Ýmis aukablöð Laugardagur, 27. júlí 2024

„Má reikna fastlega með því að áhafnarmeðlimir verði að meðaltali á töluvert betri launum en þekktust á hinum skipunum,“ segir Ólafur um þau áhrif sem góð afköst nýja skipsins ættu að hafa á kjör skipverja.

Mun gera veiðarnar mun hagkvæmari

Nýtt skip Ísfélagsins, Sigurbjörg ÁR, kemur í stað fjögurra skipa með 32 ára meðalaldur. Meira

Ragnar segir að þó skip séu hönnuð í þrívídd komi stundum í ljós á framkvæmdatíma að hnika þurfi hinu og þessu til.

Skemmtilegt ferli fyrir mann með óbilandi áhuga á skipum

Samstarfið við Tyrkina var gott en það fylgir smíði á nýju skipi að eitthvað kemur upp á hvern einasta dag og fylgjast þarf vandlega með verkefninu. Meira

Hér að ofan má sjá hvernig hönnuðir Nautic hafa skipulagt Sigurbjörgu ÁR. Við hönnun skipa þarf að reyna að nýta plássið eins vel og hægt er en tryggja um leið að áhöfnin eigi auðvelt með að athafna sig.

Sigurbjörg ÁR 67

Smíðuð hjá Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl. Mesta lengd: 48,10 m. Skráð lengd: 44,43 m. Aðalvél: MAN 6l 27 /38 1.795 kW @ 800 sn/mín Meira

„Útgerðirnar vilja að vel fari um mannskapinn og í nýjum skipum er öllu tjaldað til,“ segir Kári um aðbúnaðinn um borð.

Skipið hannað með afköst og gæði að leiðarljósi

Svokallað Enduro-stefni er á Sigurbjörgu ÁR en reynslan hefur sýnt að löguninni, sem þykir minna á peru, fylgja ótal kostir. Það mun fara vel um áhöfnina í nýja skipinu og tenging í gegnum Starlink-gervihnött tryggir mjög gott netsamband. Meira