Fréttir Fimmtudagur, 8. ágúst 2024

Þorlákshöfn Mikil uppbygging er áformuð í bænum á næstu árum.

Hundraða milljarða fjárfesting

Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir verið að undirbúa næstum 450 milljarða fjárfestingu í atvinnuskapandi verkefnum í sveitarfélaginu. Ríflega 800 störf geti skapast ef þrettán þessara verkefna verða að veruleika í sveitarfélaginu og rúmlega 1.200 afleidd störf til viðbótar Meira

Dagmál Gréta María Grétarsdóttir

Augljósar aðgangshindranir á markaði

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, lágvöruverðsverslunar sem stefnt er að því að opni um miðjan þennan mánuð segir aðgangshindranir miklar á markaðnum sem komi í veg fyrir samkeppni. Þetta kemur fram í viðtali í Dagmálum sem aðgengileg eru áskrifendum á mbl.is Meira

Kárhóll Norðurljósarannsóknastöð var byggð á jörðinni.

Skuld þinglýst án athugasemda

Skilyrði í leigusamningi um samþykki kínversks leigjanda fyrir veðsetningu var ekki uppfyllt • Tæplega 180 milljóna lán Aurora Observatory í vanskilum • Byggðastofnun krefst nauðungarsölu á Kárhóli Meira

Nýtt neyslurými opnað í Borgartúni

Rauði krossinn opnaði í gær nýtt neyslurými í Borgartúni, en rýmið hefur fengið heitið Ylja. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að um mikil tímamót sé að ræða. Rauði krossinn rak áður neyslurými í bifreið sem tilraunaverkefni Meira

Þorvaldur Halldórsson söngvari

Þorvaldur Halldórsson söngvari lést að morgni mánudagsins 5. ágúst á Spáni á áttugasta aldursári eftir stutt veikindi. Þorvaldur fæddist á Siglufirði 29. október 1944 og hóf þar tónlistariðkun sem gítar- og klarinettuleikari en á menntaskólaárum… Meira

Skíðishvalur Talið er að hvalurinn sé steypireyðarkálfur en hann mældist um níu metrar á lengd þegar að björgunarsveitarmenn mældu hann í gær.

Níu metra skíðishvalur strand

Um níu metra langur skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn í gær en á endanum tókst að koma dýrinu á flot. Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar fór á vettvang til að meta ástand hvalsins en tegund hans var lengi óljós Meira

Þungaflutningar Svandís Svavarsdóttir innviðráðherra vill sjá fyrirtæki í þungaflutningum leggja meira til vegna samgönguframkvæmda.

Svarið ekki rekstrarform Vegagerðar

Atvinnufyrirtæki í þungaflutningum eigi að leggja meira til Meira

Kerlingarfjöll 160 manns komu að leitinni og fleiri voru á leiðinni þegar aðgerðum var frestað vegna gruns um að tilkynning um að ferðamenn væru í vanda við Kerlingarfjöll væri gabb.

Ekki til verðmiði á björgun mannslífa

Neyðarkall kom fram í netspjalli á vefsíðu Neyðarlínunnar • Kostnaðurinn hefur ekki verið metinn Meira

Vindorka Tvær vindmyllur hafa þegar verið reistar við Búrfell.

Geti skapað töluverðar tekjur

Árleg fasteignagjöld Dalabyggðar gætu numið á bilinu 174 – 237 m.kr. af vindorkugarði að Sólheimum í Dölum. Verði það raunin má áætla að tekjur sveitarfélagsins verði á bilinu 4,3 – 5,9 ma.kr Meira

Nafnabreytingar Afbrotamenn hafa tekið upp á því að breyta um nafn.

Kerfi lögreglunnar keyra á kennitölum

Nafnabreytingar einstaklinga hafa ekki áhrif á störf lögreglu, þar sem öll kerfi lögreglunnar keyra á kennitölum en ekki nöfnum og nafnaferill sést í kerfunum. Svo segir í skriflegu svari samskiptastjóra ríkislögreglustjóra við fyrirspurn… Meira

<strong>Öryggi</strong> Til stendur að endurskoða öryggismál í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Vantar næturvörð í Ráðhúsið?

Innbrot í Ráðhúsið í síðustu viku hefur vakið upp spurningar um hvernig öryggismálum þar sé háttað. Í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn var staðfesti Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar að tveir menn hefðu brotist inn í húsið í gegnum bílakjallara Ráðhússins Meira

Matvæli Innflutt snakk er dæmi um matvöru sem myndi lækka verulega, yrðu innflutningstollar afnumdir.

Hvetja til afnáms tolla á matvæli

Viðskiptaráð segir tolla ofurskatt á mat • Draga úr samkeppni og skerða aðgang fólks að vörum • Myndi lækka matvælaverð verulega og bæta kjör heimila • Segja tolla draga úr úrvali og gæðum Meira

Skissa Svona sjá forsvarsmenn flugskólans fyrir sér að gæti nýbyggingar við Nauthólsveg verið. Mál er á frumstigi.

Vilja reisa fræðslusetur fyrir flugið

Flugskóli Reykjavíkur reifar byggingarhugmyndir fyrir Isavia • Skýli og skólahús á þremur hæðum • Fjölgun í flugnáminu • Halda kynningardag fyrir áhugasama flugnema í næstu viku Meira

Ásthildur Sturludóttir

Lóðir klárar fyrir nýja heilsugæslu

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar segir í samtali við blaðið að málefni heilsugæslu á Akureyri séu í höndum ríkisins og að heilbrigðisráðherra verði að svara fyrir hvar það er statt. Hún segir að bærinn sé með lóðir klárar og ekkert hafi staðið á bænum Meira

Uppbygging Íbúðirnar 18 sem eru til sölu í Hveragerði eru í húsunum fjórum í forgrunni myndarinnar.

Fyrir fólk sem hugar að heilsunni

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands setur í sölu 18 íbúðir við Lindarbrún í Hveragerði l  Íbúðirnar kosta 114-209 milljónir króna l  Forstjóri NLFÍ segir mikið spurt um nýju íbúðirnar Meira

Skagafjörður Minnisvarði skáldsins á Arnarstapa nærri Víðimýrarseli.

Ættland rís úr sjó

Þegar ms. Gullfoss kom til Íslands um miðjan júní úr Ameríkusiglingu var skáldið Stephan G. Stephansson þar á meðal farþega. Hann var hér að vitja heimalands síns sem hann hafði yfirgefið 44 árum fyrr, þá 19 ára sveitapiltur Meira

Reykjavík Hús Jóns Magnússonar forsætisráðherra að Hverfisgötu 21 sem reist var árið 1912. Enn eitt af glæsilegustu húsum borgarinnar, enda er arkitektúr þess einstakur.

Birgðir sjeu fyrir hendi

Sjálfstæðisbarátta og safnað í sarpinn • Jón Magnússon varð fyrstur manna forsætisráðherra • Skipin sigla til landsins hlaðin varningi Meira

Skattar á atvinnuhúsnæði hækka

Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði taldir 39 milljarðar • 7% hækkun milli ára • 50% hækkun að raunvirði á áratug • Hærri skattar en erlendis • Reykjavíkurborg treg til að lækka • Neikvæður hvati Meira

Dagur og Einar báðir í París

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur ferðaðist nýlega til Parísar til að sækja setningarathöfn Ólympíuleikanna á vegum Reykjavíkurborgar, en Einar fékk boð frá borgarstjóra Parísar, Anne Hidalgo, um að sækja athöfnina Meira

Móðir &bdquo;Miklar kröfur sem getur reynst ungu fólki erfitt að standa undir. Þetta verður að breytast,&ldquo; segir Heiður.

Hugurinn fylltist ranghugmyndum

Í minningu sonar sem svipti sig lífi • „Þurfti ekki að fara svona“ • Efasemdir voru honum um megn • Halda minningu Hjalta Þórs á lofti • Gerði allt upp á 10 • Styrkja unga stærðfræðinga til náms Meira

Nærri 450 milljarða fjárfesting

Þrettán atvinnuþróunarverkefni af ýmsu tagi eru langt komin í undirbúningi í Sveitarfélaginu Ölfusi l  Bæjarstjórinn segir framvindu verkefnanna meðal annars komna undir viðbrögðum stjórnvalda Meira

Tvöfalt líf Jørn Lier Horst var rannsóknarlögreglumaður um árabil en stóð að lokum á krossgötum.

„Það er alltaf einhver sem veit…“

Norski metsöluhöfundurinn Jørn Lier Horst lifði tvöföldu lífi • Lesefni aldrei sparað í uppvexti • Fyrsta bókin byggðist á einu af fyrstu lögreglumálum hans • Varð að skapa nýja norska hetju Meira

Kalifornía Gestur pantar koffínlausan mokka með möndlumjólk og mintu.

Alþjóðlega kaffihúsið

Starbucks var stofnað í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna árið 1971. Nafnið var dregið af hinum jarðbundna 1. stýrimanni á hvalfangaranum Pequod í skáldsögu Hermans Melvilles um Moby Dick. Það var þó ekki fyrr en rúmum áratug síðar, sem litla… Meira

Starbucks nemur land á Íslandi

Útbreiddasta kaffihúsakeðja heims á leið til landsins • Íslendingar í fremstu röð kaffisvelgja • Berjaya rekur þegar um 400 Starbucks-staði • Nokkrir staðir að líkindum opnaðir á næsta ári Meira

Á heimleið Yunus sést hér á De Gaulle-flugvellinum í París í fylgd franskra lögregluþjóna.

Binda miklar vonir við Nóbelshafann

Nóbelsverðlaunahafinn Muhammad Yunus sagði í gær að samlandar sínir í Bangladess ættu að halda ró sinni og búa sig undir það að reisa landið upp á ný eftir valdatíð Sheikh Hasina, sem flúði til Indlands á mánudaginn Meira

Ögrun Pútín Rússlandsforseti fundaði með þjóðaröryggisráði sínu í gær vegna aðgerða Úkraínuhers í Kúrsk.

Sakar Úkraínu um ögrun

Pútín fundaði með þjóðaröryggisráðinu vegna aðgerða Úkraínumanna í Kúrsk • Rússar segjast hafa stöðvað sókn Úkraínu • Ein stærsta aðgerð Úkraínumanna Meira

Bandaríkin Jerome Powell seðlanbankastjóri Bandaríkjanna reynir að róa mannskapinn en ekki með ýkja miklum árangri.

Höktir í efnahags- aflvélum heimsins

Meðan Íslendingar drukku í sig sumarúrhellið á Íslandi á frídegi verslunarmanna misstu kaupahéðnar fjármálamarkaðarins mikið af þeim guðsótta, sem kollegar þeirra erlendis fylltust á mánudag, því þar er fyrrnefndur frídagur einhverra hluta vegna ekki virtur Meira

Terta Fólk þarf að vanda sig svo kakan verði falleg og lyftist vel. Ekki brussast áfram og hræra allt saman í einu. Þessi kaka þarf að bakast í réttri röð.

Djöflaterta með smjörkremi

Það jafnast fátt á við góða djöflatertu en til þess að hún verði sem best skiptir máli að hræra hana saman í réttri röð og koma fram við hráefnin af virðingu. Ekki henda öllu í skál og brussast áfram. Það er til dæmis alveg stranglega bannað að setja hrærivélina á hæsta styrk og sjá hveitið og sykurinn þyrlast upp um alla veggi. Meira

Heimsókn Gísli Jökull hér um borð í Viking Venus. Eiginkona hans Eygló Dís Alfreðsdóttir og börnin tvö, Ísabella Sara og Jóel Dan, með á myndinni.

Skemmtiferðaskipið líður vel á hafinu

„Þetta er gott sjóskip, sem líður vel á hafinu og fer vel með fólk um borð. Að komast í svona sjómennsku var alltaf draumurinn, þó fjarlægur væri. En þetta varð veruleiki og nú tökum við Norðurhöf og svo verður gert út á Miðjarðarhafið í haust Meira