Viðskiptablað Miðvikudagur, 7. ágúst 2024

Ari hafði hugmyndir Michael Porter um að ákveða þurfi hvað maður ætlar ekki að gera og verða svo bestur í því sem maður ætlar að gera, til hliðsjónar í skipulagsbreytingunum. Það sé Origo nú búið að gera.

Sala hluti af umbreytingarferli Origo

Þóroddur Bjarnason Origo vill með sölu Applicon einblína frekar á kjarnastarfsemina; ­­þjónustu og nýsköpun fyrir innanlandsmarkað. Meira

S&P 500 hækkaði um 1,7% í gær.

Markaðir jafna sig eftir mánudaginn

Helstu hlutabréfavísitölur víða um heim hækkuðu í gær eftir talsverða lækkun daginn áður. Japanska Nikkei 225-vísitalan lækkaði um 12,4% á mánudag en það er ein mesta lækkun á verðbréfamörkuðum frá „Svarta mánudeginum” árið 1987 Meira

Greinendum gengið betur að spá

Magdalena Anna Torfadóttir Á árunum eftir heimsfaraldurinn áttu greinendur í erfiðleikum með að spá fyrir þróun verðbólgunnar. Það gengur þó betur nú. Meira

Google ætlar að leyfa notendum að velja hvort þeir samþykka eða hafna vefkökum þriðja aðila. Það er stefnubreyting frá fyrri áætlunum fyrirtækisins.

Tekjutap skýri ákvörðun Google

Kári Freyr Kristinsson Google tilkynnti nýverið að notendur Chrome-vafrans fengju að velja hvort þeir leyfðu vefkökur frá þriðja aðila. Meira

Mikil uppbygging er hafin á Keflavíkurflugvelli en fjárfesting í áætlaðri uppbyggingu mun hlaupa á hundruðum milljóna næstu áratugi.

Tækifæri í ábyrgri einkavæðingu

Andrea Sigurðardóttir Einkavæðing Keflavíkurflugvallar gæti skilað aukinni skilvirkni, afköstum og gæðum, ásamt aðgengi að fjármagni til uppbyggingar ásamt reynslu og þekkingu þar til bærra fjárfesta. Ýmsar leiðir eru færar en mikilvægt er að tryggja þjóðarhagsmuni þegar ríkið lætur öðrum eftir yfirráð svo mikilvægra innviða. Danmörk gæti verið fyrirmynd í þeim efnum. Meira

Fjölmiðlafár

” Á samspil rannsóknarfréttaframleiðslu og tjáningarfrelsi starfsmanna stjórnsýslunnar mun reyna á fyrir Hæstarétti Íslands á komandi mánuðum. Meira

Flyback Chronograph úr stáli er gersemi í sérflokki.

Þegar maður um fertugt leitar að úri

Það virðist henda marga karla á miðjum aldri að þeir þróa með sér ósköp órökrétta þörf fyrir að eignast dýr og vönduð armbandsúr. Nokkur ár eru liðin síðan það byrjaði að votta fyrir úra-bakteríunni hjá mér sjálfum og jafnt og þétt hafa einkennin ágerst Meira

Vannýtt tækifæri leynast víða

”  Málið er nefnilega að þótt lög og reglugerðir tiltaki þær upplýsingar sem þurfa að vera í ársskýrslum, samfélagsskýrslum og kauphallartilkynningum er alls ekki svo að það sé tæmandi listi. Meira

Keir Starmer á blaðamannafundi. Verkamannaflokkurinn er með skattafríðindi auðmanna í sigtinu en gæti endað á að valda hagkerfinu og ríkissjóði tjóni með uppátækinu.

Skattastefna að hætti Blofeld

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Saígon Það er betra að reyna að laða hálauna- og efnafólk að með lágum sköttum en að fæla það í burtu með háum sköttum. Meira

Stefanía Kolbrún hefur sinnt fjölmörgum félagsstörfum og stóð meðal annars nýlega að stofnun Hagsmunafélags kvenna í hagfræði.

Fleiri mættu kynna sér skrif Hayek

Stefanía Kolbrún er við það að ljúka störfum hjá Samtökum atvinnulífsins og mun nú í haust taka við starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hennar bíður því nokkur áskorun, en að öllu óbreyttu verður komandi þingvetur sá síðasti á þessu kjörtímabili Meira

Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýr framkvæmdasstjóri Bestseller.

Nanna til Bestseller

Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi, sem rekur m.a. verslanir undir merkjum Selected, Vero Moda, Jack & Jones, Vila, barnafataverslunina Name It og íþróttaverslunina Jóa Útherja Meira

Tölvumynd af nýju líforkuveri sem reisa á í Dysnesi í Eyjafirði á næstunni.

Tíu milljarða innviðafjárfesting í Dysnesi

Þóroddur Bjarnason Nýtt fimm milljarða króna líforkuver verður fyrst til að rísa á svæðinu. Miklar áætlanir eru í kortunum. Meira

Það var, eðlilega, þungt yfir miðlurum vestanhafs á mánudaginn.

Óþarfi að örvænta

Fyrir flesta Íslendinga var síðastliðinn mánudagur annaðhvort síðasti frídagurinn á langri helgi eða ferðadagur fyrir þá sem höfðu brugðið sér af bæ yfir verslunarmannahelgina. Veðrið var eins og við höfum átt að venjast í sumar, rigning og… Meira