Íþróttir Föstudagur, 16. ágúst 2024

Skalli Ögmundur Kristinsson markvörður Vals og Ísak Snær Þorvaldsson sóknarmaður Breiðabliks eigast við í leiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Blikar nýttu færin betur á Hlíðarenda

Anton Ari Einarsson átti frábæran leik í marki Breiðabliks þegar liðið heimsótti Val á Hlíðarenda í frestuðum leik úr 16. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í gær en leiknum lauk með sigri Breiðabliks, 2:0 Meira

Barátta Sauðkrækingurinn Jordyn Thodes og Víkingurinn Gígja Valgerður Harðardóttir eigast við í leik Víkings og Tindastóls í Fossvoginum.

Skoruðu fimm á 50 mínútum

Víkingur úr Reykjavík skoraði fimm mörk á fimmtíu mínútum þegar liðið tók á móti Tindastóli í 17. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Fossvoginum í gær. Leiknum lauk með stórsigri Víkings, 5:1, en Linda Líf Boama skoraði tvívegis fyrir Víkinga á fyrstu sex mínútum leiksins Meira

Gleði Framarar unnu mikilvægan sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Birna hetja Fram í Vestmannaeyjum

Birna Kristín Eiríksdóttir reyndist hetja Fram þegar liðið heimsótti ÍBV í Vestmannaeyjum í 15. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með naumum sigri Fram, 2:1, en Birna skoraði sigurmarkið á 66 Meira

Leiðtogi Danielle Rodriguez hlaut íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs en hún hefur leikið með Stjörnunni, KR og Grindavík hér á landi.

Danielle Rodriguez í landsliðshópnum

Danielle Rodriguez er á meðal þeirra 18 leikmanna sem eru hluti af æfingahópi íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik. Rodriguez er fædd í Bandaríkjunum en hlaut íslenskan ríkisborgararétt í lok síðasta árs og er því gjaldgeng í íslenska liðið Meira

Skoraði Aron Elís Þrándarson gerði fyrra mark Víkings er hann fórnaði sér fyrir málstaðinn í vítateig Flora Tallinn í eistnesku höfuðborginni.

Víkingar í vænlegri stöðu

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík eru einu einvígi frá því að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir sterkan útisigur á Flora Tallinn frá Eistlandi í eistnesku höfuðborginni í gær, 2:1 Meira

Körfuknattleikskonan Daniela Wallen leikur ekki áfram með Keflavík á næstu…

Körfuknattleikskonan Daniela Wallen leikur ekki áfram með Keflavík á næstu leiktíð, en hún hefur verið einn besti leikmaður kvennaliðs félagsins undanfarin fimm tímabil. Keflavík kvaddi leikmanninn á Facebook í gær og þakkaði henni innilega fyrir vel unnin störf, innan sem utan vallar, undanfarin ár Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 15. ágúst 2024

París Vésteinn Hafsteinsson var ráðinn afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í janúar á síðasta ári en hann fylgdi Íslendingunum til Parísar.

Sáttur við frammistöðuna

Vésteinn Hafsteinsson vill sjá 15-20 íslenska keppendur á leikunum árið 2028 l  Aðalmarkmiðið að koma afreksstefnunni á laggirnar og tryggja henni fjármagn Meira

Það er ekki laust við smávægileg fráhvarfseinkenni nú þegar…

Það er ekki laust við smávægileg fráhvarfseinkenni nú þegar Ólympíuleikunum í París er lokið. Eins og ávallt var um frábæra skemmtun að ræða. Þrátt fyrir að bakvörður hafi mikinn áhuga á fjöldanum öllum af íþróttum eru ekki nægilega margar… Meira

Fyrirliðar Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Vals og Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks með bikarinn í gær.

Bestu liðin mætast

Valur og Breiðablik í úrslitum í annað sinn á þremur árum • Valur hefur unnið bikarinn 14 sinnum og Breiðablik 13 sinnum • Fyrirliðarnir reikna með stáli í stál Meira

Miðvikudagur, 14. ágúst 2024

París Már Gunnarsson er spenntur fyrir því að taka þátt í sínum öðrum Paralympics-leikum. Már keppir í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra.

Kom á óvart hve ferskur ég var

Sundmaðurinn Már Gunnarsson er á leið á sína aðra Paralympics-leika í lok mánaðarins. Hann heldur ásamt íslenska teyminu til Parísar 24. ágúst næstkomandi og keppir svo í 100 metra baksundi í S11, flokki blindra, hinn 1 Meira

Jónatan Ingi bestur í átjándu umferðinni

Jónatan Ingi Jónsson sóknarmaður Vals var besti leikmaður 18. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Jónatan Ingi átti sannkallaðan stórleik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Valur vann stórsigur gegn HK, 5:1, á Hlíðarenda sunnudaginn 11 Meira

Danski knattspyrnumaðurinn Matthias Præst verður leikmaður KR eftir…

Danski knattspyrnumaðurinn Matthias Præst verður leikmaður KR eftir yfirstandandi tímabil. Frá þessu greindi Vesturbæjarfélagið í gær en Matthias er miðjumaður Fylkis. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Fylkisliðsins sem er í neðsta sæti deildarinnar, stigi frá öruggu sæti Meira

Pólland Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson skrifaði undir eins árs samning við pólsku meistarana í Wisla Plock fyrr í sumar en hann gekk til liðs við félagið eftir tvö ár í herbúðum Nantes í efstu deild Frakklands.

Allt annað líf í Póllandi

Viktor Gísli Hallgrímsson skrifaði undir eins árs samning við pólsku meistarana • Upplifði skrítna tíma í Frakklandi þar sem hann þurfti að þjálfa sjálfan sig í tvö ár Meira

Þriðjudagur, 13. ágúst 2024

Umkringdur KR-ingurinn Luke Rae sækir að Hafnfirðingum í Vesturbænum í gær en hann lagði upp sigurmark leiksins fyrir Aron Þórð Albertsson.

Vesturbæingar fjarlægðust botnsvæðið

Aron Þórður Albertsson reyndist hetja KR þegar liðið hafði betur gegn FH í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. Leiknum lauk með sigri KR, 1:0, en Aron Þórður skoraði sigurmarkið á 45 Meira

Best Birta Georgsdóttir átti frábæran leik gegn Akureyringum.

Birta best í sextándu umferðinni

Birta Georgsdóttir sóknarmaður Breiðabliks var besti leikmaður 16. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Birta átti mjög góðan leik og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þegar Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA, 4:2, laugardaginn 10 Meira

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að…

Íþróttir fara aldrei í frí. Sama hvaða dag ársins er um að ræða er hægt að sjá einhvern íþróttaviðburð. Síðustu tvær vikur hefur allt snúist um Ólympíuleikana í París. Þar sýndi besta íþróttafólk heimsins listir sínar og áttum við Íslendingar nokkra fulltrúa Meira

Ísland Kristín Dís hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn undanfarin ár en hún á að baki 90 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Fylki.

Markmiðið að fara aftur út

Kristín Dís Árnadóttir er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á ný • Ætlar að taka að sér leiðtogahlutverk innan liðsins og miðla af reynslu sinni Meira

Mánudagur, 12. ágúst 2024

Garðabær Emil Atlason fagnar marki sínu fyrir Stjörnuna í jafntefli gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Emil er kominn með níu mörk í 18 leikjum.

Tvö efstu liðin urðu af stigum

Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, þegar liðin áttust við í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Breiðablik er áfram í öðru sæti, nú með 34 stig, og Stjarnan er í sjöunda sæti með 24 stig Meira

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagslið á Íslandi í 18…

Aron Einar Gunnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir félagslið á Íslandi í 18 ár þegar hann kom inn á sem varamaður og lagði upp jöfnunarmark Þórs á Akureyri í jafntefli gegn Njarðvík, 2:2, í 1. deildinni í knattspyrnu á laugardag Meira

Reynsla Þórir Hergeirsson ræðir við reynsluboltann Stine Oftedal, sem lauk handknattleiksferli sínum með langþráðu ólympíugulli.

Þórir stýrði Noregi til annars ólympíugulls

Norska kvennalandsliðið í handknattleik, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann öruggan sigur á gestgjöfum Frakklands, 29:21, í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í París á laugardag og tryggði sér þannig ólympíugull Meira

Kópavogur Leikmenn Breiðabliks fagna einu af fjórum mörkum liðsins í góðum sigri á Þór/KA á laugardag. Blikar eru nú einu stigi á eftir Val.

Blikar söxuðu á forskot Vals

Breiðablik er aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals eftir að hafa lagt Þór/KA að velli, 4:2, í viðureign liðanna í öðru og þriðja sæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli á laugardag Meira

Laugardagur, 10. ágúst 2024

Fyrirgjöf Fanndís Friðriksdóttir lagði upp mark Vals fyrir Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur í 1:1-jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í Garðabænum í gær.

Toppliðið missteig sig

Stjarnan og Valur gerðu jafntefli, 1:1, þegar liðin áttust við í 16. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi. Valur missteig sig þar með í toppbaráttunni en heldur þó toppsætinu, þar sem liðið er með 43 stig, fjórum meira en Breiðablik sem á leik til góða gegn Þór/KA í dag Meira

Sundkona Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti sig töluvert í 100 og 200 metra skiðsundum frá því á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Frumraunir og bætingar

Anton og Snæfríður náðu sínum besta árangri á ÓL • Erna og Guðlaug setja stefnuna á Los Angeles eftir fjögur ár • Hákon náði besta árangri Íslendings Meira