Daglegt líf Fimmtudagur, 22. ágúst 2024

Kærleikar Agnes og Chucky saman í kvöldsólinni úti í garði, en haninn sá kýs helst að vera í fangi hennar.

Gæluhaninn Chucky malar af vellíðan

Gæludýr fólks geta verið af mörgum og ólíkum tegundum, en til að öðlast traust þeirra þarf mannfólkið að gefa sér tíma og sinna þeim af natni. Gæluhaninn Chucky hefur mikla ást á mennskri móður sinni og vill fá mjúkar strokur í hálsakoti. Meira

Ofdekraður hani Chucky alsæll í sveitinni í fangi sinnar mennsku móður.

Pekin bantam-hænur þykja einkar gæfar og notalegar í umgengni

Hænur af kyni því sem heitir pekin bantam (einnig kallaðar cochin-hænur) þekkjast vel á smæðinni og fiðruðum fótum. Þær eru nokkuð kúlulaga og sumir segja þær vera einna líkastar litlum lifandi boltum Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 17. ágúst 2024

Útileikir, ævintýri og gæðastundir

Fjölbreytt hreyfing, ólíkt umhverfi og jákvæð áhrif á skynþroska barna. Skemmtilegt spil og verkefni. „Ég hef tröllatrú á leikjum í náttúrunni,“ segir Sabína Steinunn um spilið sem hún var að gefa út. Meira

Viðey Skemmtilegur staður í borginni sem þó er um margt fjarlægur.

Náttúruganga og kúmentínsla

Börnum verða sagðar þjóðsögur í Viðey í skemmtilegri náttúrugöngu þar í dag, laugardag, sem hefst kl. 13:15. Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, verður til frásagnar í þessum leiðangri. Þar verður spáð í jurtirnar og nöfn þeirra,… Meira