Fréttir Mánudagur, 29. júlí 2024

Katrín Jakobsdóttir

Tólf hillumetrar af skjölum Katrínar

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra afhenti nýlega Þjóðskjalasafni Íslands um 12 hillumetra skjala úr einkasafni sínu. Katrín segir um að ræða óflokkuð skjöl allt frá tíma sínum sem varaborgarfulltrúi í kringum 2005 eða 2006 til dagsins í dag Meira

Aukið fjárframlag til varnarmála rætt

Hermálasérfræðingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa að undanförnu lagt mat á kostnað við að endurskipuleggja varnargetu bandalagsins, sem er ábótavant um margt. Ljóst er að sá kostnaður er gríðarlegur og er rætt um að hækka þurfi það lágmarksviðmið sem aðildarríki NATO verja til varnarmála Meira

Á góðri stundu Íris Þórsdóttir er hér með Hákoni Þór Svavarssyni keppanda í haglabyssuskotfimi og þjálfaranum hans Nikolaos Mavrommatis.

„Þetta er bara ólýsanlegt!“

Einn íslenskur sjálfboðaliði á Ólympíuleikunum í París • Eins og að koma inn í aðra veröld að mæta stórstjörnum Meira

Togveiðiskip Sigurbjörg ÁR sigldi inn í Hafnarfjarðarhöfn á laugardag.

Fyrsta veiðiferðin í ágúst

Nýtt togveiðiskip Ísfélagsins hf., Sigurbjörg ÁR, kom til landsins á laugardag. Gangi allt að óskum er vonast til þess að skipið haldi í sína fyrstu veiðiferð í seinnihluta ágúst. „Eigum við ekki að segja, þar sem fiskurinn verður,“ segir Stefán B Meira

Biðröð Um 200 bílar biðu eftir að komast leiðar sinnar þegar þjóðvegurinn var opnaður um klukkan 21 í gærkvöldi. Hann hafði verið lokaður á kafla vegna jökulhlaups í Skálm á laugardag.

Stórt jökulhlaup rauf hringveginn

Miklar skemmdir eru á hluta hringvegarins eftir jökulhlaup í Skálm • Umferð var hleypt á um klukkan 21 í gærkvöldi • Ferðamenn vissu ekki af lokuninni • Upplýsingagjöf til ferðaþjónustu ábótavant Meira

Refir Þessir yrðlingar eru meðal ábúenda á Hornströndum þetta sumarið. Þar er ábúð með besta móti, öll hefðbundin óðul setin og got í þeim flestum.

Got refa gott en varpið var verra

„Það kom skemmtilega á óvart hve gotið gekk vel,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir sem nýlega sneri úr árlegri vöktun refa á Hornströndum. Ester sem er spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands hefur vaktað refi á svæðinu í 26 ár, allt frá 1998 Meira

Safnari Skjölin í einkaskjalasafni Katrínar hafa fylgt henni og safnast upp á um 20 ára stjórnmálaferli. Segir hún þau fylla nokkra tugi pappakassa.

Minnisblöðin fyrir augu almennings

Katrín hefur afhent Þjóðskjalasafni 12 hillumetra • Einskaskjalasafn frá 20 ára stjórnmálaferli • Viðkvæmar upplýsingar geymdar annars staðar • Stefnir að flokkun skjalasafnsins í ágúst Meira

Rigning Spáð er áframhaldandi úrkomu í vikunni víða um land.

Von á nýrri lægð til landsins á fimmtudag

„Það verður ekki kalt en heldur ekki mjög hlýtt næstu daga,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni. Að hans sögn mun sólin aðeins láta sjá til sín á landinu en þess á milli má vænta rigningar í öllum landshlutum Meira

Björgun Ferðafólki sem festi bíl í Kirkjufellsósi var bjargað á þurrt.

Ferðamenn festu bíl sinn í Kirkjufellsósi

Ferðamenn lentu í vandræðum í gær þegar þeir festu bíl sinn á leið yfir Kirkju­fellsós við Tungnaá, aust­an við Kýl­inga­vatn. Há­lendis­vakt Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Land­manna­laug­um var kölluð út og fóru fé­lag­ar úr björg­un­ar­sveit­inni Ægi í Garði á staðinn Meira

Reykjanesskagi Um 30 smáskjálftar hafa verið að mælast á sólarhring.

Líkur á kvikuhlaupi fara vaxandi

Hættukvarðinn hækkaður fyrir svæði 3, 4 og 6 • Tvær líklegar sviðsmyndir Meira

Kaupmenn Mæðginin Sigurður Ágústsson og Inga Jóhannsdóttir við drykkjarföngin í Kassanum. En þegar öllu er á botninn hvolft er það sjávarútvegurinn sem heldur hlutunum gangandi hér, segir Sigurður í viðtalinu.

Verslun sem hefur víðtækt hlutverk

Mjólkurvörur, brauð, kjötfars, orkudrykkir, rúsínusúkkulaði og harðfiskur. Búsáhöld, veiðistangir, afskorin blóm, nærföt, leikföng, raftæki, málningarrúllur, pottar og steikarpönnur. Vöruúrvalið er fjölbreytt og svo þarf líka að vera, svo víðtækt hlutverk hefur þessi verslun Meira

Þjóðbraut Lengra til hægri meðfram strandlengjunni er veglína framtíðar.

Vegur í skoðun

Í skoðun er að hringvegurinn í gegnum Borgarnes verði fluttur á næstu árum. Umferð á þessum slóðum fer sífellt vaxandi og velt er upp spurningum um hve lengi verður við svo búið. Sérstaklega er bent á að æ fleiri þungir vöruflutningabílar aka í… Meira

Grenivík Gljúfralaug við Gljúfurá var gerð árið 1944 og stendur þar enn.

Gera úttekt á sundlaugarbyggingum

Fornleifastofnun aflar upplýsinga um sundlaugar frá fyrri hluta 20. aldar • Árin 1930 til 1940 var mikil sprenging í sundlaugagerð • Um 30 til 40 af 93 laugum frá því fyrir 1950 standa enn Meira

Guðrún Aspelund

Ágæt þátttaka í bólusetningum

Bólusetning barna gengur ágætlega á Íslandi en betri þátttöku þarf í bólusetningu gegn kíghósta og mislingum. Af tæplega 66 þúsund bólusetningum hjá börnum í fyrra var aðeins ein tilkynning um alvarlega aukaverkun Meira

Útför Útför tíu af þeim tólf sem létust í árásinni fór fram í gær.

Hvatt til stillingar eftir árás

Vopnaðar sveitir Hesbolla-samtakanna í Líbanon hafa yfirgefið svæði í suður- og austurhluta landsins í kjölfar þess að Ísraelsstjórn hótaði hörðum aðgerðum vegna flugskeytaáraásar á Gólanhæðir á yfirráðasvæði Ísraels á laugardag Meira

Vínrækt Loftmynd af Fladie-vínekrunni nálægt Lundi á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar en vínrækt fer þar vaxandi.

Sænskri vínrækt vex ásmegin

Vín ræktað á 200 hekturum í Svíþjóð • Þrúgur sem hafa styttri vaxtartíma og þola betur kulda sagðar forsenda þess að vínrækt geti blómstrað þar Meira

Varnir Norsk F-35-herflugvél í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Atlantshafsbandalagið er að endurskipuleggja varnarkerfi sitt vegna nýrra ógna.

Varnir NATO-ríkja endurskipulagðar

Hermálasérfræðingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa að undanförnu lagt mat á kostnað við að endurskipuleggja varnargetu bandalagsins sem er ábótavant um margt. Ljóst er að sá kostnaður er gríðarlegur Meira

Stuð Dimma og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum.

Bræðurnir með þungarokk í blóðinu

Þungarokkshljómsveitin Dimma fagnar 20 ára afmæli í ár og af því tilefni verða haldnir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kór í Hofi á Akureyri 5. október og Eldborg í Hörpu 11. október Meira