Íþróttir Föstudagur, 2. ágúst 2024

Skoraði Aron Elís Þrándarson kom Víkingum í 2:0 í Shkoder í gærkvöld og það reyndist ráða úrslitum í einvíginu gegn albönsku meisturunum.

Vel gert hjá Víkingunum

Víkingar mæta Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta tvo næstu fimmtudaga. Í Víkinni 8. ágúst og í Tallinn 15. ágúst. Þeir unnu glæsilegan útisigur á albönsku meisturunum Egnatia, 2:0, í Shkoder í… Meira

María Eva var best í fimmtándu umferð

María Eva Eyjólfsdóttir, hægri bakvörður Þróttar, var besti leikmaðurinn í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. María lék mjög vel og fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu þegar Þróttarkonur lögðu Keflvíkinga að velli… Meira

Sigursæl Simone Biles með sitt sjötta ólympíugull í gærkvöld.

Glæsileg endurkoma hjá Simone Biles

Simone Biles frá Bandaríkjunum varð í gærkvöld ólympíumeistari í fjölþraut í fimleikum á ný þegar hún vann öruggan sigur í keppninni í París. Biles vann greinina í Ríó fyrir átta árum en dró sig úr keppni á leikunum í Tókýó árið 2021 vegna andlegra erfiðleika Meira

Mætt Sara Björk var kynnt til sögunnar hjá Qadsiah í gær.

Sara í tveggja ára gamalt lið í Khobar

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, er komin til Sádi-Arabíu og mun leika fyrst íslenskra knattspyrnumanna með félagsliði þar í landi. Hún gekk í gær til liðs við Al-Qadsiah sem er frá borginni Khobar, hafnarborg við Persaflóann, skammt norðan við Barein og Katar Meira

Skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson sækir að marki St. Mirren í fyrri leiknum. Hann skoraði úr vítaspyrnu í gærkvöld.

Stjarnan og Valur úr leik

Valur og Stjarnan eru úr leik í Sambandsdeild karla í fótbolta en Valsmenn töpuðu 4:1 fyrir St. Mirrren í Skotlandi og Stjarnan steinlá gegn Paide í Eistlandi, 4:0, í seinni leikjum annarrar umferðar undankeppninnar í gærkvöld Meira