Íþróttir Miðvikudagur, 14. ágúst 2024

París Már Gunnarsson er spenntur fyrir því að taka þátt í sínum öðrum Paralympics-leikum. Már keppir í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra.

Kom á óvart hve ferskur ég var

Sundmaðurinn Már Gunnarsson er á leið á sína aðra Paralympics-leika í lok mánaðarins. Hann heldur ásamt íslenska teyminu til Parísar 24. ágúst næstkomandi og keppir svo í 100 metra baksundi í S11, flokki blindra, hinn 1 Meira

Jónatan Ingi bestur í átjándu umferðinni

Jónatan Ingi Jónsson sóknarmaður Vals var besti leikmaður 18. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Jónatan Ingi átti sannkallaðan stórleik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Valur vann stórsigur gegn HK, 5:1, á Hlíðarenda sunnudaginn 11 Meira

Danski knattspyrnumaðurinn Matthias Præst verður leikmaður KR eftir…

Danski knattspyrnumaðurinn Matthias Præst verður leikmaður KR eftir yfirstandandi tímabil. Frá þessu greindi Vesturbæjarfélagið í gær en Matthias er miðjumaður Fylkis. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Fylkisliðsins sem er í neðsta sæti deildarinnar, stigi frá öruggu sæti Meira

Pólland Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson skrifaði undir eins árs samning við pólsku meistarana í Wisla Plock fyrr í sumar en hann gekk til liðs við félagið eftir tvö ár í herbúðum Nantes í efstu deild Frakklands.

Allt annað líf í Póllandi

Viktor Gísli Hallgrímsson skrifaði undir eins árs samning við pólsku meistarana • Upplifði skrítna tíma í Frakklandi þar sem hann þurfti að þjálfa sjálfan sig í tvö ár Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 13. ágúst 2024

Best Birta Georgsdóttir átti frábæran leik gegn Akureyringum.

Birta best í sextándu umferðinni

Birta Georgsdóttir sóknarmaður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Birta átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA, 4:2, laugardaginn 10 Meira

Umkringdur KR-ingurinn Luke Rae sækir að Hafnfirðingum í Vesturbænum í gær en hann lagði upp sigurmark leiksins fyrir Aron Þórð Albertsson.

Vesturbæingar fjarlægðust botnsvæðið

Aron Þórður Albertsson reyndist hetja KR þegar liðið hafði betur gegn FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. Leiknum lauk með sigri KR, 1:0, en Aron Þórður skoraði sigurmarkið á 45 Meira

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að…

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð. Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa Meira

Ísland Kristín Dís hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarin ár en hún á að baki 90 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Fylki.

Markmiðið að fara aftur út

Kristín Dís Árnadóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á ný • Ætlar að taka að sér leiðtogahlutverk innan liðsins og miðla af reynslu sinni Meira

Mánudagur, 12. ágúst 2024

Reynsla Þórir Hergeirsson ræðir við reynsluboltann Stine Oftedal, sem lauk handknattleiksferli sínum með langþráðu ólympíugulli.

Þórir stýrði Noregi til annars ólympíugulls

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann öruggan sigur á gestgjöfum Frakklands, 29:21, í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París á laugardag og tryggði sér þannig ólympíugull Meira

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagslið á Íslandi í 18…

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagslið á Íslandi í 18 ár þegar hann kom inn á sem varamaður og lagði upp jöfnunarmark Þórs á Akureyri í jafntefli gegn Njarðvík, 2:2, í 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag Meira

Garðabær Emil Atlason fagnar marki sínu fyrir Stjörnuna í jafntefli gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Emil er kominn með níu mörk í 18 leikjum.

Tvö efstu liðin urðu af stigum

Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, þegar liðin áttust við í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Breiðablik er áfram í öðru sæti, nú með 34 stig, og Stjarnan er í sjöunda sæti með 24 stig Meira

Kópavogur Leikmenn Breiðabliks fagna einu af fjórum mörkum liðsins í góðum sigri á Þór/KA á laugardag. Blikar eru nú einu stigi á eftir Val.

Blikar söxuðu á forskot Vals

Breiðablik er aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals eftir að hafa lagt Þór/KA að velli, 4:2, í viðureign liðanna í öðru og þriðja sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli á laugardag Meira

Laugardagur, 10. ágúst 2024

Fyrirgjöf Fanndís Friðriksdóttir lagði upp mark Vals fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í 1:1-jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær.

Toppliðið missteig sig

Stjarnan og Valur gerðu jafntefli, 1:1, þegar liðin áttust við í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Valur missteig sig þar með í toppbaráttunni en heldur þó toppsætinu, þar sem liðið er með 43 stig, fjórum meira en Breiðablik sem á leik til góða gegn Þór/KA í dag Meira

Sundkona Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti sig töluvert í 100 og 200 metra skiðsundum frá því á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Frumraunir og bætingar

Anton og Snæfríður náðu sínum besta árangri á ÓL • Erna og Guðlaug setja stefnuna á Los Angeles eftir fjögur ár • Hákon náði besta árangri Íslendings Meira

Föstudagur, 9. ágúst 2024

Víkin Jón Guðni Fjóluson og Aron Elís Þrándarson svekktir í gær. Víkingar eru enn í bullandi séns um að halda áfram þrátt fyrir vonbrigðaúrslit.

Allt opið þrátt fyrir vonbrigði

Íslands- og bikarmeistarar Víkings gerðu jafntefli við Flora Tallinn frá Eistlandi, 1:1, í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta á Víkingsvellinum í Fossvogi í gærkvöldi Meira

Markið brotið og leik frestað

Fresta þurfti leik HK og KR, síðasta leik 17. umferðar í Bestu deild karla í knattspyrnu, í gærkvöldi af ansi óvenjulegum ástæðum. Stuttu áður en leikurinn átti að hefjast klukkan 19.15 kom í ljós að annað markið í Kórnum í Kópavoginum væri brotið Meira

París Erna Sóley Gunnarsdóttir býr sig undir að varpa kúlunni á sínum fyrstu Ólympíuleikum á hinum magnaða Stade de France-leikvangi.

Besti árangurinn á stórmóti

Erna í 20. sæti á fyrstu leikunum l  Ætlar sér stóra hluti í Los Angeles Meira

Letsile Tebogo frá Botsvana kom fyrstur í mark og vann til síns fyrsta…

Letsile Tebogo frá Botsvana kom fyrstur í mark og vann til síns fyrsta ólympíugulls í 200 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í París í gærkvöld. Tebogo, sem er 21 árs, hljóp á 19,46 sekúndum og skaut þannig þremur Bandaríkjamönnum ref fyrir rass Meira

Fimm Már Gunnarsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Róbert Ísak Jónsson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir fyrir framan.

Fimm fara á Paralympics

Fimm íslenskir íþróttamenn eru á leið á Paralympics sem verða settir í París 28. ágúst. Á blaðamannafundi í Toyota í Kauptúni í gær voru keppendurnir fimm kynntir til leiks. Hópurinn, sem inniheldur fjóra sundmenn og eina frjálsíþróttakonu, heldur utan til Parísar 24 Meira

Fimmtudagur, 8. ágúst 2024

Tvenna Gylfi Þór Sigurðsson og Fred Saraiva eigast við í leik Fram og Vals í síðasta mánuði, þar sem Fred skoraði tvívegis fyrir Fram í 4:1-sigri.

Efri hlutinn alltaf verið markmiðið

„Mér fannst við eiga frábæra leiki í júlí,“ sagði brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred Saraiva í samtali við Morgunblaðið. Hann var besti leikmaður Bestu deildar karla í júlí samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins en hann fékk fjögur M í fjórum leikjum Fram í mánuðinum Meira

Handboltinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Í gær stýrði okkar…

Handboltinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart. Í gær stýrði okkar maður Alfreð Gíslason þýska karlalandsliðinu til sigurs í ótrúlegum leik á Ólympíuleikunum gegn gestgjöfunum í Frakklandi, sem eru einnig heims- og ólympíumeistarar Meira

Fred Saraiva var bestur í deildinni í júlí

Fred Saraiva, miðjumaður úr Fram, var besti leikmaður Bestu deildar karla í fótbolta í júlímánuði, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins. Fred fékk samtals fjögur M í fjórum leikjum Framara í deildinni í júlí og var tvisvar valinn í úrvalslið umferðarinar, bæði í 14 Meira

Evrópa Arnar Gunnlaugsson telur möguleika Víkings á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar góða en varast þó að hugsa svo langt.

Dauðafæri fyrir Víkinga

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu. Þetta er stór leikur í okkar sögu. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þessari umferð. Við mættum Lech Poznan síðast,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið Meira

Þorpið Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri Frjálsíþróttasambandsins er búinn að koma sér vel fyrir í ólympíuþorpinu í París.

Róleg en með undirliggjandi keppnisskap

„Þetta er upplifun og mjög gaman,“ sagði Guðmundur Karlsson framkvæmda- og afreksstjóri Frjálsíþróttasambandsins í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur er staddur í París til að fylgja kúluvarparanum Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur á sínum fyrstu Ólympíuleikum Meira

Spænsku knattspyrnumennirnir Álvaro Morata og Rodri hafa verið úrskurðaðir…

Spænsku knattspyrnumennirnir Álvaro Morata og Rodri hafa verið úrskurðaðir í eins leiks bann af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna söngva í fagnaðarlátum eftir að spænska landsliðið tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í Þýskalandi fyrr í sumar Meira