Bílablað Þriðjudagur, 20. ágúst 2024

Á þessari mynd sést vel hvað ökutækið er langt og stórt. Trukkarnir eru nokkurra áratuga gamlir og beinskiptir, og það þarf að hafa töluvert fyrir því að aka þeim.

Stundum er skyggnið ekkert

Vinnudagarnir hjá Magdalenu Nowak eru ekki eins og hjá öðru fólki, og ekki á færi hvers sem er að aka breyttum flugskeytatrukki upp á jökul. Meira

Vetnisbíllinn er mun léttari en forveri hans og kemur á óvart hversu hljóðlátur hann er jafnvel á verstu vegum.

Vetnisbíll gefur miklar væntingar

Blaðamaður reynsluók frumgerð af vetnis­drifnum Toyota Hilux sem er eins og dísilbíll nýkominn úr megrun. Meira

Það er vissara að hafa góða vindskeið á bíl með 2.078 hestöfl.

Rimac fer út fyrir öll velsæmismörk

Króatíski framleiðandinn Rimac hefur upplýst að félagið muni smíða 40 eintök af kappakstursbrautarútgáfu rafbílsins Nevera. Nevera vakti mikla athygli þegar bíllinn kom á markað árið 2021 enda 1.888 hestafla tryllitæki Meira

Er ekki lítill þótt hann sé smár

LBX er nýjasta, minnsta og ódýrasta viðbótin við Lexus-‌fjölskylduna en er ekki síðri en eldri systkinin. Meira

Þó að bíllinn hafi allt annað útlit en Huracán sést það langar leiðir hvar Temerario á heima í ættartré Lamborghini. Allt bendir til að bifreiðin sé einstaklega vel heppnuð.

Nýtt skrímsli mætir til leiks

Temerario tekur við af Huracán sem „litli“ sportbíllinn hjá Lamborghini. Meira

Bíll af gerðinni Zeekr 001. Fyrirtækið er ungt en hefur farið af stað með krafti, einkum á Asíumarkaði.

Metnaðarfullur kínverskur framleiðandi slær met í hleðsluhraða

Kínverski rafbílaframleiðandinn Zeekr, dótturfélag Geely Auto, kveðst hafa þróað nýja tegund rafhlöðu fyrir rafbíla sem má hlaða mun hraðar en áður hefur þekkst. Rafhlöðuna er að finna í nýjasta stallbak fyrirtækisins, sem fengið hefur nafnið 007,… Meira

Mugison við Sprinterinn góða. Hann segir það ekki hafa tekið langan tíma að venjast ferðabílalífstílnum.

„Dulítil trillukarlastemning”

Tónlistarmaðurinn ástkæri Mugison er þessa dagana á tónleikaferð um landið og er stefnan sett á að spila í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum áður en árið er á enda. Þegar þetta er skrifað þræðir Mugison sveitakirkjurnar á Eyjafjarðarsvæðinu en verkefnið … Meira