Fréttir Fimmtudagur, 3. október 2024

Innviðir Ódýrara væri að byggja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli.

Hvorki raunhæft né skynsamlegt

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir hvorki raunhæft né skynsamlegt að forgangsraða innviðauppbyggingu núna með því að setja hundruð milljarða í nýjan flugvöll í Hvassahrauni. „Við vitum að það þarf að styrkja vegakerfið verulega,… Meira

Ásgeir Jónsson

Vaxtalækkunarferlið er hafið

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ómögulegt sé að ganga í gegnum tímabil með miklum hækkunum á fjármagnskostnaði en samhliða hægja á efnahagslífinu án þess að fólk missi vinnuna eða vanskil skapist Meira

Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir býður sig fram til formanns.

75% mæting á landsfund VG

„Svæðisfélögin hafa skilað inn kjörbréfum fyrir sína fulltrúa á landsfundinum,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þau verði tekin til afgreiðslu í upphafi landsfundar flokksins sem hefst á föstudaginn Meira

Rúmlega hálft landið straumlaust

„Stórt öryggismál“ • Rauk úr rafmagnstöflum í Mývatnssveit • Alvarlegasta rafmagnsleysi síðan í desember 2019 Meira

Vilhjálmur Birgisson

Kaupmáttur jókst um 1,9% í fyrra

Hagstofan birti í gær bráðabirgðatölur sem sýna að ráðstöfunartekjur íslenskra heimila jukust um 13,6% árið 2023 hjá fjölskyldum samanborið við árið 2022 og einnig jukust ráðstöfunartekjur á mann um 10,8% milli ára Meira

Hvassahraun Ekki skynsamleg forgangsröðun í innviðauppbyggingu að setja hundruð milljarða í flugvöll.

Þurfum ekki fleiri alþjóðaflugvelli

Virkt eldfjallasvæði er ekki ákjósanlegur nágranni flugvallar • Sérfræðingarnir verða að finna sér önnur verkefni til að senda reikning vegna • Leysa þarf pattstöðuna á Reykjavíkurflugvelli Meira

Dagmál Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræðir byrlunarmálið.

Byrlunarmálinu alls ekki lokið

Afar ólíklegt er að byrlunarmálinu svonefnda sé lokið, þó að lögregla á Norðurlandi eystra hafi fallið frá rannsókn þess. Erfitt sé að sjá hvernig ríkissaksóknari komist hjá því að láta taka málið upp á ný Meira

Blóðgjöf Aðalsteinn Sigfússon mætti í Blóðbankann í gær að gefa blóð í 250. sinn og jafnframt hið síðasta. Má hann ekki gefa blóð aftur sökum aldurs.

Blóðgjöf varð fljótt að vana

„Þetta hefur verið ljúf skylda og blóðgjöf varð fljótt að vana,“ segir Aðalsteinn Sigfússon, sem gaf blóð í 250. sinn í gær. Þetta var jafnframt síðasta blóðgjöf Aðalsteins, sem nú þarf að hætta þeim vegna aldurs Meira

Selfoss Mikil íbúafjölgun hefur orðið í Árborg undanfarin ár og þenslan varð of hröð án þess að nægilegs aðhalds væri gætt í rekstrinum.

Verðum að sinna lögbundinni þjónustu

Tímabundin hækkun á útsvari • Lækkun skulda takmarkið Meira

Uppbygging Borgarfjörður eystri nýtti verkefnið vel, segir Kristján.

Fleiri byggðir og meiri eftirfylgni

Byggðastofnun eykur framlag til Brothættra byggða um 135 milljónir Meira

Helga Haraldsdóttir

Helga Haraldsdóttir, íþróttakennari og sunddrottning, lést síðastliðinn laugardag, 28. september, 87 ára að aldri. Helga fæddist í Reykjavík 7. júlí 1937. Foreldrar hennar voru Haraldur Jensson, lögregluþjónn og bifreiðarstjóri Læknavaktar í Reykjavík, og Björg Jónsdóttir húsmóðir Meira

Tryggja íslensku sess í tækniþróun

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur gert samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027, en fyrirtækið sá einnig um framkvæmd máltækniáætlunar 1 frá 2019-2023 Meira

Falinn vandi Eitthvað er um að strákar sofi úti, meðal annars í tröppunum við hliðina á Konukoti.

Falið heimilisleysi á höfuðborgarsvæðinu

Yngri stelpur koma sjaldan í Konukot • Sofandi í tröppunum • Kjósa að halda til í tjöldum á sumrin • 4.276 einstaklingar leitað til Frú Ragnheiðar það sem af er ári • Neyðarskýlin sprungin Meira

Höfuðstöðvar Verslun Reykjafells í Reykjavík er til húsa í Skipholti 35. Verslunin selur raf- og lýsingarbúnað á fyrirtækjamarkaði.

Er hætt að taka við reiðufé

Verslunin Reykjafell vísar til lítillar notkunar á reiðufé í búðinni • Það útheimti vinnu að fara í banka l  Hugmyndir um að draga úr notkun reiðufjár á Íslandi hafa reglulega komið til umræðu á þessari öld Meira

Forðabúr Veitna Hitaveitutankarnir sex við Maríubaug í Grafarholti eru sterkt kennileiti í borginni. Þaðan er vatni miðlað til borgarbúa eftir þörfum.

Jarðhitaleit á höfuðborgarsvæðinu

Höfuðborgarsvæðið stækkar hratt og Veitur leita jarðhita til að tryggja stöðuga afhendingu á heitu vatni • Jarðhita var leitað á Álftanesi í sumar • Næst eru það Kjalarnes og Geldinganes Meira

Brennivín Sterkt áfengi var lagt til hvílu á Íslandi árið 1915 og rumskaði ekki aftur fyrr en tveimur áratugum síðar.

Breiðir út frá sjer bölvun og spillingu

Vaxandi óþols gætti gagnvart áfengisbanni árið 1927 • Mogginn kallaði bannmenn skoðanalausar hópsálir • Var stúdentafræðsla ópraktísk fyrir aðra en þá sem vildu verða embættismenn? Meira

Á Íslandi Sonam á Oddsson-hótelinu í Reykjavík þar sem hún hitti blaðamann og ljósmyndara á dögunum.

Dýrmæt hjálparhönd Ingibjargar

Sonam Gangsang frá Tíbet braust til menntunar með aðstoð Ingibjargar Steingrímsdóttur og SOS Barnaþorpanna • Kom til Íslands í fyrstu utanlandsferðinni í sumar • Ólst upp á Indlandi Meira

Snögg afgreiðsla í bæjarstjórninni

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur ósjaldan komist í fréttirnar fyrir að vera snögg að afgreiða málin. Enn einn stutti fundurinn var haldinn á miðvikudaginn í síðustu viku og stóð hann aðeins yfir í sex mínútur Meira

Tröllaskagagöng verði skoðuð

Fimmtán þingmenn vilja rannsaka hagkvæmni slíkra ganga • Margt myndi breytast til batnaðar í landsfjórðungnum með tilkomu þeirra • Vegagerðin hefur haft til skoðunar göng undir Öxnadalsheiði Meira

Við Hlíðarenda Hér má sjá nýja reitinn, Hlíðarhorn, og íbúðareiti B-F í bakgrunni myndarinnar.

Hefja sölu íbúða á Hlíðarenda

Félagið S8 setur í sölu 33 íbúðir á Hlíðarenda í Reykjavík • Alls fara 195 íbúðir í sölu á reitnum l  Íbúðir eru með svölum, þakpalli eða sólpalli í inngarði l  Hægt að leigja stæði í bílakjallara Meira

Listamaður Erlendur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður.

Reykjavík í kínverskri stórmynd

Reykjavík kemur við sögu í kvikmynd sem er framhald vinsælustu kvikmyndar í sögu Kína • Erlendur Sveinsson leikstjóri segir mikil tækifæri í samstarfi Íslands og Kína í kvikmyndagerð Meira

Kambar Umhverfið er stórbrotið þarna austanvert á Hellisheiðinni. Fjölfarinn þjóðvegurinn liðast hér um brekkurnar, en skokkleiðin vinsæla sem hér segir frá er lítið eitt sunnar.

Hvergerðingar skokka að skífunni

Vinsæl hlaupaleið vekur athygli • Klár í Kambana • Brottför í Þelamörk • Farið er um brekkur, klif og undirgöng • Surtsey úti við sjóndeildarhringinn en er ekki enn komin á hringsjána Meira

Kærastinn Ryan og Katrín felldu hugi saman, hann er við doktorsnám.

Saga bókavarðarins í Winnipeg

Katrín Níelsdóttir gætir íslenska bókasafnsins við Manitoba-háskóla • Móðirin í vændi og eiturlyfjum • Lauk meistaraprófi frá Háskóla Íslands • Dauðir kettlingar og börn þakin eigin saur Meira

Átökin talin eiga eftir að magnast

Búist við að Ísraelsmenn svari flugskeytaárás Írana með árásum á innviði í Íran, jafnvel kjarnorkuver, með það að markmiði að velta stjórn landsins úr sessi • „Þetta mun ekki enda vel,“ segir sérfræðingur Meira

Útgjöld hafa aukist mikið vegna úrgangs

Kostnaður sveitarfélaga við meðhöndlun úrgangs hefur aukist mikið á undanförnum árum. Á milli áranna 2012 til 2023 fór brúttókostnaður sveitarfélaga úr því að vera 3,7 milljarðar króna í 10,3 milljarða á verðlagi hvers árs, sem er 182% aukning Meira

Landsliðskokkur kaupir hverfisstað með ástinni sinni

Bjarki Snær Þorsteinsson, matreiðslumaður og landsliðskokkur, og konan hans, Stefanía Marta Jónasdóttir, eiga og reka kaffihúsið og vínbarinn Dæinn í Urriðaholti í Garðabæ. Staðurinn er orðinn þekktur hverfisstaður og íbúar eru iðnir við að fjölmenna og njóta góðra veitinga. Meira

Bikarmeistarar KA 2024 Uppaldir Völsungar í hópnum. Ásgeir Sigurgeirsson heldur í bikarinn með vinstri, Hallgrímur Jónasson þjálfari er með KA-trefil á miðri mynd til vinstri, Elvar Árni Aðalsteinsson heldur í ávísunina á endanum fyrir miðri mynd, Hallgrímur Mar Steingrímsson er mest áberandi hægra megin við miðju, Hrannar Björn Steingrímsson er vinstra megin við hann og fyrir neðan hann sést Steinþór Már Auðunsson klappa.

Öflugur liðstyrkur til KA frá Húsavík

Uppaldir knattspyrnumenn í Völsungi á Húsavík hafa verið áberandi hjá KA undanfarin ár og nú eru sex í hópnum. „Það er stutt að fara hérna yfir fyrir okkur Völsunga,“ segir Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem gekk í KA 2009 og fagnaði bikarmeistaratitlinum á dögunum Meira