Viðskiptablað Miðvikudagur, 14. ágúst 2024

Þorbjörg Jensdóttir frumkvöðull og stofnandi Icemedico.

Í kappi við tímann að tryggja sér einkaleyfi

Icemedico vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja einkaleyfi á lyfjabættu HAp+ áður en einkaleyfi grunnvörunnar rennur út á næsta ári. Meira

Arðsemin heldur áfram að minnka

Magdalena Anna Torfadóttir Íslenska bankakerfið hefur ekki verið neðar í evrópskum samanburði EBA á arðsemi eigin fjár frá upphafi heimsfaraldursins árið 2020. Meira

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir í svari sínu að ekki standi til að ráðast í endurskoðun á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels.

Ekki standi til að endurskoða samning

Ekki hefur verið ráðist í heildaruppfærslu á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels og engar fyrirætlanir eru uppi um það að svo stöddu. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata um það hvort… Meira

Á þessu ári hafa þegar komið nærri 2.000 nýjar íbúðir inn á markaðinn.

Verð gæti hækkað mikið á næstu árum

Magdalena Anna Torfadóttir Hagfræðingar segja að fasteignaverð geti hækkað umtalsvert á næstu árum. Hækkanir gætu orðið allt að 10% á ársgrundvelli. Meira

Trump og Xi Jingping þykja báðir harðir í horn að taka í alþjóðamálum.

Kínverjar uggandi yfir öðru tollastríði

Sveinn Valfells Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana hyggst hækka tolla á kínverskar vörur um 60%. Meira

Brian Niccol hafði verið forstjóri Chipotle frá 2018 og náð góðum árangri með skyndibitakeðjuna. Tekjur hafa nær tvöfaldast og hagnaður aukist.

Starbucks sækir ­forstjóra til Chipotle

Brian Niccol var í gær ráðinn forstjóri alþjóðlegu kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Hann var áður forstjóri skyndibitakeðjunnar Chipotle. Niccol tekur við starfinu af Laxman Narasimhan, sem var forstjóri í aðeins 16 mánuði Meira

Ólympíuleikarnir voru síðast haldnir í París árið 1924. Ráðist var í umtalsverðar endurbætur á innviðum borgarinnar til að halda leikana nú í sumar.

Hvað kosta Ólympíuleikar?

Sveinn Valfells Nýafstaðnir Ólympíuleikar í París voru þeir sjöttu dýrustu í sögunni. Kostnaður fór langt fram úr áætlun. Meira

Hákon og Tobba hafa þekkst frá því þau voru unglingar og hafa keppt saman fyrir Íslands hönd. Nú keppa þau saman að því að þróa nýja vöru.

Keppast við að koma HAp+ með lyfi á markað

Andrea Sigurðardóttir ​Þorbjörg Jensdóttir, kölluð Tobba, stofnandi Icemedico, og Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, kepptu saman fyrir Íslands hönd í hlaupaíþróttum á sínum yngri árum. Það má segja að þau hafi tekið þráðinn upp aftur, nú í langhlaupi við að fjármagna og ljúka klínískum rannsóknum á svokallaðri lyfjaferju, til þess að tryggja sér einkaleyfi á henni áður en einkaleyfi grunnvörunnar, HAp+, rennur út. Meira

Tólf ára bið er eftir flöskum frá víngerðinni Screaming Eagle.

Örninn hlakkar

Ég á dýrmætar æskuminningar frá því þegar pabbi benti mér á steininn þar sem örninn sat. Það var oftast í Austur-Barðastrandarsýslu, gjarnan í Vatnsfirði sem er sannarlega einn fegursti staður jarðar Meira

Krepputal

” Fyrir langtímafjárfesta í góðri stöðu getur niðursveifla eða kreppa jafnvel verið gott tækifæri til að fjárfesta í góðum fyrirtækjum á mun betra verði en í venjulegu árferði, stundum vegna þess að aðrir fjárfestar í miður góðri stöðu eru þvingaðir til að taka óskynsamlegar ákvarðanir um sölu. Meira

Samkeppnishæfni á ­umbreytingatímum

” Það fylgja því bæði áskoranir og tækifæri að starfa á markaði sem breytist jafn ört og í dag Meira

Fríðleiksmenn í gleðigöngu í Madrid fyrr í sumar. Samkynhneigðir sæta mismunun víða, en þó sennilega ekki á íslenskum vinnumarkaði.

Mikið drama á veikum forsendum

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Saígon Fullyrðingar um að tilteknum hópum sé mismunað á vinnumarkaði halda yfirleitt engu vatni. Fólk sem vill inngrip og afskipti lætur það samt ekki stoppa sig. Meira

Nadine Guðrún leiðir nýtt samskipta- og markaðssvið flugfélagsins Play. Ólíkt því sem áður var mun sviðið heyra beint undir forstjóra félagsins.

Þurfum alltaf að vera á tánum

Nadine Guðrún tók nýlega við stöðu forstöðumanns samskipta- og markaðsmála hjá flugfélaginu Play, en hún hefur starfað hjá félaginu frá 2021. Hún segist hafa brennandi áhuga á markaðsmálum og hlakkar því mikið til að koma að þeim í meira mæli Meira

Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Kalla ­eftir vaxtarsprota

Samtök iðnaðarins óska nú eftir tilnefningum fyrir vaxtarsprota ársins 2024, en Vaxtarsprotinn er viðurkenning sem veitt er sprotafyrirtæki sem sýnt hefur mestan hlutfallslegan vöxt á síðasta ári. Skilafrestur til að senda inn tilnefningu er til 19 Meira

Sólveig R. Gunnarsdóttir fjármálaráðgjafi er gestur Dagmála á mbl.is.

Segir yfirdrátt skárri kost en smálán

Magdalena Anna Torfadóttir Sólveig R. Gunnarsdóttir fjármálaráðgjafi segir mikilvægt að fólk forgangsraði sparnaði sínum. Meira

Til að baka sósíalistaköku þarf kapítalisma

Inni á facebooksíðu Sósíalistaflokksins, inn á milli netníðsins þar sem viðskiptamönnum er líkt við Pablo Escobar og Al Capone og boðaðar eru byltingar um svörtustu hugmyndir sögunnar, má finna þessa huggulegu mynd hér að ofan úr kaffiboði á vegum flokksins Meira