Fréttir Mánudagur, 16. september 2024

Hvítserkur Kletturinn nýtur sífellt meiri vinsælda meðal ferðamanna.

Allt að 126% fjölgun milli ára

Aðsókn að helstu náttúruperlum landsins jókst talsvert milli ára. Dæmi eru um að aðsóknin hafi aukist um þriðjung og allt upp í 126% raunar. Eftir að fréttir bárust af afbókunum ferðamanna og yfirlýsingar voru á lofti um vonbrigðasumar í… Meira

Pólland Björgunarmenn í þorpinu Rudawa sjást hér sigla á bát milli húsa til þess að sækja fólk sem fast var á heimilum sínum vegna flóðanna.

Átta látnir í miklum flóðum

Stormurinn Boris olli miklum usla í Mið-Evrópu • Þúsundir manna hafa flúið heimili sín • Neyðarástandi lýst yfir víða • Gert ráð fyrir meiri rigningu í dag Meira

Rútubruni Atvikið varð á föstudag.

Segja Vestfjarðagöng dauðagildru

Nýr undirskriftalisti þar sem ýtt er á að Vestfjarðagöng verði öll tvíbreið • Fulltrúi hverfisráðs segir málið einfaldlega snúa að öryggi • Listinn kemur í kjölfar rútubruna nálægt göngunum á dögunum Meira

Lögregla Dyraverðir voru handteknir fyrir líkamsárás um helgina.

Sóttu slasaðan mann í Skaftafell

Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eftir að hann féll ofan í gil við Hundafoss í Skaftafelli. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður en ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans í gærkvöldi Meira

Sætaskipti Þingmenn drógu í liðinni viku um sætaskipan í nýju stólunum í þingsalnum. En einnig urðu sætaskipti í þingnefndum, sem máli skipta.

Sætaskipti stjórnarliða í þingnefndum

Breytt í fjárlaga-, utanríkis- og efnahags- og viðskiptanefnd Meira

Breytingar Samtök iðnaðarins vilja að öðrum aðila verði falið eftirlit.

Vonast eftir samtali við stjórnvöld

Lilja Björk Guðmundsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir lögreglu ekki hafa tök á því að hafa frumkvæðisathugun á hvort fyrirtæki og einstaklingar starfi í samræmi við lög um handiðnað Meira

Heimsókn Sigríður Hagalín Björnsdóttir heimsótti tökustað Eldanna í síðustu viku. Hér er hún á milli Grímars Jónssonar og Uglu Hauksdóttur.

Stormur á fyrsta tökudegi

„Ég las bókina fyrir fjórum árum og nú er þetta loks að verða að veruleika,“ segir Grímar Jónsson kvikmyndaframleiðandi. Tökur á kvikmyndinni Eldunum , sem gerðir eru eftir samnefndri bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, hófust í síðustu viku Meira

Mikil fjölgun á vinsælustu stöðunum

Ekkert lát á aðsókn á vinsæla ferðamannastaði • Ríflega tvöfalt fleiri gestir skoðuðu Hvítserk í ár en á sama tímabili í fyrra • Styttri heimsóknir geta þýtt að afskekktari staðir verða út undan Meira

Salvör Nordal

„Það er óviðunandi að fá ekki svör“

„Við munum ítreka fyrirspurnir til ráðuneytanna þangað til við fáum svör,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna aðspurð hvað sé hægt að gera þegar stjórnvöld svari seint og illa fyrirspurnum embættisins um langa biðlista eftir þjónustu hjá hinu opinbera Meira

Sigurður Reynaldsson

Mikil sala áfengis hjá Hagkaup

„Viðtökurnar hafa verið umfram væntingar. Kúnninn er ánægður og nýtir sér þetta í meiri mæli en við áttum von á,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups um nýja vefverslun með áfengi sem var opnuð á fimmtudag og er samstarf Hagar Wine og Hagkaups Meira

ÍR-svæðið Lagt er til að þarna verði loftgæðin mæld í fyrstu atrennu.

Loftgæði verði mæld í Breiðholti

Tíu ár síðan slíkar mælingar voru framkvæmdar • Fyrst vaktað i Mjódd Meira

Dr. Carl Baudenbacher

EES bæði sterkt og sveigjanlegt

EES-sáttmálinn 30 ára og í fullu fjöri • Ægivald Norðmanna meðal EFTA-þjóða helsta vandamálið • Dómstólavæðing og óhóflegt regluverk áhyggjuefni • Íslendingar framfylga EES betur en Norðmenn Meira

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir

Meiri krafa um tæknivæðingu

„Það eru mjög margir að koma í búvísindanámið, sem er á háskólastigi, en færri eru að koma í búfræðina sem er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi og er meira verklegt nám, heldur en var á síðasta ári,“ segir Ragnheiður I Meira

Hallormsstaðaskóli Í HÍ á morgun verður skapandi sjálfbærni kynnt.

Mikil lyftistöng fyrir samfélagið

Námsleiðin skapandi sjálfbærni verður á háskólastigi frá og með haustinu 2025 og er fyrirkomulag námsins kynnt í Háskóla Íslands á morgun í hádeginu frá 12.30-13.30. Verkefnið er samstarf HÍ og Hallormsstaðaskóla og segir Bryndís Fiona Ford… Meira

Vogur Göngudeild fyrir ópíóíðafíkn er nú á sjúkrahúsinu Vogi og samið var um aukna þjónustu 2. september.

Mikilvægt að grípa ungt fólk snemma

Mikil endurskipulagning hefur verið á starfi SÁÁ síðustu misseri. Um þessar mundir er verið að meta þörf fyrir þjónustu og hvernig ber að útfæra hana að sögn forstjóra samtakanna. „Við höfum verið í mikilli endurskipulagningu hjá SÁÁ undanfarin tvö ár Meira

Trump Lífverðir fluttu Trump í öruggt skjól þegar skotin heyrðust.

Trump fluttur í öruggt skjól

Öryggisþjónusta Bandaríkjanna greindi frá því í gær að hún hefði flutt Donald Trump, fv. Bandaríkjaforseta og frambjóðanda repúblikana, í öruggt skjól af golfvelli sínum í West Palm Beach í Flórída eftir að skothvellir heyrðust í nágrenni við Trump Meira

Rúmenía Íbúar aðstoða hér eldri hjón við að yfirgefa heimili sitt í þorpinu Slobozia Conachi á laugardaginn.

„Risavaxnar hörmungar“ í Mið-Evrópu

Von der Leyen segir ESB reiðubúið til þess að aðstoða fólk Meira

Búrma Íbúar í Bagó-héraði sjást hér flýja flóðin á heimatilbúnum flekum.

Um 400 látnir vegna fellibylsins

Stjórnvöld í Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, lýstu því yfir í gær að 113 manns hefðu farist af völdum fellibylsins Yagi um helgina. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla í ríkjum Suðaustur-Asíu undanfarna viku, og hafa rúmlega 400 manns farist… Meira

Brussel Mario Draghi kynnir skýrslu sína um samkeppnishæfni Evrópu fyrir Ursulu von der Leyen; meiri samruni og opinber fjárfesting er ráðið.

Óviðráðanleg efnahagshnignun Evrópu

Valdastéttir Evrópu hafa haft réttmætar áhyggjur af efnahagslegri hnignun í álfunni undanfarinn aldarfjórðung, en þar bæta lýðfræðilegar breytingar ekki úr skák. Nú hefur hagvöxtur á evrusvæðinu nær enginn verið í hartnær tvö ár og það mun varla… Meira

Hlaupari Kjartan kemur í mark í nýliðnu maraþoni.

Sprett úr spori á tilsettum tíma

Kjartan Kristjánsson á áttræðisaldri öflugur í maraþoni Meira