreppnum eru nú á sameiningarbuxum.

Hefja formlegar viðræður í haust

Útlit er fyrir að formlegar viðræður um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar hefjist í haust. Jón Eiríkur Einarsson, oddviti sveitarstjórnar Skorradalshrepps, segir í samtali við Morgunblaðið að stefnt sé að því að íbúar í sveitarfélögunum… Meira

Longdown Skipinu var beint til hafnar í Vestmannaeyjum.

Skipstjóri og stýrimaður ákærðir

Búið er að gefa út ákæru í máli er varðar árekstur flutningaskipsins Longdawn og strandveiðibátsins Höddu HF 52 .Verður málið þingfest fyrir dómi og ákæra birt í dag. Þingfest verður fyrir Héraðsdómi Reykjaness kl Meira

Akranes Blikur eru á lofti í atvinnumálum í bænum eftir að Skaginn 3X varð gjaldþrota.

KAPP með tilboð í hluta 3X Skagans

Bæjarstjóra Akraneskaupstaðar finnst þunglega horfa með framtíð starfa hjá fyrirtækinu • Eins og 2.700 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík Meira

Loftbelgur Mikil aðsókn er í loftbelginn og tugir eru skráðir á biðlista til að komast að. Erfitt er að vita hversu margar ferðir verða farnar.

Mikil aðsókn í loftbelgjarflug

Flughátíðin Allt sem flýgur fer fram á Hellu um helgina Meira

Á skrifstofunni Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi, í sendiráðinu í Þórunnartúni.

Kveður Ísland með söknuði

Fyrsti sendiherra Póllands með aðsetur á Íslandi heldur senn af landi brott eftir rúmlega sex ára dvöl l  Samskipti Íslands og Póllands verða nánari með hverju árinu og það birtist í störfum sendiráðsins Meira

Hamingjusöm Lars Schmidt og Ingrid Bergman í tilhugalífinu í Svíþjóð sumarið 1958. Vatíkaninu var ekki skemmt.

Ekki hlegið meira í heil fimm ár

Ríka og fræga fólkið á síðum Morgunblaðsins • Ströyberg leysti Bardot af hólmi • Vatíkanið jós skömmum yfir Ingrid Bergman • Carlo Ponti þóttu bréfaskrif Sophiu Loren grunsamleg Meira

Íris Edda Nowenstein

Kynhlutlaust mál og önnur breyting

Ekki hafa farið fram neinar formlegar umræður meðal talmeinafræðinga um kynhlutlaust málfar, ekki frekar en um allskyns önnur tilbrigði í tungumálinu, segir Íris Edda Nowenstein, talmeinafræðingur og lektor í íslenskri málfræði og máltækni hjá Háskóla Íslands Meira

Móðurmálið Samkvæmt könnun frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu þykir 97% Íslendinga vænt um málið sitt.

Mikilvægt að samræma opinbert tal

Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir afstöðu sína mjög skýra varðandi notkun RÚV á kynhlutlausu máli • Breytingar byrji fyrst og fremst hjá menntastofnunum • Sumar breytingar henta ekki íslensku máli Meira

Guðlaugur Þór Þórðarson

Boðaðar aðgerðir muni styðja við kaup á rafbílum

Guðlaugur Þór Þórðarson loftslagsráðherra kveðst vongóður um að margháttaður ávinningur þess að eiga rafbíl muni örva sölu rafbíla á ný. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins í síðustu viku um hrun í sölu rafbíla Meira

Grindavík Ungmenni vilja áframhaldandi íþróttastarf í Grindavík en ekki er vitað hvort það verði hægt.

Óvissa um framtíð íþróttastarfs

Íþróttastarfið í Grindavík í uppnámi • Börnin vilja spila undir merki Grindavíkur • Stuðningur stjórnvalda hægur að skila sér • Mikilvægt að börn og unglingar haldi áfram í íþróttum annars staðar Meira

Tónlist Nikkuspil og jafnvel verður stiginn dans: rælar og polkar.

Harmonikuhátíð á Árbæjarsafni

Glaðir ómar verða á Harmonikuhátíð Reykjavíkur sem verður nú á sunnudaginn, 14. júlí, í Árbæjarsafni. Á hátíðinni, milli klukkan 13-16, koma fram margir af landsins bestu og þekktustu harmonikuleikurum í fallegu umhverfi safnsins Meira

Selfoss Við bryggju á Húsavík. Skipið er 127 m langt og 7.464 brt. að þyngd.

Stórbrotin landsýn

Tignarleg fjöll og himinhá björg • Lóndrangar, Svörtuloft, Blakkur, Kópanes og Ritur • Eimskip er á ströndinni Meira

Sorfið til stáls Drífa er keppniskona í kraftlyftingum og æfir í skólastofu í Grímsey en þar er engin líkamsræktarstöð.

Frá Selfossi að heimskautsbaug

Kraftlyftingakona af Suðurlandi háseti á trillu í Grímsey • Rauk heim af HM í Litáen í fiskerí • „Reyndar er skítabræla í dag“ • Hjálparkokkur kærastans enn sem komið er en próf í haust Meira

Símamótið verður haldið í Kópavogi um helgina en það er stærsta knattspyrnumót landsins. Um 3.000 stúlkur víðsvegar að keppa í samtals 1.600 leikjum á Kópavogsvelli.

Ómetanleg reynsla fyrir stjörnur framtíðarinnar

Margar stelpur eru að stíga sín fyrstu skref á mótinu á meðan aðrar eru þaulvanar en spennustigið er ávallt hátt Meira

Vinakot Ábendingar komnar frá umboðsmanni um úrbætur á búsetuúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda.

Bærinn bregst við athugasemdum

Alvarlegar athugasemdir komu frá umboðsmanni Alþingis vegna meðferðarheimilanna Vinakots og Klettabæjar • Hafnarfjarðarbær segist þegar meðvitaður um að styrkja þurfi umgjörðina Meira

Morðárás Lögregla við húsið í Bushey þar sem morðin voru framin.

Myrti þrjár konur með lásboga

Lögregla handtók síðdegis í gær 26 ára gamlan breskan karlmann, sem talinn er hafa ráðið þremur konum bana í húsi í Bushey í norðurhluta Lundúna, höfuðborgar Bretlands, á þriðjudagskvöld. Lögreglan telur að maðurinn, sem heitir Kyle Clifford, hafi… Meira

Vopnakerfi Úkraínuforseti kynnti sér m.a. F-16-þotur í Belgíu nýverið en þoturnar munu að líkindum stórefla getu hersins til aðgerða gegn Rússum.

Fyrstu herþotur á leið til Úkraínu

Danir og Hollendingar senda Úkraínuher vestrænar orrustuþotur af gerðinni F-16 • Fleiri vélar eru væntanlegar frá Noregi og Belgíu • Úkraína er nú sögð á „beinni braut“ í átt að aðild að NATO Meira

Stuðla að stöðugleika með fullgildingu

Fullgilding Félagsmálasáttmála Evrópu kallaði ekki á lagabreytingar og fór ekki í gegnum þingið, en var kynnt í ríkisstjórn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir að með fullgildingu leggi Ísland lóð sitt á vogarskálarnar til að stuðla að félagslegum stöðuleika Meira

Matreiðslumeistarinn Matthías Ingi Sævarsson hefur mikinn áhuga á smáréttum og finnst skemmtilegast að matreiða smáborgara.

Ómótstæðilegir smash-borgarar með geitaosti og chili-hunangi

Matthías Ingi Sævarsson, yfirmatreiðslumeistari á veitingastöðunum Jóni á Iceland Parliament hóteli og Konsúlat Wine Room á Reykjavík Konsúlat hóteli, sviptir hulunni af uppskriftinni að uppáhaldshamborgurum móður sinnar sem eru bornir fram með geitaosti, chili-hunangi og fleira góðgæti. Meira

Sambandsdeildin Valur og Stjarnan leika heimaleiki sína í fyrstu umferðinni í kvöld, bæði klukkan 19.

Komast öll fjögur áfram?

• Valur, Stjarnan og Breiðablik leika öll fyrri leiki sína í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildar í dag og kvöld • Meiðsli lykilmanna spurningarmerki hjá Val Meira

Hringjari Eva Margit er þriðji Íslendingurinn til að sinna embætti hringjara á Garði við Hafnarháskóla.

Sögulegt hlutverk og mikil ábyrgð

Þriðji Íslendingurinn til að gegna hlutverki hringjara Meira