Íþróttir Þriðjudagur, 6. ágúst 2024

Kaplakriki Víkingar fagna öðru af tveimur mörkum sem Valdimar Þór Ingimundarson skoraði og Sveinn Gísli Þorkelsson lagði upp í gærkvöldi.

Varamennirnir til bjargar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík styrktu stöðu sína á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með sterkum útisigri á FH, 3:2, í Kaplakrika í Hafnarfirði í gærkvöldi. Víkingur er nú með 39 stig og níu stiga forskot á toppnum Meira

Gleði Djokovic grætur af gleði eftir að ólympíugullið var í höfn.

Fullkomnaði ferilinn með ólympíugulli

Serbneska tennisstjarnan Novak Djokovic tryggði sér sigur í úrslitaleik einliðaleiks á Ólympíuleikunum í París á sunnudag þegar hann lagði Spánverjann Carlos Alcaraz að velli, 2:0. Hann vann bæði fyrsta og annað sett 7:6 og þar með til langþráðra gullverðlauna á leikunum Meira

Evrópa Víkingur mætir liði frá Andorra eða Lettlandi í 4. umferð nái Íslands- og bikarmeistararnir að slá Flora Tallinn úr leik í 3. umferð.

Víkingur til Andorra eða Lettlands?

Karlalið Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu mætir tapliðinu úr viðureign Santa Coloma frá Andorra og RFS frá Lettlandi í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar, komist íslenska liðið í 4. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu Meira

Bandaríska sundkonan Katie Ledecky gerði sér lítið fyrir og vann til síns…

Bandaríska sundkonan Katie Ledecky gerði sér lítið fyrir og vann til síns níunda ólympíugulls á ferlinum og jafnaði um leið met þegar hún kom fyrst að bakkanum í 800 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París á laugardag Meira

Frumraun Hákon Þór Svavarsson keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í Châteauroux í Frakklandi um helgina og stóð sig með miklum ágætum.

Gengur sáttur frá borði

Hákon Þór Svavarsson hafnaði í 23. sæti af 30 keppendum í keppni í leirdúfuskotfimi með haglabyssu á sínum fyrstu Ólympíuleikum á laugardag, en skotkeppnin fór fram í Châteauroux, 270 kílómetra norður af París Meira

Einbeittur Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR hugsi við keppni í Einvíginu á Nesinu í gær en hann vann þá góðgerðarmótið í fyrsta sinn.

Dagbjartur vann Einvígið á Nesinu

Kylfingurinn Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í 28. sinn á Nesvellinum á Seltjarnarnesi í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem Dagbjartur hrósar sigri á mótinu, sem er árlegt góðgerðar­mót Nes­klúbbs­ins, NK Meira

Gull Julien Alfred vann allóvænt gull í 100 metra hlaupi kvenna.

Fyrstu verðlaun þjóðanna á ÓL voru gull

Julien Alfred og Thea LaFond skráðu sig í sögubækurnar þegar þær unnu til gullverðlauna í greinum sínum á Ólympíuleikunum í París um liðna helgi. Alfred reyndist hlutskörpust í 100 metra hlaupi kvenna á laugardag og vann þar með til fyrstu… Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 3. ágúst 2024

Hulda Ósk var best í deildinni í júlí

Hulda Ósk Jónsdóttir, kantmaður úr Þór/KA, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í júlímánuði, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hulda fékk samtals fimm M í fimm leikjum Akureyrarliðsins í deildinni í júlí og var tvisvar valin í úrvalslið umferðarinnar í mánuðinum, bæði í 12 Meira

Reynsla Þingeyingurinn Hulda Ósk Jónsdóttir er næstleikjahæst af núverandi leikmönnum Þórs/KA

Vildum vera nær þeim

Hulda Ósk Jónsdóttir, besti leikmaðurinn í júlí, er ósátt við töpuð stig hjá Þór/KA að undanförnu • Ekki raunhæft að ná efstu liðunum en reynum að saxa á þau Meira

Þótt setningarathöfn Ólympíuleikanna hafi komið ansi vel út í sjónvarpi er…

Þótt setningarathöfn Ólympíuleikanna hafi komið ansi vel út í sjónvarpi er óhætt að segja að hún hafi verið stórslys fyrir þá sem voru á staðnum. Hugmyndin að láta báta sigla niður ána Signu með keppendur og fylgdarlið þeirra hljómaði vel á pappír og á teikningum fyrir leikana Meira

Joshua Cheptegei frá Úganda varð í gærkvöld ólympíumeistari í 10.000 metra…

Joshua Cheptegei frá Úganda varð í gærkvöld ólympíumeistari í 10.000 metra hlaupi karla í París eftir gríðarlega harða keppni. Cheptegei, sem er þrefaldur heimsmeistari og handhafi heimsmetsins, setti nýtt ólympíumet, 26:43,14 mínútur, og bætti… Meira

Skytta Hákon Þór Svavarsson mundar haglabyssuna í leirdúfuskotfiminni þar sem þrjár umferðir fóru fram í gær.

Kom sjálfum sér á óvart

Hákon Þór Svavarsson náði besta stigaskori Íslendings í leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikum • Er í 22. sæti fyrir tvær síðustu umferðirnar í dag Meira

Föstudagur, 2. ágúst 2024

María Eva var best í fimmtándu umferð

María Eva Eyjólfsdóttir, hægri bakvörður Þróttar, var besti leikmaðurinn í 15. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. María lék mjög vel og fékk tvö M í einkunn hjá Morgunblaðinu þegar Þróttarkonur lögðu Keflvíkinga að velli… Meira

Skoraði Aron Elís Þrándarson kom Víkingum í 2:0 í Shkoder í gærkvöld og það reyndist ráða úrslitum í einvíginu gegn albönsku meisturunum.

Vel gert hjá Víkingunum

Víkingar mæta Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta tvo næstu fimmtudaga. Í Víkinni 8. ágúst og í Tallinn 15. ágúst. Þeir unnu glæsilegan útisigur á albönsku meisturunum Egnatia, 2:0, í Shkoder í… Meira

Skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson sækir að marki St. Mirren í fyrri leiknum. Hann skoraði úr vítaspyrnu í gærkvöld.

Stjarnan og Valur úr leik

Valur og Stjarnan eru úr leik í Sambandsdeild karla í fótbolta en Valsmenn töpuðu 4:1 fyrir St. Mirrren í Skotlandi og Stjarnan steinlá gegn Paide í Eistlandi, 4:0, í seinni leikjum annarrar umferðar undankeppninnar í gærkvöld Meira

Fimmtudagur, 1. ágúst 2024

Châterauroux Hákon Þór Sverrisson keppir í 280 kílómetra fjarlægð frá París og fyrri hlutinn hjá honum hefst snemma í fyrramálið.

Nógu góður til að fara í úrslitin

Hákon hefur keppni í leirdúfuskotfimi á ÓL í Châterauroux í fyrramálið Meira

Tíminn líður öðruvísi þegar maður er í París að vinna við að skrifa um…

Tíminn líður öðruvísi þegar maður er í París að vinna við að skrifa um Ólympíuleikana. Hver dagur er stórskemmtilegt maraþon sem er búið áður en maður áttar sig á. Þessi bakvörður er skrifaður á blaðamannasvæðinu þar sem Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í þríþraut í gær Meira

Körfuboltamaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur samið við uppeldisfélag…

Körfuboltamaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur samið við uppeldisfélag sitt, Hött á Egilsstöðum, en hann snýr þangað aftur eftir þriggja ára fjarveru. Eysteinn hefur leikið með Álftanesi undanfarin tvö ár en einnig spilað með Keflavík og Stjörnunni á ferlinum Meira

Lokasprettur Tíu kílómetra hlaupið var erfitt fyrir Guðlaugu Eddu eftir að hún meiddist á hjólasprettinum en hún fór alla leið og endaði í 51. sæti af 56 sem hófu þríþrautina.

Edda kom löskuð í mark

Keppti í þríþraut fyrst Íslendinga á Ólympíuleikum • Datt illa en gafst ekki upp • Óheppin í beygju • Fékk að vita klukkan fjögur um nótt að synt yrði í Signu Meira

Miðvikudagur, 31. júlí 2024

Gleði Tindastólskonur fagna Jordyn Rhodes eftir að hún jafnaði, 3:3, í uppbótartíma leiksins gegn Þór/KA.

Dramatík á Sauðárkróki

Tindastóll náði í dýrmætt stig í fallbaráttu Bestu deildar kvenna í fótbolta á dramatískan hátt í gærkvöld á meðan keppinautarnir í Fylki og Keflavík töpuðu sínum leikjum. Á Sauðárkróki stefndi allt í sigur Þórs/KA þar sem Karen María… Meira

Sambandsdeild Kristinn Steindórsson í baráttu við Veton Tusha í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli. Drita vann einvígið 3:1 samanlagt.

Slæma byrjunin reyndist örlagarík

Breiðablik lauk í gær keppni í Sambandsdeild karla í fótbolta, fjórum og hálfum mánuði fyrr en liðið gerði á síðasta ári þegar það komst alla leið í riðlakeppnina. Drita vann seinni leik liðanna í Podujevo í Kósovó í gær, 1:0, og einvígið þar með 3:1 samanlagt Meira

Bætingar Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti sig töluvert í bæði 100 og 200 metra skiðsundi frá því í leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Snæfríður bætti sig um 15 sæti

Snæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 19. sæti í 100 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París í gær. Snæfríður synti á 54,84 sekúndum og var hársbreidd frá því að bæta eigið Íslandsmet frá því á HM í Japan á síðasta ári er hún synti á 54,74 sekúndum Meira

Dýfa Anton Sveinn McKee stingur sér til sunds í síðasta skipti á Ólympíuleikum í París í gærkvöld.

Anton kvaddi Ólympíuleikana

Anton Sveinn McKee í fimmtánda sæti í síðasta sundinu á Ólympíuleikum • Nokkuð frá Íslandsmeti sínu • Kveður stoltur þrátt fyrir að komast ekki í úrslit Meira

Bandaríkin, með Simone Biles í aðalhlutverki, unnu öruggan sigur í…

Bandaríkin, með Simone Biles í aðalhlutverki, unnu öruggan sigur í liðakeppni kvenna í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París í gær. Biles hreppti þar með sitt fimmta ólympíugull en með henni í liðinu voru Jordan Chiles, Jade Carey og Sunisa Lee. … Meira