Íþróttir Föstudagur, 26. júlí 2024

Hlíðarendi Hasar í vítateig St. Mirrren þar sem Jakob Franz Pálsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen reyna að ná til boltans.

Tíu Valsarar héldu jafntefli

Fyrir fram áttu Valsmenn fyrir höndum líkast til erfiðasta verkefnið af íslensku liðunum fjórum sem léku í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Þeir geta verið þokkalega sáttir við markalaust jafntefli á Hlíðarenda gegn St Meira

Garðabær Emil Atlason sækir að marki Paide en hann skoraði bæði mörkin í sigri Stjörnunnar og er kominn með fjögur Evrópumörk í ár.

Emil er Evrópu-maðurinn

Emil Atlason er maðurinn á bak við velgengni Stjörnumanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í ár. Hann skoraði bæði mörkin í góðum sigri Garðbæinganna á Paide frá Eistlandi á Stjörnuvellinum í gærkvöld, 2:1, og er nú kominn með fjögur mörk fyrir þá í Evrópukeppninni í ár Meira

Kópavogur Höskuldur Gunnlaugsson í baráttu við þrjá leikmenn Drita.

Erfitt verkefni bíður Blikanna

Slæmur fyrri hálfleikur fór illa með möguleika Breiðabliks gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta þegar liðin léku fyrri leik sinn á Kópavogsvelli í gærkvöld. Drita komst þá í 2:0 en Blikar eiga enn þokkalega… Meira

Breiðholt ÍR-ingar eru flestum að óvörum í toppbaráttu 1. deildar en þeir eru nýliðar í deildinni og var af flestum spáð erfiðu tímabili.

ÍR og Keflavík með mikilvæga sigra

ÍR og Keflavík styrktu stöðu sína í efri hluta 1. deildar karla í fótbolta í gærkvöld, Njarðvík missti af stigum á heimavelli og Grótta vann langþráðan sigur eftir sjö töp í röð. ÍR-ingar, sem hafa komið gríðarlega á óvart, lögðu Leikni í… Meira

Íslandsmethafi Baldvin Þór Magnússon í methlaupi sínu í 1.500 metra hlaupi innanhúss í Laugardalshöllinni fyrr á þessu ári.

Baldvin bætti eigið met í London

Baldvin Þór Magnússon úr UFA bætti í fyrrakvöld eigið Íslandsmet í 1.500 metra hlaupi þegar hann sigraði í greininni á BMC Record Breaker-mótinu á Tooting-vellinum í London. Hann hljóp á 3:39,90 mínútum en met hans frá því í fyrra var 3:40,36… Meira

Víkin Ilir Dabjani í marki Egnatia ver vel frá miðverðinum Oliver Ekroth á upphafsmínútum leiksins í gærkvöld. Besta færi Víkinga í leiknum.

Víkingar þurfa sigur í Albaníu

Víkingar eru í talsverðri brekku eftir ósigur á heimavelli gegn Albaníumeisturum Egnatia í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld, 1:0. Þeir þurfa að snúa þessu við í Albaníu næsta fimmtudag til að komast í þriðju… Meira

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í hóp…

Guðlaugur Victor Pálsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn í hóp Íslendinga í enska fótboltanum. Hann samdi í gær við B-deildarfélagið Plymouth Argyle eftir að hafa leikið með Eupen í belgísku A-deildinni á síðasta tímabili Meira

Valskonur náðu efsta sætinu

Valskonur náðu í fyrrakvöld þriggja stiga forskoti á Breiðablik á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta með öruggum sigri á Tindastóli á Sauðárkróki, 4:1. Þór/KA lagði botnlið Keflavíkur, 1:0, suður með sjó með glæsilegu marki Huldu Óskar Jónsdóttur Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 25. júlí 2024

Ólympíuleikarnir, sú mikla íþróttahátíð, hefjast formlega í París annað…

Ólympíuleikarnir, sú mikla íþróttahátíð, hefjast formlega í París annað kvöld, enda þótt keppni sé þegar hafin í nokkrum greinum. Sveit okkar Íslendinga er ansi fámenn, enda strangar fjöldatakmarkanir í öllum greinum, en þau fimm sem keppa fyrir… Meira

Fjórir Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu og síðustu Ólympíuleika í París.

Meiri kröfur og væntingar á síðustu Ólympíuleikunum

Anton keppir fyrstur Íslendinganna í París • Möguleiki á sæti í úrslitum Meira

Líkurnar íslensku liðunum í hag

Víkingur og Stjarnan hafa söguna með sér • Erfiðara hjá Val og Blikum? Meira

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho er í leikmannahópi Manchester…

Enski knattspyrnumaðurinn Jadon Sancho er í leikmannahópi Manchester United sem er á leið í æfingaferð til Bandaríkjanna en reiknað var með því að hann yrði seldur frá félaginu í sumar Meira

Noregur Þórir Hergeirsson hefur náð einstökum árangri með Noreg.

Geta allir barist um verðlaun

Þrír Íslendingar mæta til leiks á Ólympíuleikunum í dag • Eyjakonan á sínum fyrstu leikum • Þórir og Noregur vilja gullið • Alfreð og Dagur gætu náð langt Meira

Miðvikudagur, 24. júlí 2024

Goðsögn Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíku ætlar sér að ljúka mögnuðum ferli með gullverðlaunum á Ólympíuleikunum í París í ágúst.

Eftirvænting í París

Fremsta frjálsíþróttafólk heims keppir á stærsta sviðinu • Mörg spennandi einvígi fram undan • Raunhæfur möguleiki á heimsmetum • Fyrstu leikar Ernu Meira

Meistarar Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2024.

Ætla sér stóra hluti

GKG-ingarnir Hulda og Aron meistarar í annað sinn • Ætla sér langt í atvinnumennsku • Meiri spenna í ár en fyrir þremur árum • Kann vel við sig í Denver Meira

Knattspyrnukonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilar ekki meira með…

Knattspyrnukonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir spilar ekki meira með Breiðabliki á þessu tímabili. Hún hefur verið mikið frá undanfarin ár en á þessu tímabili hefur hún aðeins spilað sex leiki í deild og einn í bikar Meira

Þriðjudagur, 23. júlí 2024

Kaplakriki Skagamaðurinn Erik Sanberg með boltann í gærkvöldi. FH-ingurinn Sigurður Bjartur Hallsson eltir hann af miklu kappi.

Evrópubaráttan galopin

FH og ÍA gerðu jafntefli, 1:1, í æsispennandi Evrópubaráttuslag í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi. Úrslitin þýða það að FH er í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er sæti neðar með stigi minna Meira

Birta var sú besta í þrettándu umferðinni

Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Víkings úr Reykjavík, var besti leikmaðurinn í þrettándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Birta átti mjög góðan leik í marki nýliðanna á föstudagskvöldið þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þór/KA á Þórsvellinum á Akureyri, 2:0 Meira

Góð frammistaða íslensku karlaliðanna í Sambandsdeildinni er kærkomin…

Góð frammistaða íslensku karlaliðanna í Sambandsdeildinni er kærkomin lyftistöng fyrir íslenskan fótbolta. Ísland var dottið svo neðarlega í styrkleikaröðinni í Evrópu eftir nokkur slæm ár að eitt Evrópusæti tapaðist um tíma og Íslandsmeistararnir… Meira

LeBron James fór á kostum fyrir Bandaríkin undir lok leiks gegn…

LeBron James fór á kostum fyrir Bandaríkin undir lok leiks gegn heimsmeisturum Þýskalands í vináttulandsleik þjóðanna í Lundúnum í gærkvöldi. Hann skoraði síðustu 11 stig Bandaríkjanna í fjögurra stiga sigri, 92:88 Meira

Evrópa Nikolaj og Damir eiga stórleiki framundan á næstu dögum.

Góðir möguleikar Víkinga og Blika

Erfiðari verkefni bíða Vals og Stjörnunnar ef liðin komast í þriðju umferðina Meira

Fyrirliði Hólmar Örn Eyjólfsson stekkur manna hæst í fyrri leiknum gegn albanska liðinu Vllaznia í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Setur krydd á tímabilið

„Við fórum kokhraustir þangað út,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals í samtali við Morgunblaðið eftir glæstan stórsigur Valsmanna á Vllaznia frá Albaníu ytra í 1. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta síðasta fimmtudagskvöld Meira

Mánudagur, 22. júlí 2024

Knattspyrnumaðurinn Davíð Ingvarsson er kominn aftur í Breiðablik frá…

Knattspyrnumaðurinn Davíð Ingvarsson er kominn aftur í Breiðablik frá danska liðinu Kolding. Davíð, sem er bakvörður, hefur leikið 93 leiki með Breiðabliki. Hann samdi við Kolding í febrúar síðastliðnum en rifti samningi sínum við félagið vegna skorts á tækifærum með liðinu Meira

Árbærinn Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki reynir að stöðva Birgittu Rún Finnbogadóttur úr Tindastóli í fallslagnum mikla í Árbænum í gær.

Fylkir úr botnsætinu

Fylkir fór úr botnsæti Bestu deildar kvenna í fótbolta með sannfærandi heimasigri á Tindastóli í 13. umferðinni í Árbænum í gær, 4:1. Sigurinn var langþráður því hann var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu frá því liðið vann Keflavík, 4:2, 2 Meira

Kampakát Hulda Clara mjög glöð með sigurverðlaunin í gær.

Annar titill Arons og Huldu

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson fögnuðu bæði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í golfi er þau stóðu uppi sem sigurvegarar á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Þau unnu einmitt bæði árið 2021 og hafa því fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum saman Meira

Blikar færðust nær toppnum

Breiðablik er aðeins þremur stigum frá toppliði Víkings úr Reykjavík í Bestu deild karla í fótbolta eftir sigur á KR, 4:2, í fjörlegum leik á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Breiðablik er nú með 30 stig, tveimur meira en Valur sem á leik til góða Meira

Laugardagur, 20. júlí 2024

Vallarmet Böðvar Bragi Pálsson úr GR er kominn í forystu á Íslandsmótinu í golfi eftir að hann sló vallarmetið á Hólmsvellinum í Leiru í gær.

Böðvar sló vallarmetið

Böðvar Bragi Pálsson úr GR átti stórgóðan annan dag á Íslandsmótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru í gær. Böðvar gerði sér lítið fyrir og lék á 64 höggum, sló vallarmetið og fór í forystu. Hann er á samtals tíu höggum undir pari eftir tvo hringi Meira

Sambandsdeildin Jón Guðni Fjóluson úr Víkingi og Jónatan Ingi Jónsson úr Val eiga fyrir höndum áhugaverða Evrópuleiki.

Gætu öll komist áfram

Shaqiri styður Drita sem stóð í Feyenoord • Ungt félag sem mætir Stjörnunni l  Mikil Íslandstengsl hjá St. Mirren l  Víkingar gegn tvöföldum meisturum   Meira

Knattspyrnumaðurinn Orri Steinn Óskarsson hefur skrifað undir nýjan…

Knattspyrnumaðurinn Orri Steinn Óskarsson hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við danska stórfélagið FC Köbenhavn. Orri er 19 ára gamall landsliðsmaður sem kom til FCK kornungur eða 15 ára árið 2019 Meira