Fréttir Miðvikudagur, 21. ágúst 2024

Svartsengi Stórvirkar vinnuvélar við varnargarðinn við Svartsengi í gær, en varnargarðurinn verður 12 metra hár til að varna því að hraun flæði yfir hann.

Unnið að hækkun dag og nótt

Varnargarður við Svartsengi hækkaður enn meira • Viðbúið að vinnan taki þrjár til fjórar vikur • Dómsmálaráðuneytið veitti viðbótarheimild fyrir helgi Meira

Páll Einarsson

Gamlar eldstöðvar vakna

„Þetta eru ekki stórir skjálftar og ekki margir skjálftar, en áberandi. Það er sum sé eitthvað að gerast þarna sem ekki hefur gerst áður. Og það er mergur málsins,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í Dagmálum í dag Meira

Jón Gunnarsson

Kallar eftir róttækum breytingum

Markmið samgöngusáttmálans að greiða fyrir allri umferð • Farið verði að vinna að lausnum strax • Borgin lagst þversum í að greiða fyrir bílaumferð • Á eftir að sjá hversu raunhæfur sáttmálinn er Meira

Skaftárhlaup að hefjast

Brýnt fyrir fólki að vera meðvitað um mögulega náttúruvá Meira

Málarar Mikil rigning hefur verið í sumar og óhagstætt veður til að mála. Hefur málurum því ekki tekist að mála mikið utandyra það sem af er sumri.

Þreyttir og pirraðir á votviðrinu

Málarar landsins eru pirraðir og þreyttir, að sögn Finnboga Þorsteinssonar málarameistara, eftir slæma veðrið í sumar. Bæði hann og Kristján Aðalsteinsson formaður Málarameistarafélagsins segja að mörgum verkum hafi verið frestað vegna veðurs og… Meira

Snjólaust er í Gunnlaugsskarði eftir mikið rigningarsumar

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn. Þetta sést vel úr Reykjavík, en þegar líða tekur á sumar ár hvert mæna margir til fjallsins til að fylgjast þannig með stöðu skaflsins, sem þykir vera ágætur mælikvarði á veðráttu hvers árs Meira

Tónlist Tvíeykið Bergmál kom fram á blaðamannafundinum í gær.

Hefðin fær að ráða ríkjum á Menningarnótt

Fólk hvatt til að skilja bílinn eftir heima • Hátt í 400 viðburðir haldnir Meira

Laugarvatn Heimkynni hóps Venesúelafólks síðasta eina og hálfa árið.

Verndarstað verður lokað

Heimili því sem Vinnumálastofnun hefur starfrækt að Laugarvatni verður lokað innan tíðar. Í húsinu, þar sem áður var starfsemi húsmæðraskóla og síðar íþróttakennaradeild Háskóla Íslands, hefur frá því snemma árs í fyrra verið búsetuúrræði fyrir fólk … Meira

Bálstofa Sú sem starfrækt er í Fossvoginum mun vera sú elsta sem er í notkun á Norðurlöndum.

Sífellt fleiri landsmenn kjósa bálför

Mjög færist í aukana að Íslendingar kjósi að láta brenna sig þegar kallið kemur sem allir þurfa að hlýða. Eina bálstofa landsins er engu að síður orðin 76 ára gömul og tími kominn á endurbætur, að sögn framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnunarinnar sem rekur bálstofuna Meira

Gatnamót Ekki hefur verið farið í gerð mislægra gatnamóta á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar og gagnrýnir Jón stefnu borgarinnar.

Ekki farið eftir skilaboðum Alþingis

Umframeyðsla vonbrigði, segir fyrrv. samgönguráðherra • Ábyrgðin liggur að hluta hjá Reykjavíkurborg • Dýrari útfærslur valdar án samráðs við þingið • Tryggt verði að ekki sé farið fram hjá þingvilja Meira

Vignir Vatnar Stefánsson

Nýliðar leiða sveitir Íslands

Stigahæstu skákmenn Íslands í karla- og kvennaflokki, Olga Prudnykova og Vignir Vatnar Stefánsson, munu leiða sveitir Íslands á Ólympíumótinu í skák, sem hefst í Búdapest í Ungverjalandi í næsta mánuði Meira

Rafbyssur á næsta leiti

Almenn lögregla mun í september vopnast rafbyssum við störf sín. Vinnur ríkislögreglustjóri nú að lokaundirbúningi þess, en alls hafa 460 lögreglumenn lokið rafbyssuþjálfun. Ríkislögreglustjóri segir aðeins menntaða lögreglumenn munu bera rafbyssur og verður mikið eftirlit með notkun þeirra, m.a Meira

Eldstöðvar sem þarf að taka mark á

Aukin jarðskjálftavirkni mælist í Ljósufjallakerfinu og Hofsjökli • Kvikuvirkni undir landinu kemur í hrinum • Ekkert gefur til kynna að hamfarir séu yfirvofandi • Ekki endilega tilviljun Meira

Náttúran tekur yfir flakið

Þetta draugalega skipsflak sem legið hefur í yfir 20 ár á strönd einni á Salómonseyjum í Suður-Kyrrahafi er farið að fanga athygli erlendra ferðamanna. Þykir mörgum nú áhugavert að kaupa bátsferð að flakinu og berja það augum Meira

Sigraðir Þessir rússnesku hermenn gáfust upp fyrir innrásarliði Úkraínu og voru fluttir bundnir og blindaðir í yfirheyrslu. Varnir eru enn litlar.

Rússum gengur illa að verjast

Landvarnir Rússlands koðnuðu niður í innrás Úkraínu í Kúrsk-hérað • Mikilvægar brýr sprengdar upp og heimamenn svara innrás af veikum mætti • Pólitískur þrýstingur mun aukast á Pútín forseta Meira

Sek Dómur yfir Irmgard Furchner einkaritara hefur verið staðfestur.

Ritari fangabúðastjóra tapar áfrýjunarmáli sínu

„Grimmileg ásetningsdráp“ á föngum í Stutthof-búðunum Meira

Erfitt að fá bætt tjón vegna grjótkasts

Mjög erfitt getur verið fyrir eigendur bíla, sem verða fyrir því að steinar eða möl skemmi bílana, að fá það tjón bætt úr tryggingum. Í skilmálum kaskótrygginga hjá vátryggingarfélögum eru almennt ákvæði um að tjón af völdum þess að sandur, möl,… Meira

Brúður Á safninu er hægt að finna þó nokkrar brúður sem líkjast þeim víkingum sem hér voru og hafa þær einstaklega raunverulegt útlit.

Hyggst segja sögu Vestmannaeyinga

Hjónin Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir hafa á undanförnum tveimur árum unnið að því að gera upp Herjólfsbæ í Vestmannaeyjum, sem nú hefur verið breytt í safn. Herjólfsbærinn, sem byggður var fyrir um 20 árum, lá lengi undir… Meira