Íþróttir Þriðjudagur, 13. ágúst 2024

Best Birta Georgsdóttir átti frábæran leik gegn Akureyringum.

Birta best í sextándu umferðinni

Birta Georgsdóttir sóknarmaður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Birta átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA, 4:2, laugardaginn 10 Meira

Umkringdur KR-ingurinn Luke Rae sækir að Hafnfirðingum í Vesturbænum í gær en hann lagði upp sigurmark leiksins fyrir Aron Þórð Albertsson.

Vesturbæingar fjarlægðust botnsvæðið

Aron Þórður Albertsson reyndist hetja KR þegar liðið hafði betur gegn FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. Leiknum lauk með sigri KR, 1:0, en Aron Þórður skoraði sigurmarkið á 45 Meira

Ísland Kristín Dís hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarin ár en hún á að baki 90 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Fylki.

Markmiðið að fara aftur út

Kristín Dís Árnadóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á ný • Ætlar að taka að sér leiðtogahlutverk innan liðsins og miðla af reynslu sinni Meira

Jóhann Berg var ekki með Burnley.

Gáfu tóninn án Jóhanns

Burnley vann sannfærandi sigur á Luton, 4:1, í fyrsta leik sínum í ensku B-deild karla í knattspyrnu í Luton í gærkvöldi. Liðin féllu bæði úr úrvalsdeildinni í fyrra og áttu arfaslök tímabil. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley-liðinu í gær Meira

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að…

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð. Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa Meira