Fréttir Þriðjudagur, 6. ágúst 2024

Skörp dýfa á erlendum mörkuðum

Helstu hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu fóru allir halloka í viðskiptum gærdagsins, en rótina mátti rekja til þess að á föstudaginn var greint frá því að 114.000 ný störf sköpuðust í Bandaríkjunum í júlímánuði en það var minna en… Meira

Starbucks Kaffihúsakeðjan fræga hyggst opna kaffihús hér á landi.

Starbucks hyggst opna hér á landi

Kaffihúsakeðjan Starbucks mun á næstunni opna kaffihús á Íslandi en Berjaya Food International (BFI) hefur tryggt sér rekstrarréttinn á Íslandi, Danmörku og Finnlandi. BFI er alþjóðlegi armur malasíska fyrirtækisins Berjaya Food Berhad (BFood) Meira

Hrafnhildur Arnkelsdóttir

Munu fara yfir regluverkið

Hildur Ragnars, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir Þjóðskrá ætla að vinna með innviðaráðuneytinu í regluverki um lögheimilisskráningar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í grein Morgunblaðsins í gær að mikilvægt væri að skoða reglur um… Meira

„Verður mikil upplifun“

„Þetta er flott fyrir fólk sem vill komast yfir lofthræðslu,“ segir Haraldur Örn Ólafsson, einn forsprakka Fjallafélagsins, um nýjan járnstíg sem félagið hefur sett upp í Esjunni. Stígurinn mun ekki opna formlega fyrr en 31 Meira

Þjóðhátíð Gengið frá í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð. Hátíðin heppnaðist vel og vel var mætt á hana þrátt fyrir að um helgina hafi verið smá rigning og rok.

Þjóðhátíð heppnaðist vel þrátt fyrir skúrir

Vandamál vegna veðurs tækluð • Með ljúfari Þjóðhátíðum Meira

Innipúkinn Páll Óskar og Skrattar fóru á kostum á Innipúkanum í ár.

Hátíðir um allt land gengu vel

Í miðborg Reykjavíkur var tónlistarhátíðin Innipúkinn haldin í hlýjunni innandyra eins og hefð er fyrir. Hátíðin fór fram á tveimur sviðum í Gamla bíói og á Röntgen og er talið að um þúsund manns hafi mætt hvern dag Meira

Blys Öllu var til tjaldað á sunnudagskvöldið og efnt til tónleika og flugeldasýningar. Að flugeldasýningu lokinni var kveikt á blysum á Pollinum.

Mikil stemning fyrir norðan

Hátíðin Ein með öllu á Akureyri heppnaðist mjög vel, allt fór eftir áætlun og óhöpp voru fátíð. Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, frá Vinum Akureyrar, sem sjá um hátíðarhöldin, í samtali við Morgunblaðið í gær Meira

Hamfarir Gosið í Heimaey 1973 hafði mikil áhrif á heimamenn, ekki síst börn sem glíma enn við afleiðingarnar í dag, en tæp 70 prósent gera það.

Enn glímir fólk við afleiðingar gossins

Sýnir mikilvægi þess að börn haldi hópinn og fái stuðning Meira

Veðrátta Ferðamenn við öllu búnir í votviðri austur við Vatnajökul.

Líðandi sumar er svipað og 2018

Líðandi sumar þar sem rigning hefur verið víða um land svo dögum og jafnvel vikum skiptir er um margt hliðstæða þess sem gerðist árið 2018. Þá voru langvarandi rigningar út júlímánuð sunnanlands og vestan, en tíðarfar síðan miklu betra þegar komið var fram í ágúst Meira

Gleðigangan Hinsegin dagar fagna nú 25 ára afmæli sínu, en hápunktur þeirra er sem fyrr Gleðigangan, sem haldin verður á laugardaginn.

Hinsegin dagar hefjast í dag

Hinsegin dagar hefjast í dag og verður opnunarhátið þeirra haldin í Grósku klukkan 20 í kvöld. Hátíðin fagnar í ár 25 ára afmæli og verður öllu tjaldað til vegna afmælisins að sögn Helgu Haraldsdóttur, formanns Hinsegin daga Meira

Eldgos Vænta má eldgoss á Sundhnúkagígaröðinni von bráðar.

Eldgos líklega með sama sniði

Óvíst hvaða áhrif næsta gos mun hafa á Grindavík • Leiðin greiðust á sama stað Meira

Drasl Rusl á víð og dreif við stúdentgarðana þar sem Hótel Saga var áður.

Segir íbúa ekki bera ábyrgð á sóðaskap

„Ég bara fagna umræðunni, að þessi færsla hafi verið birt, en það hefði verið hægt að gera það með já­kvæðari tón,“ seg­ir Hlyn­ur Ein­ars­son, íbúi í stúd­enta­görðunum Sögu. Teit­ur Atla­son, íbúi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur, birti færslu á… Meira

Sundhnúkagígar Hér kraumar í kötlum. Eldgos við Grindavík eru orðin mörg og vísindamenn hafa fylgst vel með.

Gjöful náttúran er harður húsbóndi

„Náttúran er bæði ljúfur, gefandi, harður og oft óáreiðanlegur húsbóndi,“ segir Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og rithöfundur. „Sagan kennir okkur að taka tillit til marga náttúruferla eða búast við tilteknum atburðum, … Meira

Umferðin Lögreglan lét fólk blása við komuna í Landeyjahöfn á föstudag.

Mikið um hraðakstur

Stórslysalaus verslunarmannahelgi að baki í umferðinni Meira

Frank M. Halldórsson

Sr. Frank M. Halldórsson, fyrrum sóknarprestur í Nessókn í Reykjavík, lést á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi 31. júlí sl. 90 ára að aldri. Frank fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1934. Foreldrar hans voru Rose Evelyn Halldórsson og Nikulás Marel Halldórsson Meira

Ólafur Vignir Albertsson

Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari lést á líknardeild á Landakotsspítala laugardaginn 3. ágúst síðastliðinn. Ólafur Vignir fæddist í Reykjavík 19. maí 1936, sonur hjónanna Alberts Ólafssonar múrarameistara og Guðrúnar Magnúsdóttur húsmóður Meira

Högg Vegfarandi gengur fram hjá upplýsingaskilti eftir lokun markaða á mánudag. Nikkei lækkaði um 4.451 stig og endaði í 31.458 stigum.

Kuldakast á japönskum hlutabréfamarkaði

Nikkei-vísitalan lækkaði um 12% á mánudag • Stóru bandarísku vísitölurnar tóku mikla dýfu við opnun markaða Meira

Mótmælendur Þúsundir mótmælenda brutust inn á heimili Sheikh Hasina í gær og fögnuðu afsögn hennar. Í kjölfari flúði Hasina til Indlands.

Sigur mótmælenda í Bangladess

Forsætisráðherrann sagði af sér og flúði land • Herinn myndar bráðabirgðastjórn • Fyrrverandi forsætisráðherra látinn laus úr fangelsi • Um 365 manns látið lífið frá upphafi mótmæla í júlímánuði Meira

Tækni Google er ein vinsælasta og mest notaða leitarvélin á netinu.

Google brýtur samkeppnislög

Í gær úrskurðaði bandarískur alríkisdómari að bandaríska tæknifyrirtækið Google væri í einokunarstöðu og að markaðsstaða fyrirtækisins bryti þar með gegn bandarískum samkeppnislögum. Niðurstaða dómsins er talin mikill sigur fyrir bandaríska… Meira

Óeirðir Slegið hefur í brýnu milli lögreglunnar og óeirðaseggja í Bretlandi undanfarna viku, en um er að ræða mestu óeirðir í landinu frá árinu 2011.

Starmer heitir hörðum viðbrögðum

Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, hét því í gær að þeir sem hefðu staðið að óeirðum síðustu daga í Bretlandi myndu þurfa að mæta réttvísinni og það fljótlega. Lögreglan í Bretlandi tilkynnti í gær að 378 hefðu verið handteknir síðan… Meira

Frískápur Rósa Björg Jónsdóttir við frískápinn sem er fljótur að tæmast.

Vekur athygli á matarsóun með frískáp

„Hugsunin á bak við frískápana sú að þú deilir mat, sem þú ætlar ekki að nota, með einhverjum sem getur notað hann svo neysluhæfur matur lendi ekki í rusli eða landfyllingu. Þetta er ekki hjálparstarfsemi heldur mega allir setja í og taka mat úr… Meira

James Baldwin minnst í Iðnó í dag

Hinsegin dagar í samvinnu við Forlagið bjóða til veislu í Iðnó í dag, þriðjudag, kl. 16 til heiðurs bandaríska rithöfundinum James Baldwin (1924–1987). Þar verður skáldsagan Herbergi Giovanni til umræðu og Almar Blær Sigurjónsson leikari les stutta kafla úr íslenskri þýðingu Þorvalds Kristinssonar Meira