Fréttir Föstudagur, 23. ágúst 2024

Gagnrýna samgöngusáttmálann

Hagsmuna Reykvíkinga hefur ekki verið gætt nægjanlega vel við uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem segir að þeir greiði mest til sáttmálans Meira

Jarðeldar Hraun frá sprungunni á Sundhnúkagígaröðinni rann til austurs og vesturs frá sprungunni, sem var orðin ríflega 4km löng á miðnætti í nótt.

NÍUNDA GOSIÐ

Á svipuðum slóðum og síðasta eldgos í maí og svipað upphaf • Öflugir jarðskjálftar samfara eldgosinu, sá stærsti 4,1 að stærð Meira

Norðfjarðarkirkja Minningarstund var í kirkjunni í gærkvöldi.

Áfallamiðstöð opnuð í dag

„Við erum auðvitað bara óskaplega slegin yfir þessum hörmulegu atburðum sem hafa átt sér stað í þessari viku,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, um ástandið í sveitarfélaginu Meira

Tíu morð á einu og hálfu ári

Tíu manns hafa verið myrtir í níu manndrápsmálum á undanförnum 18 mánuðum. Fimm morð voru framin á síðasta ári. Hinn 20. apríl 2023 var pólskur maður stunginn til bana í Hafnarfirði á bílastæðinu við Fjarðarkaup Meira

Neskaupstaður Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinafræðingur aðstoðuðu við rannsókn málsins á vettvangi í gær.

Hjón myrt í Neskaupstað

Eldri hjón fundust látin í Neskaupstað í gær • Einn handtekinn vegna málsins í Reykjavík • Sérsveitin og Landhelgisgæslan leituðu hins grunaða • Ók suður á bíl hjónanna Meira

Gúrkur Á Íslandi eru framleiddar um sex milljón gúrkur, um 2.000 tonn, á ári. Mikil eftirspurn hefur verið eftir gúrkum á Íslandi að undanförnu.

Sex milljón gúrkur á ári

Mikil eftirspurn hefur verið eftir agúrkum á Íslandi undanfarnar vikur og má að einhverju leyti skýra gúrkuæði landans með vinsældum gúrkusalats á samfélagsmiðlum. Íslendingar kaupa að meðaltali sex milljón agúrkur á ári, að sögn Gunnlaugs Karlssonar, forstjóra Sölufélags garðyrkjumanna Meira

Dunhagi Nýleg mynd af byggingunni og framkvæmdunum, þar sem íbúar lögðu bílum meðan mögulegt var.

Enn erfiðara fyrir íbúa að finna stæði

Bílastæðum í Vesturbæ Reykjavíkur kemur til með að fækka enn frekar þegar framkvæmdum lýkur fyrir framan Dunhaga 18-20 í takt við stefnu Reykjavíkurborgar um að fækka bílastæðum í borginni. Meðfylgjandi er nýleg mynd af nýbyggingunni sem er… Meira

Bruni Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna brunans.

Altjón varð á skemmunni

Allt tiltækt lið Brunavarna Árnessýslu (BÁ) frá Selfossi og Þorlákshöfn var kallað til upp úr klukkan fimm í gær vegna mikils bruna á tækja- og búnaðarskemmu við Hoftún norðan Stokkseyrar. Þá var dælubíll frá Hveragerði einnig notaður við slökkvistarfið Meira

Gullinbrú Brúin er helsta samgönguæðin inn í Grafarvog.

Áhyggjur af Keldnalandi og Gullinbrú

Ráðherra gagnrýninn á áform sáttmála • Fjölbreytt lífríki í Grafarvogi Meira

Bústaðavegur Dýrasta umferðarteppa höfuðborgarsvæðisins er á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Engar bráðaaðgerðir í sáttmálanum

Umferðarstýring ekki í forgangi • Þingmaður áhyggjufullur Meira

Sveitarfélög gætu rekið garðana

Stjórnarmaður sér fyrir sér annað rekstrarfyrirkomulag hjá kirkjugörðunum Meira

Skólabörn Umboðsmaður barna hefur sent ráðuneytinu annað bréf.

Svar ráðuneytis sló ekki á áhyggjur

Svar mennta- og barnamálaráðuneytisins við erindi umboðsmanns barna hefur ekki slegið á áhyggjur embættisins af innleiðingu á nýju samræmdu námsmati og eftirliti ráðherra með framkvæmd skólastarfs. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns og af þeim… Meira

Borgarsögusafn Björk Bjarnadóttir fræðir fólkið um kúmenið í Viðey.

Kúmen er góð lækningajurt

Kúmenplantan er lækningajurt sem er góð gegn kvefi, meltingarsjúkdómum og hefur góð áhrif á konur með barn á brjósti. Þetta kom meðal annars fram í máli Bjarkar Bjarnadóttur umhverfisþjóðfræðings í árlegri kúmengöngu Borgarsögusafns Reykjavíkur í Viðey í vikunni Meira

Vinsælt er að taka þátt í hlaupinu.

Fólk muni eftir húfu á Menningarnótt

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, ráðleggur þeim sem taka vilja þátt í Menningarnótt að klæða sig vel og hafa bæði vettlinga og húfu meðferðis. Segir hann von á „þokkalega björtu veðri“ yfir daginn en kólnandi veðri með kvöldinu Meira

Afl Vindmyllurnar á Hafinu ofan við Búrfell. Til vinstri á myndinni sést Þjórsá, en handan hennar er komið í Rangárþing ytra. Innan landamæra þar og ofar í landinu á Vaðöldu stendur til að reisa um 30 myllur.

Myllur hafa meðbyr

Jákvæð viðhorf í Rangárþingi ytra til vindorkuvers en vilja meiri tekjur af náttúrugæðum • Einföld sanngirni Meira

Forsetasetrið Bessastaðir verða opnir fyrir almenning á Menningarnótt.

Halla með opið hús

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi í tilefni Menningarnætur á morgun, laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eiginmaður forseta bjóða almenningi að heimsækja Bessastaði síðan hún tók við Meira

Seljadalsnáma Fyrirhugað vinnslusvæði, innan gula rammans á myndinni, er austan við eldra efnistökusvæði.

Ætla að opna námuna í Seljadal á nýjan leik

Efni sótt í malbik sem dugi í 13-19 árl Kemur í stað innfluttra steinefna • Íbúar hafa áhyggjur af loftgæðum Meira

Reiðhjól Guðmundur keypti verslunina Hvell árið 2004 en henni verður lokað í byrjun september vegna mikils samdráttar í sölu reiðhjóla.

Reiðhjólaversluninni Hvelli lokað

Reiðhjólaversluninni Hvelli við Smiðjuveg í Kópavogi verður senn skellt í lás. Guðmundur Tómasson, eigandi og framkvæmdastjóri Hvells, segir við Morgunblaðið að þetta hafi hann orðið að gera vegna mikils samdráttar í sölu á reiðhjólum Meira

Ylur Tenerife er stærst Kanaríeyjanna og býður upp á fallegar strendur, tæran sjó og glæsilega gististaði.

Aukning í sölu sólarlandaferða

Sólarlandaferðir ekki ástæða verðbólgu • Sala ferða um jól og áramót gengur vel hjá Úrvali-Útsýn • Margir hópar hjá Aventura ákveðið að fresta ferðum frá hausti og fram á næsta vor • Þekkja heiminn Meira

Landsþing Mikill fjöldi fólks sótti landsþing bandaríska Demókrataflokksins sem lauk í Chicago í Illinois í nótt með stefnuræðu Kamölu Harris.

Landsþingi lauk með stefnuræðu

Landsþingi bandaríska Demókrataflokksins lauk í Chicago í nótt • Kamala Harris leggur áherslu á stuðning við millistétt landsins og aukið frelsi einstaklinga • Mjótt á mununum í kosningabaráttunni Meira

Demantur Mokgweetsi Masisi forseti Botsvana sýnir demantinn.

Hnefastór demantur fannst í Botsvana

Demantur sem er 2.492 karöt eða nærri hálft kíló fannst nýlega í Botsvana í Afríku. Er þetta næststærsti demantur sem fundist hefur í karötum talið en sá stærsti er Cullinan-demanturinn sem fannst í Suður-Afríku árið 1905 og var 3.016 karöt Meira

Þurfa 1,1 milljón til að hafa efni á afborgunum

Fyrstu kaupendur íbúðarhúsnæðis eiga enn erfiðara um vik en áður að komast inn á fasteignamarkaðinn. Á sama tíma standa einstaklingar og fjölskyldur frammi fyrir þröngum kostum á leigumarkaði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem… Meira

Á Gimli Dagskrá Íslendingadagsins hefst alltaf með akstri um bæinn.

Áhugaverð saga og nýtt Snorraverkefni

Þjóðræknisfélag Íslendinga var stofnað 1. desember 1939 í þeim tilgangi að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og fólks af íslenskum ættum í Vesturheimi og þjóðræknisþingið á Hótel Natura á sunnudaginn verður hápunktur 85 ára afmælisársins Meira