Fréttir Þriðjudagur, 17. september 2024

12 manndráp á tveimur árum

Faðir grunaður um að hafa banað tíu ára gamalli dóttur sinni • Faðirinn var handtekinn af sérsveitinni við Krýsuvíkurveg • Aldrei fleiri manndrápsmál á einu ári hérlendis frá aldamótum Meira

Suðurnesjalína Enn er deilt um Suðurnesjalínu 2 sem leggja á vegna þess að Suðurnesjalína 1, sem hér sést, er ekki nógu burðug til flutnings raforku.

Málaferli í gangi vegna Suðurnesjalínu 2

Fyrirtaka í máli Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Hraunavina gegn Landsneti og sveitarfélaginu Vogum var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjaness í gær en var frestað fram í miðjan október. Málið snýr að framkvæmdaleyfi við Suðurnesjalínu 2, en… Meira

Íbúðir Í fyrra sóttu alls 516 fyrstu kaupendur um hlutdeildarlán.

Bíða enn eftir úrlausn vegna hlutdeildarlána

Lokað hefur verið fyrir lánsumsóknir í tæpa fjóra mánuði Meira

Mótmæli Hópur safnaðist saman á Keflavíkurflugvelli að kvöldi sunnudags til þess að mótmæla brottvísun palestínska drengsins Yazans Tamimis.

Brottvísun frestað á síðustu stundu

Rétt fyrir klukkan 23 að kvöldi sunnudags mætti sjö til átta manna hópur, sem samanstóð af lögreglumönnum og starfsmönnum hins opinbera ásamt túlki, í Rjóðrið, hjúkrunar- og endurhæfingardeild Landspítala fyrir langveik fötluð börn, til að sækja Yazan Tamimi, 11 ára palestínskan dreng Meira

Þjórsá Nýlega gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og er stefnt að því að virkjunin taki til starfa fyrir lok árs 2028.

Líkur á orkuskorti næstu ár

Að mati Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti næstu árin þar sem umframraforkuframboð til að bregðast við mismunandi aðstæðum á raforkumarkaði er lítið og því fylgja verðhækkanir á raforku. Staðan muni lagast ef áform um nýjar virkjanir nái… Meira

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Sigríður Björk áfram í embætti

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri verður áfram í embætti næstu fimm árin, því ekki kemur til þess að embætti ríkislögreglustjóra verði auglýst laust til umsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari aðstoðarmanns Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Morgunblaðsins Meira

Manndráp áður komið í hrinum

39 manndrápsmál frá árinu 2010 • 12 fórnarlömb í 11 málum frá 2023 • Yfirleitt tengsl á milli fólks • Þrjú af sjö fórnarlömbum ársins börn • Þarf að skoða manndrápstíðni í lengra samhengi Meira

Rútan Þótti mikil mildi að ekki fór verr þegar bruninn kom upp.

Segir rútubrunann ekki eðlilegan

Hvellur barst frá vélarrýminu • Rætt við tryggingar og málið farið í rannsókn Meira

Neyðarþjónusta Tíðni sjúkraflutninga margföld á við brunaútköll.

Gera ekki ráð fyrir slökkviliði

Starfsstöð fyrir sjúkraflutninga á Seltjarnarnesi verður aðeins með aðstöðu fyrir einn sjúkrabíl og starfsmenn. Stöðin verður mönnuð frá Skógarhlíð. Morgunblaðið greindi frá því nýverið að stjórn Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins hefði falið Þór… Meira

Aðgengi Willum Þór tekur hér við undirskriftum frá félögum í Sjálfsbjörg.

Willum Þór tók við 9.000 undirskriftum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók í gær á móti lista með 9.000 undirskriftum sem Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, safnaði fyrr á þessu ári í herferð sinni, Öllum boðið, nema fötluðum Meira

Á Heiðarfjalli Bandaríkjaher reisti mörg mannvirki á fjallinu og má enn sjá ummerki um þau.

Heilsuspillandi efni langt yfir mörkum

Niðurstaðna vænst í haust úr rannsókn á PCB-mengun í eggjum og fiskum á og við Heiðarfjall l  Heimamenn bíða svara um mótvægisaðgerðir l  Stefnt að kostnaðarsamri hreinsun 2025 Meira

Suðurbugtin Starfsmenn áhaldahúss Faxaflóahafna vinna nú að því að gera veitingastaðinn Sægreifann fínan.

Sægreifinn fær andlitslyftingu

Nýlega var hafist handa við endurnýjun á verbúðunum í Gömlu höfninni í Reykjavík. Þarna er til húsa veitingahúsið Sægreifinn, sem þekkt er orðið um allan heim. Skipt verður um þakjárn, enda farið að láta verulega á sjá Meira

Lágverðsverslun Stefnan er að vera alltaf með lægsta verðið á markaðnum.

Hillurnar í Prís ekki lengur tómar

„Það hefur gengið mjög vel, við erum þakklát fyrir viðtökurnar og það er greinilegt að fólk vill samkeppni sem leiðir af sér lægra verð,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri lágverðsverslunarinnar Príss Meira

Náttúruvernd Jóhann Óli Hilmarsson ásamt Guðlaugi Þór ráðherra.

Sjálfmenntaður fuglafræðingur

Jóhann Óli Hilmarsson hlaut í gær Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitti Jóhanni Óla viðurkenninguna á degi íslenskrar náttúru en viðurkenningin var afhent í fimmtánda sinn Meira

Austurríki Slökkviliðsmenn í bænum Rust im Tullnerfeld sjást hér sigla fram hjá sokknum bíl til þess að komast leiðar sinnar á flóðasvæðunum.

Átján látnir vegna flóðanna

Stormurinn Boris heldur áfram að valda usla í ríkjum Mið-Evrópu • Úrkoman fimmföld miðað við meðalárferði • Þyrlur sendar til þess að bjarga fólki af þökum Meira

Réttur Teikning sem gerð var í dómsal og sýnir hinn ákærða.

Réttarhöld hafin yfir íslamista

Réttarhöld eru hafin í Frakklandi yfir íslamista sem sagður er hafa tengingar við þá tvo ódæðismenn sem árið 2015 réðust inn á ritstjórnarskrifstofur ádeiluritsins Charlie Hebdo. Tólf voru myrtir í árásinni, en fleiri ódæðisverk fylgdu í kjölfarið í París og nágrenni Meira

Hvammsvirkjun Ætlað er að svona verði umhorfs í Þjórsárdal þegar Hvammsvirkjun verður tilbúin. Nú er beðið útgáfu framkvæmdaleyfa.

Framkvæmdaleyfi virkjunar til skoðunar

Næsta skref verður að umsóknin verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi á miðvikudaginn og fer í framhaldi af því í hefðbundið ferli hjá skipulagsnefnd og umhverfisnefnd, þetta er hefðbundið ferli í stjórnsýslunni,“ segir Haraldur Þór Jónsson,… Meira

Hraðfundur Fyrr á þessu ári voru 640 manns frá 58 löndum á hraðfundi TransferRoom í Róm og fengu 15 mínútur til að ræða við hvern aðila.

„Salan á Jóni var stórt augnablik fyrir mig“

TransferRoom er nýtt samskiptakerfi fótboltafélaga um allan heim Meira

Heiður Á Kirkjudögum fékk Rannveig Pálsdóttir heiðursviðurkenninguna Liljuna eins og aðrir sem hafa sungið í 30 ár eða lengur í kirkjukór.

„Komdu þegar þú ert orðin átta ára“

Bubba áréttar mikilvægi þess að halda tónlist að börnum Meira