Menning Þriðjudagur, 20. ágúst 2024

Fjallkonan Leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir var fjallkona þjóðhátíðardagsins í ár í Reykjavík.

Fjallkonan – síunga mær og móðir

Hún fór reyndar ekki björgulega af stað því að skipt var um hest og knapa í miðri ánni, Katrín Jakobsdóttir reið á brott, en Bjarni Benediktsson steig í hnakkinn og skrifaði nýjan formála. Meira

Einbeittur Þorleifur Gaukur leikur á pedal steel-gítar en hann nam munnhörpuleik í hinum virta Berkeley-háskóla.

Sammannlegur minnisvarði

„Mig hefur alltaf langað að gera „instrumental“ plötu,“ segir munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur • Minnist föður síns á hljómplötunni Lifelines • Stuttmynd tekin upp í Toppstöðinni Meira

Hetja Myers í hlutverki hinnar hugrökku Pip.

Rannsakar fimm ára gamalt morð

Þættirnir A Good Girl ' s Guide to Murder voru nýlega frumsýndir á streymisveitunni Netflix en um er að ræða sex þátta seríu byggða á samnefndri metsölubók Holly Jackson Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Mánudagur, 19. ágúst 2024

Flóttamannabúðir Hundruð þúsunda flúðu frá Kósóvó á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að Júgóslavía leystist upp. Á þessari mynd er unnið við að reisa tjöld í Cegrane-flóttamannabúðunum í Makedóníu.

Flótti frá Vestur-Afríku til Evrópu

Bókarkafli Í bókinni Afríka sunnan Sahara í brennidepli II , sem félagið Afríka 20:20 stendur að, eru greinar eftir fjölmarga sérfræðinga um málefni heimsálfunnar og íbúa þeirra fjölmörgu landa sem í henni eru. Hér er birt brot úr grein eftir Kristínu Loftsdóttur. Meira

Laugardagur, 17. ágúst 2024

Listakona „En sem söngkona, þá langar mig til að syngja allt.“

„Ég er mjög góð í þessu“

Goðsögnin Rickie Lee Jones heldur tónleika í Hörpu 1. september • Margverðlaunuð og plötusala í milljónum eintaka • Á nýjustu plötu sinni túlkar hún sígild lög úr amerísku söngbókinni     Meira

Ástarsaga? „Hér er á ferðinni falleg og erfið saga um heimilisofbeldi en líka ástina,“ segir gagnrýnandi.

Þetta er ekki „romcom“

Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó It Ends with Us / Þessu lýkur hér ★★★½· Leikstjórn: Justin Baldoni. Handrit: Christy Hall. Aðalleikarar: Blake Lively, Justin Baldoni, Jenny Slate, Alex Neustaedter, Isabela Ferrer, Amy Morton og Brandon Sklenar. Bandaríkin, 2024. 130 mín. Meira

Olnbogarými Á hátíðinni er hinsegin bókmenntasena tekin út fyrir sviga og hún rædd út frá eigin forsendum.

Veita súrefni inn í umræðuna

Queer Situations er bókmenntahátíð sem leggur áherslu á hinsegin bókmenntir í margvíslegum skilningi • Haldin í fyrsta sinn dagana 22.-24. ágúst • Von á alþjóðlegum stjörnum til landsins Meira

Afbragð Auður Ýr sér um myndirnar í bókunum um Úlf og Ylfu.

Álfar, drekar, maurar og minningar

Dreki í sumarfríi Úlfur og Ylfa: Sumarfrí ★★★½· Eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur. Myndlýsing Auður Ýr Elísabetardóttir. Salka, 2024. Innbundin, 40 bls. Sumarfrí er önnur bókin um þau Úlf og Ylfu, bestu vinkonu hans Meira

Joe Rogan Ekki er öllum gefið að skipta um rás.

Geðþekkur en ófyndinn Rogan

Æ, ég ímyndaði mér að eftir endalausar útsendingar frá Ólympíuleikunum væri maður til í að horfa á hvað sem er og finnast það betra. Ónei. Joe Rogan er vinsælasti hlaðvarpsstjóri heims, viðkunnanlegur náungi, óhræddur við óvanalegar skoðanir, leyfir … Meira

Föstudagur, 16. ágúst 2024

Útsaumur Verkið „Andar sem unnast“ (2023-4) fjallar m.a. um sprengikraft ástarinnar.

Þræðirnir liggja til allra átta

Sýningin Heimtaug opnuð í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði • Fjallar um það að eiga heima og að róta sig • Eins og kartöflur í kaldri og rakri mold • Hvenær er maður einhvers staðar að? Meira

Annað líf Úkraínsk börn horfa til sólar í heimildarmyndinni Temporary Shelter, á íslensku Tímabundið skjól.

Ástandið hér og nú á Ásbrú

Fjallað er um líf flóttamanna frá Úkraínu hér á landi í heimildarmynd Anastasiu Bortuali, Tímabundið skjól • Sýn Bortuali var kristaltær, segir framleiðandinn Helgi Felixson Meira

Fimmtudagur, 15. ágúst 2024

Saumur að framan Frá tískusýningu Miu Miu fyrir haust/vetur 2024-2025.

Eru níðþröngu gallabuxurnar komnar aftur?

Það hefur tekið marga þó nokkurn tíma að venjast víðum gallabuxum eftir að þær þröngu duttu úr tísku. Meira

Tónlistarpar Steinunn og Gnúsi hafa samið mikið saman en úr því samstarfi hafa komið ýmsir gullmolar.

Tungukossar enn markmiðið

Á köldum kvöldum er fyrsta lagið af komandi sólóplötu Steinunnar Jónsdóttur. Meira

Bakgarðurinn „Árið 1990 vorum við Einar Falur Ingólfsson báðir að vinna sem ljósmyndarar á Morgunblaðinu. Það ár keypti ég mitt fyrsta málverk af Stórval. Einar Falur tók myndina af okkur í bakgarði heimilis hans og vinnustofu,“ segir Börkur Arnarson eigandi i8 gallerís við Tryggvagötu en sýningin Fjallið innra stendur til 5. október.

Bóndinn sem gerðist listamaður

Í ár eru þrjátíu ár frá andláti Stórvals • Fjölbreytt og fágæt verk til sýnis • Handbragð og heiðarleiki listamannsins bersýnilegur • Myndlist Stórvals sýnd öll sú virðing sem hún á skilið Meira

Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson segir viðurkenninguna gífurlega.

Ljósbrot í forvali

Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson er meðal þeirra mynda sem valdar hafa verið til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Variety var meðal þeirra miðla sem greindu frá tíðindunum í gær en þar kom fram að forvalið væri fyrsta skrefið af… Meira

Höfundurinn Gagnrýnandi segir skáldsöguna Hrein eftir Aliu Trabucco Zerán athyglisverða og vel skrifaða.

Hver drap barnið?

Skáldsaga Hrein ★★★★· Eftir Aliu Trabucco Zerán. Jón Hallur Stefánsson þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja, 241 bls. Meira

Einn veggur sýningarinnar Vetrarmyndir, dyr, landslag, sjálfsmyndir, maður með hund og brotið tré.

Svipmyndir lands og lífs

Sláturhúsið Egilsstöðum Rask ★★★★· Agnieszka Sosnowska sýnir. Ljóð: Ingunn Snædal. Sýningarstjórar: Ragnhildur Ásvaldsdóttir & Wiola Ujazdowska. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin kl. 11-16 frá þriðjudegi til föstudags, kl. 13-16 laugardaga og sunnudaga. Meira

Yara Massimo Bossetti var sakfelldur í málinu.

Truflandi samúð með morðingja?

Eitt af því sem ég hef gaman af í lífinu er að ögra sjálfri mér, sem getur vissulega verið uppbyggilegt og jákvætt – en stundum öfugt. Eins myrkfælin og ég er þá hef ég undarlega ánægju af að horfa á glæpaþætti, þrillera og heimildarmyndir um mannshvörf og morð Meira

Miðvikudagur, 14. ágúst 2024

Tónlist Á myndinni eru f.v.: Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari, Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari, Anna Elísabet Sigurðardóttir víóluleikari og Rannveig Marta Sarc fiðluleikari.

Frá Bach og Beethoven til nútímans

Klassík á Eyrinni, glæný kammertónlistarhátíð, verður haldin helgina 17.-18. ágúst á Norðurlandi • Flytja meistaraverk kammerbókmenntanna • Tónleikar í Hrísey og á Akureyri Meira

Glæsileg Donald Glover og Maya Ersknine í Mr. and Mrs. Smith, eða Herra og frú Smith, en rýnir er ánægður með frammistöðu þeirra.

Smith-hjónin í nýrri og betri útgáfu

Rómantíska ofbeldismyndin Mr. and Mrs. Smith, frá árinu 2005, er grunnurinn að miklu betri sjónvarpsþáttum sem sýndir eru á Amazon Prime. Meira