Menning Fimmtudagur, 25. júlí 2024

Útsýnissigling Boðið er upp á fría siglingu um Siglufjörð á hátíðinni og getur fólk þá séð fjörðinn frá hafi.

Einstök hátíð á Siglufirði

„Öðruvísi fjölskylduhátíð“ er haldin á Siglufirði um helgina en Trilludagar fara þar fram í sjöunda skipti. Reynt hefur verið að halda hátíðinni lágstemmdri undanfarin ár en nú, þegar Fiskidagurinn mikli hefur verið lagður af, er aldrei að vita nema fólk leggi leið sína niður á Siglufjarðarhöfn í staðinn. Meira

Vinátta Ryan Reynolds og Hugh Jackman eru greinilega mestu mátar og gerðu góðlátlegt grín hvor að öðrum.

„Samband okkar er tilfinningaríkt“

Stórmyndin Deadpool & Wolverine úr smiðju Marvel var frumsýnd í gær • Morgunblaðið mætti á blaðamannafund með leikurunum • „Húðrútínan hans myndi gera þig gjaldþrota“ Meira

Dansstuð Mynd frá á fyrri hátíð.

Mannfólkið breytist í slím í 7. sinn

Tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím verður haldin í 7. sinn dagana 25.-27. júlí. „Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika norðlensks tónlistarfólks og að skapa sterka hefð fyrir öflugri menningarhátíð utan meginstrauma á Akureyri Meira

Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) Þingvellir, 1900 Olíumálverk

Rómantískt landslag

Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Listasafnið er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við Listasafn Íslands. Meira

Torfi Tónlistarmaður og dansari.

Torfi með útgáfutónleika í Iðnó í kvöld

Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi heldur tónleika í Sunnusal Iðnó í kvöld kl. 21 til að fagna útgáfu plötunnar EITT sem kom út í apríl. Ásamt Torfa kemur tónlistarkonan Katla Yamagata fram en hún gaf nýverið út sitt fyrsta lag,… Meira

Málað Þrándur Þórarinsson listmálari málar hér andlit nýs forseta á kosninganótt á nýopnuðum vínbar sem heitir Gilligogg. Gilligogg var orð sem Kjarval bjó til og notaði óspart. Það þýðir allt sem er gott og frábært.

Óræð fortíð í bæjarmyndum Þrándar

Fjögur stór málverk á hinum nýopnaða stað Gilligogg • Mörg þekkt andlit úr menningarlífinu • Málefni Palestínu Þrándi hugleikin • Sækir innblástur í gamlar Reykjavíkurmyndir Meira

asdasd asdasd

Víkingur með fjórar plötur á topp 100-lista

Streymisveitan Apple Music Classical hefur birt lista yfir 100 vinsælustu klassísku plötur heims. Um er að ræða þær hundrað klassísku plötur sem mest er hlustað á samkvæmt þeim tónlistarþjónustum sem Apple fyrirtækið heldur úti í 165 ríkjum heims, þ.e Meira

Víkingur Heiðar Ólafsson

Víkingur með fjórar plötur á topp 100-lista

Streymisveitan Apple Music Classical hefur birt lista yfir þær 100 klassískar plötur sem mest er hlustað á samkvæmt þeim tónlistarþjónustum sem Apple-fyrirtækið heldur úti í 165 ríkjum heims, þ.e. streymisveitunum Apple Music‌ Classical og… Meira

Hópur George Orwell (hávaxnastur í aftari röð) og Eileen Blair, eiginkona hans (beint fyrir framan hann í fremri röð), ásamt P.O.U.M.-liðum á Spáni í mars 1937. Orwell tók þátt í spænsku borgarastyrjöldinni veturinn 1936-37.

Enn eitt stríðið hræðilegt stórslys

Minningar Lofgjörð til Katalóníu ★★★½· Eftir George Orwell. Guðmundur J. Guðmundsson íslenskaði og ritar eftirmála. Ugla, 2024. Kilja, 279 bls. Meira

Sigruðu Eva Björg Ægisdóttir, Rán Flygenring, Gunnar Helgason, Haraldur Sigurðsson og Steinunn Sigurðardóttir í upphafi árs.

Fíbút leitar að dómnefndarfólki ársins

Skráning umsækjenda til setu í dómnefndum Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans er hafin. „Leitað er eftir fullorðnu fólki á öllum aldri með þekkingu og brennandi áhuga á bókmenntum, fjölbreyttan bakgrunn og… Meira

Austurvöllur Jafnvel hér hefur margt breyst.

Veröld sem var, vesöld sem er

Yðar einlægur fór í listflug yfir Reykjavík um daginn. Það var gaman, en hitt leiðinlegra hvað borgin er skelfilega ljót ásýndar; bæði skipulag og hús. Litla Múrmansk. Það á auðvitað ekki við um borgina alla, því gömlu hverfin eru mun fallegri Meira