Fréttir Laugardagur, 24. ágúst 2024

Aurskriður féllu

Óvissustig virkjað á Tröllaskaga vegna úrhellisrigningar Meira

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Háskólanemar utan EES borgi

Áslaug Arna leggur fram frum­varp á haustþingi sem heim­il­ar op­in­ber­um há­skól­um að inn­heimta skóla­gjöld af nem­end­um frá lönd­um utan EES • Kostnaður á ódýrustu námsbrautum ekki undir milljón Meira

Norðfjarðarkirkja Samverustund og sálgæsla og stuðningur veittur.

Samfélag í sorg og áfallið mikið

„Hér er samfélag í sorg. Nú þurfum við að gera okkar besta til að þess að ná utan um fólk hér sem á um sárt að binda og þarf hjálp,“ segir sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur í Neskaupstað, í samtali við Morgunblaðið Meira

Sama stef með nýjum tilbrigðum

Meiri skjálftavirkni við upphaf goss stafaði af meiri spennu í berginu • Kraftmikil byrjun en gefst svo upp • Má búast við að gosmynstrið haldi áfram • Hægt að segja fyrir um lengd öruggra tímabila Meira

Rennsli Hraunið rann í upphafi gossins til austurs og vesturs í átt að Grindavíkurvegi en rennur nú til norðurs og er vegurinn ekki talinn í hættu.

Verulega dregið úr krafti gossins

Meginvirknin bundin við tvö svæði • Dregið úr skjálftavirkni og jafnframt hægst á aflögun Meira

Ástráður Haraldsson

Kjaraviðræður fara rólega í gang

Gerðardómur um kjör tollvarða í gang um mánaðamót • Tíð fundahöld hjá FÍH Meira

Lykilfólk Þrettán fulltrúar læra lykilþætti sjálfbærrar þróunar.

Ferð til að auka „dýpri skilning“

Borgarstjóri og oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna nema Sósíalistaflokksins áforma ferð til Malmö og Kaupmannahafnar dagana 26. til 28. ágúst næstkomandi. Alls fara 13 manns í ferðina, sjö borgarfulltrúar, þrír embættismenn, tveir fulltrúar Betri samgangna og verkefnastjóri þróunar Keldnalands Meira

Undirritun Skrifað var undir samkomulagið í gær fyrir utan Prikið.

Uppfæra samkomulag um að fyrirbyggja ofbeldi

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í gær fyrir utan skemmtistaðinn Prikið, á horni Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Markmiðið með því er að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum í Reykjavík og gera þá örugga og ofbeldislausa fyrir alla gesti og starfsfólk Meira

Ólgusjór Ásmundur Einar svarar því hvað hann hyggist gera til að hífa íslenska grunnskólakerfið upp úr ruslflokki samkvæmt mælingum PISA.

Grunnskólakerfið á beinu brautinni

Mennta- og barnamálaráðherra réttlætir lögbrot ráðuneytis síns á forsendum forgangsröðunar • Segir samræmd könnunarpróf hafa verið afnumin því þau hafi verið hætt að þjóna tilgangi sínum Meira

Norður-Víkingur Mynd frá síðustu varnaræfingu fyrir tveimur árum.

1.200 manns á varnaræfingu

Varnaræfingin Norður-Víkingur fer fram á Íslandi og hafsvæðinu í kringum landið frá næstkomandi mánudegi 26. ágúst og til 3. september. Meðal þess sem verður æft eru viðbrögð við árás á mikilvæga innviði, viðgerðir á flugbrautum eftir sprengjuárás,… Meira

Litla-Hraun á Stóra-Hraun

Óskar Bergsson oskar@mbl.is Meira

Arnarnesvegur Framkvæmdir standa nú yfir við Arnarnesveg sem er hluti af verkefnum undir hatti samgöngusáttmálans. Verklok eru áætluð 2026.

Endanlegur kostnaður óvissu háður

Stökkbreyttur kostnaður verkefna sem kveðið er á um í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hefur vakið athygli og vekur spurningar um hvernig að gerð fjárhagsáætlana hefur verið staðið, en í sáttmálanum sem undirritaður var haustið 2019 var… Meira

Fiskislóð á Granda Fjölorkustöðin verður staðsett á vesturhluta lóðarinnar, fjærst verslunum sem þar er að finna.

Grænt ljós á fjölorkustöð á Granda

Reykjavíkurborg samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir Fiskislóð • N1 hyggst koma fyrir bensíndælum og rafhleðslustöðvum • Fyrsta skrefið í því að leggja niður bensínstöð við Ægisíðu Meira

Léttir Tolli og Hákon þegar Tolli endurheimti myndina í húsakynnum björgunarsveitarinnar í gær.

Fagmenn björguðu málverkinu

Tolli Morthens endurheimti týnda málverkið í gær • Myndin verður með á sýningunni á Hafnartorgi • Björgunarsveitarmenn úr Kópavogi fundu myndina á Dómadalsleið • Gefur sveitinni málverk Meira

Forsíðan Risafyrirsögnin náði yfir þvera síðuna. Algert uppnám varð í landinu í kjölfar þingrofsins í apríl 1931.

Stríðsletrið var nú dregið fram

Þingrofið 1931 olli miklu uppnámi í landinu • Morgunblaðið dró fram stærsta fyrirsagnaletrið • Sagði forsætisráðherra hafa fengið konungsvaldið til að taka umboðið af alþingismönnum Meira

Flugsveit Um 180 liðsmenn breska flughersins taka þátt í verkefninu.

Bretar gæta loftrýmisins yfir Íslandi

Með fjórar F-35-orustuþotur • Um 180 breskir hermenn Meira

Forseti ASÍ Finnbjörn tók við embættinu á þingi ASÍ í apríl í fyrra.

Ætla að koma vel lestuð á þing ASÍ

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir 46. þing Alþýðusambands Íslands sem haldið verður 16.-18. október. Mikil málefnavinna er í gangi fyrir þingið. Fulltrúar ASÍ fóru hringferð um landið og funduðu með félagsmönnum og önnur hringferð stendur fyrir dyrum Meira

Reykjavíkurmaraþonið Þátttakendurnir sóttu gögnin sín í gær og fyrradag í Laugardalshöllina. Munu þeir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.

14.000 hlaupa á Menningarnótt

Hátt í 400 viðburðir verða haldnir í dag á Menningarnótt og munu rúmlega 14.000 landsmenn byrja daginn á að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, sem fagnar þá 40 árum. Þátttakendur sóttu gögnin sín í Laugardalshöllina á fimmtudaginn og í gær Meira

Laugavegur Fjallaskáli Ferðafélags Íslands í Emstrum þar sem fyrstu tilfelli hópsýkingarinnar komu upp í gær. Unnið er að þrifum á skálanum.

Einkennin minna á nóróveiru

Önnur hópsýkingin á Suðurlandi í ágúst • Lögreglan rannsakar málið • Telur ólíklegt að sýkinguna megi rekja til vatnsbóls staðarins • Segir engin alvarleg veikindi hafa komið upp enn sem komið er Meira

Lindarkirkja Staður viðburðar.

Kirkjudagar með fjölbreyttu efni

Kirkjudagar, sem verða í Lindakirkju í Kópavogi, hefjast á morgun, sunnudag, og standa til 1. september. Tilgangur þeirra er að vekja athygli á starfi þjóðkirkjunnar og hvetja til umræðu um trú og kirkju í samfélaginu Meira

Heimsókn Volodimír Selenskí fylgist með Narendra Modi skrifa í gestabók í forsetahöllinni í Kænugarði.

Ítrekaði hvatningu um friðarviðræður

Forsætisráðherra Indlands heitir Úkraínu mannúðaraðstoð Meira

Krabbamein Tilraunir eru hafnar með nýtt krabbameinsbóluefni.

Nýtt krabbameinsbóluefni vekur vonir

Tilraunir í sjö löndum með mRNAbóluefni gegn lungnakrabbameini Meira

Smáir Dýralæknar mæla annan pönduhúninn sem fæddist í Berlín.

Pöndutvíburar í heiminn í Berlín

Dýragarðurinn í Berlín tilkynnti í gær að pandan Meng Meng hefði fætt tvo húna í garðinum. Húnarnir komu í heiminn á fimmtudag, voru 14 sentímetra langir og vógu 136 og 169 grömm. Í tilkynningu frá dýragarðinum segir að húnunum heilsist vel og njóti umönnunar móður sinnar og sérfræðinga garðsins Meira

Alvarleg sakamál eru ekki staðbundin

Alvarleg afbrot og manndrápsmál í fámennari byggðum úti á landi á síðari árum eru vissulega nokkuð sem stingur í augun,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Sem kunnugt er fundust hjón látin í Neskaupstað í fyrradag og er talið að þeim hafi verið ráðinn bani Meira

EM 2017 Sif Atladóttir ásamt Stephanie og Andreas eftir landsleik hjá Sif.

Halda minningu Atla Eðvalds hátt á loft

Ef lesendur taka eftir hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í dag sem klæddur er í rauða fótboltatreyju með stórri ljósmynd af Atla Eðvaldssyni aftan á, þá er ljóst að þar er á ferðinni Þjóðverjinn dr. Andreas Turnsek Meira