Sunnudagsblað Laugardagur, 27. júlí 2024

Æ, ég hef ekki maga fyrir þetta!

Sá sem byggi að mestum aur myndi vinna – og þá erum við ekki að tala um peninga. Meira

Elska að skemmta fólki

Hvers vegna byrjaðir þú með uppistand? Ég hef alla tíð haft áhuga á leikhúsi og öllu sem því viðkemur og það hefur alltaf verið draumur minn að vera með uppistand. Þetta byrjaði á því að ég tók þátt í Fyndnasta háskólanemanum árið 2021 Meira

Ferðamenn í Pósthússtræti, auðþekkjanlegir á regnhlífunum, leita án árangurs að lágu verðlagi á landi elds og ísa.

Prófkvíði kennara

Verktakar hafa keypt inn byggingarhráefni af nokkrum móð þrátt fyrir að þeir hafi jafnframt dregið saman seglin í framkvæmdum, aðallega vegna hárra vaxta . Hluti innflutningsaukningarinnar er vegna tilbúinna húsa, sem kallar á minni vinnu hér á landi Meira

Myndin sem blasti við af innvolsi í maga fugls á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Skilaboð úr maga mávs

En svo var mér bent á að fletta upp á upplýsingasíðu Umhverfisstofnunar. Og þar blasti við mynd sem varð til þess að mig setti hljóðan. Meira

María Rún hitti blaðamenn á Hótel Örk í Hveragerði.

„Skemmtilegasta starf sem ég hef unnið“

Eftir farsælan rekstur í ellefu ár ákváðu María Rún Þorsteinsdóttir og Heiðar Ingi Heiðarsson að láta af rekstri Crossfit Hengils í Hveragerði. Ákvörðunin var erfið en María segir þau finna fyrir sátt í hjartanu. Meira

Jakob Frímann Magnússon naut ferðalagsins til hins ítrasta.

Ferðalag gegnum framandi landslag

Jakob Frímann Magnússon og félagar í Jack Magnet Science viku til hliðar hinu fyrirsjáanlega við gerð rafdjassskífunnar Future Forecast og fetuðu nýjar og framandi slóðir. Átak var að koma aftur að verkefninu fyrir útgáfutónleikana. Meira

„Ég hef lúmskt gaman af því hvað myndlistin á sýningunni er misgóð,“ segir Markús Þór.

Sýning um jaðar íslenskrar listasögu

Á sýningunni Átthagamálverkið á Kjarvalsstöðum má sjá verk eftir hundrað listamenn alls staðar að af landinu. Verkin eru málverk af átthögum listamannanna. Skemmtilegur arfur, segir sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson. Meira

„Ég er mjög þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og þau tækifæri sem ég hef fengið. Mér þykir afskaplega vænt um samstarfsfólk mitt.“

Ég vil þjóna samfélaginu

Margrét Kristín Pálsdóttir er aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málefni lögreglunar eru hennar hjartans mál og hún segir lögreglustarfið krefjandi fyrir hjarta og sál. Meira

Ítalinn Valerio Gargiulo sendir frá sér nýja matreiðslubók.

Matargerð fyrir líkama og sál

Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suðurítalskar uppskriftir er matreiðslubók eftir hinn ítalska Valerio Gargiulo sem býr hér á landi. Hann segir bókina vera virðingarvott við merkilega matargerðararfleifð þar sem hollusta er höfð í fyrirrúmi. Meira

Grilluð eggaldin með myntu

Erfiðleikar: auðvelt Undirbúningur: 10 mín. Matreiðsla: 15 mín. Fyrir 4 Meira

Kjúklingabaunabollur með pecorino-osti

Erfiðleikar: auðvelt Undirbúningur: 20 mín. Matreiðsla: 20 mín. Fyrir 4 Meira

Ofnbakaður kjúklingur með rósmaríni og kartöflum

Erfiðleikar: auðvelt Undirbúningur: 20 mín. Matreiðsla: 80 mín. Fyrir 4 Meira

„Það bætir ekki þjóðfélagið að vera með óendanlega þykkt lagasafn. Þvert á móti skapar það bara fleiri vandamál,“ skrifar höfundur.

Færri lög, betra samfélag

Stundum er kvartað yfir því að þingmenn fái alltof langt frí til viðbótar við sín afskaplega rausnarlegu launakjör, en staðreyndin er sú að fríið er alltof stutt. Meira

Lazenby með Díönu Rigg í <em>On Her Majesty&lsquo;s Secret Service</em>.

Lazenby sest í helgan stein

Ástralski leikarinn George Lazenby þótti ekki eftirminnilegur James Bond en hann lék kappann árið 1969 í myndinni On Her Majesty’s Secret Service. Þrátt fyrir dræmar viðtökur á þeim tíma lét Lazenby ekki deigan síga og hélt áfram kvikmyndaleik Meira

Ferðamaður horfir á styttuna af Pierre de Coubertin barón fyrir utan Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss.

Föður Ólympíuleikanna ýtt til hliðar?

Pierre de Coubertin var helsti hvatamaður þess að endurvekja Ólympíuleikana undir lok nítjándu aldar, en hugmyndaheimur hans var um margt á skjön við umræðuna nú á dögum og þykir fjölskyldu hans frumkvöðlinum helst til lítið hafa verið hampað í aðdraganda Ólympíuleikanna, sem hófust í gær í föðurlandi hans. Meira

Vala Flosadóttir vippar sér yfir rána á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 þar sem hún hreppti bronsverðlaun. Stangarstökk var þá í fyrsta sinn keppnisgrein hjá konum á Ólympíuleikum, en karlar höfðu keppt í greininni í 104 ár eða allt frá fyrstu leikunum í Grikklandi 1896.

Loks ná konur körlum á Ólympíuleikum

Jafnmargar konur og karlar verða meðal keppenda á Ólympíuleikunum, sem nú eru hafnir í París. Tekið hefur langan tíma að ná þessum áfanga. Til marks um það er að það var fyrst í London 2012 sem konur máttu taka þátt í öllum keppnisgreinum. Meira

Djörf en jafnframt einlæg

Chappell Roan er bandarísk söngkona sem syngur um allt frá ástarsorg til stuðsins sem fylgir því að vera kona. Síðasta árið hefur hún vakið athygli vegna útgáfu fyrstu plötu sinnar. Meira

Dóra Björg Árnadóttir starfar sem sérfræðingur í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra.

Skálduð útgáfa af höfundinum sjálfum

Ég hef alltaf haft gaman af því að lesa, mér finnst það vera frábær leið til að fá smá frí frá daglegu amstri, leyfa ímyndunaraflinu að fara á flakk og fá innsýn í fjölbreyttar sögur og upplifanir. Ég er nýbúin að klára Close to Death eftir Anthony… Meira

Diljá Mist Einarsdóttir er alls óhrædd við að segja skoðanir sínar og fær ekki alltaf lófaklapp fyrir, en henni stendur nákvæmlega á sama.

Það sem bara sumir mega segja

Diljá Mist þótti ekki vera rétta konan til að tala um mannréttindi kvenna og svo talaði hún víst ekki á réttan hátt. Meira

Hundurinn fær að koma með í ferðir á kajak

Laken Louise Hives og Tom Hoyland, maki hennar, eru bæði frá Stóra-Bretlandi en hafa nú búið á Íslandi í fimm ár og reka Sigló Sea saman. Um er að ræða lítið og persónulegt fyrirtæki í hjarta Siglufjarðar sem sérhæfir sig aðallega í ferðum á kajak og róðrarbrettum en einnig sjósundi Meira

Ozzy hefur stutt Villa frá blautu barnsbeini.

Ozzy leggur Villa lið

Málmgoðsögnin kynnir nýjan búning knattspyrnuliðsins Aston Villa. Meira

Þessa sögulegu mynd fékk Morgunblaðið símsenda og fylgdi hún fréttinni.

Churchill kveður

Sir Winston Churchill sat í lok júlí 1964 fund í neðri málstofu breska þingsins í síðasta sinn. „Hann er nú 89 ára, og eru liðin 64 ár frá því hann fyrst tók sæti á þingi, árið 1900, nýkominn heim úr Búastríðinu í S-Afríku,“ stóð í forsíðufrétt Morgunblaðsins Meira

Brandarahornið!

Kennarinn bíður með þriðja bekk í marga klukkutíma eftir lest. Að lokum segir kennarinn: „Við förum í næstu lest, sama hvað! Þó farþegarnir á fyrsta farrými séu í lestinni!“ „Þetta fall hefur örugglega verið mjög sársaukafullt!“, segir læknirinn við fótbrotinn sjúklinginn Meira