Ýmis aukablöð Föstudagur, 16. ágúst 2024

Þessa mynd er ég að sauma út þessa dagana. Ég hélt að þetta væri kona en þetta er víst karl, samtímalistamaðurinn Grayson Perry.

Kona skráir sig á þjóðbúninganámskeið

Það er nauðsynlegt að staldra við reglulega og skoða hvernig mætti endurskipuleggja tilveruna til þess að fá aðeins meira út úr verunni hérna í samfélagi manna. Ef fólk er á harðahlaupum upp metorðastigann getur hjálpað að bæta við sig þekkingu til að flýta fyrir framanum Meira

Auður Kristín Pétursdóttir var tíu ára gömul þegar hún ákvað að hún ætlaði að verða læknir.

Hafði dreymt um að verða læknir frá tíu ára aldri

Auður Kristín Pétursdóttir var tíu ára gömul þegar hún ákvað að hún ætlaði að verða læknir þegar hún yrði stór. Sumarið 2023, rúmum 16 árum síðar, útskrifaðist hún sem læknir frá Jessenius-læknadeild Comenius-háskólans í Martin í Slóvakíu. Meira

Litlar gúrkur henta vel í nestisboxið.

Sparaðu með því að taka nesti

Það getur verið ansi freistandi að stelast út í sjoppu í skólanum og kaupa eitthvað í gogginn. Sjoppuferðirnar geta þó verið ansi dýrar og oft og tíðum verður ekki hollasti kosturinn fyrir valinu. Þegar garnirnar byrja að gaula verður majonessamlokan, kókflaskan og súkkulaðistykkið ansi freistandi. Til þess að koma í veg fyrir að falla í þessa gryfju er gott að vera með þægilegt nestisbox og skipuleggja nestið kvöldið áður. Hér eru nokkrar hugmyndir. Meira

„Ég er á tvöföldum styrk, náms- og íþróttastyrk sem dekkar um 60% af námskostnaðinum og í styrknum er í raun mjög mikið. Allir tímarnir, æfingarnar, bækurnar og bæði húsnæði og fæði. Ég er ekki á námslánum en foreldrar mínir styrkja mig,“ segir Birta.

Fékk tilboð frá nokkrum skólum í Bandaríkjunum

Fyrir um það bil einu ári síðan hélt Birta Rún Smáradóttir til Pennsylvaníu-ríkis til að leggja stund á nám í lífefnafræði en hún hafði aldrei komið áður til Bandaríkjanna. Hún segist hafa verið bæði spennt og kvíðin í senn en foreldrar hennar fóru með út til að hjálpa henni að koma sér fyrir. Hún fékk góðan styrk frá skólanum út á sund sem hún hefur æft frá ungaaldri. Meira

Ýr segir það hafa gengið furðu vel að tvinna saman námið, móðurhlutverkið og fyrirtækjareksturinn, en hún er þakklát fyrir að eiga gott bakland.

Skráði sig í lögfræði eftir vesen vegna galla í fyrstu fasteign

Síðustu ár hafa verið annasöm hjá Ýri Guðjohnsen, framkvæmdastjóra og stofnanda verslunarinnar Attikk. Hún tók óvænta u-beygju fyrir þremur árum og skráði sig í nám við lagadeild Háskóla Íslands, en sama ár eignaðist hún sitt fyrsta barn. Meira

Björg Ingadóttir segir að það að þræða nál og tvinna sé alltaf hluti af fatahönnun þótt sníðagerð hafi gjörbreyst vegna tæknibyltingarinnar.

„Það er svo jákvæð orka í því að endurskipuleggja sig og standa á tímamótum“

Tískulandslagið er að breytast út af tækni sem samþættast gervigreind,“ segir Björg Ingadóttir, fatahönnuður og list- og verkmenntakennari. Björg hefur síðustu ár leikið leiðandi hlutverk í innleiðingu stafrænnar hönnunar á Íslandi og kennir nú áhugasömum þessa byltingarkenndu aðferð í svokölluðu örnámi í Háskólanum á Bifröst. Hún segir mikil tækifæri felast í stafrænni hönnun og að tæknin opni nýjar dyr fyrir fatahönnuði og dragi úr vistsporum. Meira

Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman segir að sumir fæðist með viðkvæmt taugakerfi og ýmislegt í uppvextinum geti gert það að verkum að fólk á erfitt með að þola sterkar tilfinningar.

„Fólk þarf ekki að eiga langa sögu um geðsjúkdóma“

Ragnheiður Haralds Eiríksdóttir Bjarman geðhjúkrunarfræðingur segir að fólk fæðist með missterkt taugakerfi og sumir þurfi meiri stuðning vegna sterkra og þungbærra tilfinninga. Í haust verður hún með námskeið í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, annars vegar fyrir fagfólk um tilfinningavanda og aðferðir sem beitt er í DAM-meðferð, og hins vegar fræðslu fyrir almenning um hvað einkennir tilfinningalegan óstöðugleika og hvernig hægt er að hlúa að eigin tilfinningalífi. Meira

Það skiptir máli að fólki líði vel á vinnustaðnum og þá þurfa ólíkir þættir að spila saman.

„Það þarf að byggja upp umhverfi þar sem það má gera mistök“

Þóra Þorgeirsdóttir, doktor í mannauðsstjórnun og lektor við Háskólann í Reykjavík, brennur fyrir mannauðsmálum, vellíðan starfsfólks og góðri vinnustaðamenningu. Hún verður með námskeið, sem ber einfaldlega titilinn Vellíðan starfsfólks, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands síðla septembermánaðar og ætlar þar að fara yfir mikilvægi þess að huga að vellíðan starfsfólks og ábyrgð stjórenda og starfsfólks í því samhengi. Meira

Erna Hrund Hermannsdóttir var með minnimáttarkend af því hún fór ekki í háskóla heldur beint út á vinnumarkaðinn eftir menntaskóla. Hún er glöð og þakklát fyrir að hafa komist inn í MBA-nám og segir það hafa veitt henni meira sjálfstraust.

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið“

Erna Hrund Hermannsdóttir hóf MBA-nám í Háskóla Íslands fyrir ári og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið. Nú er námið hálfnað og tækifæri hennar á vinnumarkaðinum strax orðin fleiri og sjálfstraustið hefur aukist til muna. Þetta er í fyrsta skiptið sem Erna er í háskólanámi. Meira