Fréttir Mánudagur, 26. ágúst 2024

Leit Þyrla Landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar síðdegis í gær.

Banaslys varð á Breiðamerkurjökli

Alvarlegt slys er hrundi úr ísvegg yfir hóp ferðamanna Meira

Dýr og ómarkviss tekjuöflun

„Gera má ráð fyrir 120 króna meðaltekjum af hverri ferð. Þar ofan á bætist stofnkostnaður, rekstrarkostnaður, innheimtukostnaður og virðisaukaskattur. Varlega áætlað mun meðalvegatollurinn verða 200 krónur, hærri á álagstímum og lægri utan… Meira

Stunguárás Frá vettvangi árásarinnar við Skúlagötu í Reykjavík.

Þrír særðust í hnífstunguárás

Alvarleg hnífstunguárás á Menningarnótt • Þolendur árásarinnar og gerandi öll undir lögaldri • Sterkar vísbendingar um að vopnaburður ungs fólks hafi aukist • Í gæsluvarðhaldi til 30. ágúst Meira

Kampi Í Kampa á Ísafirði er unnið á nóttunni vegna orkuskerðingar.

Vinna á nóttunni vegna orkuskorts

„Kampi er fyrirtæki á skerðanlegri orku og það er árlegur viðburður að við fáum tilkynningu frá Landsneti um að ekki verði afhent skerðanleg orka og þá höfum við engan annan kost en að vinna á nóttunni,“ segir Kristján Jón Guðmundsson,… Meira

Jóhannes Þór Skúlason

Miðlun um eldgosið mun betri

Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragð almannavarna gagnvart erlendum ferðamönnum vegna eldgossins sem hófst á fimmtudag mun betra en verið hefur. Jóhannes segir að þegar fyrst gaus í nóvember í fyrra hafi… Meira

Eldgos Benedikt segir kviku eldgossins hafa leitað lengra norður.

Eldgosið óvenjulegt gos að ýmsu leyti

Skjálftavirkni á sama tíma og gosið • Eltir gömlu Sundhnúkasprunguna Meira

Reykjanesskagi Hluti neytendamarkaðssetningarinnar myndi snúa að upplýsingamiðlun vegna jarðhræringanna.

Vill setja meiri peninga í markaðssetningu

Lilja vongóð um að fjármagn fáist • Skýrist á næstu vikum Meira

Stofnbrautir Áform stjórnvalda um að rukka bifreiðaeigendur um vegatolla á stofnbrautum sæta harðri gagnrýni Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Segir vegatolla vera vanhugsaða

Almenningi refsað fyrir skipulagsmistök • 70 þúsund á ári á bíl að meðaltali • Myndir teknar af bílnúmerum í tollhliðum • Vaxandi umferðarþungi vegna andstöðu borgarinnar við bætt umferðarflæði Meira

Samgöngusáttmáli Uppfærður samgöngusáttmáli var undirritaður af ráðherrum, borgarstjóra og bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu í sl. viku.

Segir enga tilraun gerða til að leysa bráðavanda

Varaborgarfulltrúi gagnrýnir „feluleik“ við uppfærslu Meira

Miklabraut Reykjavíkurborg afþakkaði tvær göngubrýr yfir Miklubraut sem fjárlaganefnd Alþingis hafði samþykkt að leggja fjármuni í.

Alvarlegt ástand við Landspítalann

„Þegar nýja Landspítalanum var valinn staður var forsendan sú að umferðarrýmd yrði bætt að spítalanum. Fyrst var rætt um Hlíðarfót, sem blásinn hefur verið af, en það verður að koma eitthvað annað í staðinn,“ segir Guðlaugur Þór… Meira

Landslag Málverkið fræga var að mestu leyti unnið uppi á hálendi.

Málverkið sem fauk er ekki falt

Börn höfðu sérlega gaman af því að berja verkið augum • „Ekki söluvara“ Meira

Stefnumót Tunglið bætist í hóp Mars og Júpíters annað kvöld.

Tunglið, Mars og Júpíter hittast

Tunglið, Mars og Júpíter munu eiga fallegt stefnumót annað kvöld, aðfaranótt 28. ágúst. Hægt verður þá að líta eftir þeim um og upp úr miðnætti í austri. Mars og Júpíter voru þétt saman um miðjan mánuðinn og nú bætist tunglið í hópinn Meira

Flugsýn Ok, sem lengi var sagður minnsti jökull landsins, var afskráður sem slíkur árið 2014. Í innanlandsflugi Icelandair milli Reykjavíkur og Akureyrar blasir þessi staður við á þekktri línu sem flogið er samkvæmt.

Jöklarnir hopa í öllum álfum heimsins

Um 300 jöklar voru á Íslandi um aldamótin en síðan þá, á tæpum aldarfjórðungi, hafa 70 jöklar á horfið. Þetta eru litlir jöklar sem voru á stærðarbilinu 0,01-3 ferkílómetrar. Þetta segir Hrafnhildur Hannessdóttir, fagstjóri jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands Meira

Sandur Skeiðarárbrúin og nýja brúin yfir Morsá til hægri.

50 ár frá opnun hringvegar

Þeirra tímamóta að 50 ár eru um þessar mundir frá opnun hringvegarins með byggingu brúar yfir Skeiðará verður minnst næstkomandi föstudag. Þann dag, 30. ágúst, verður málþing á Hótel Freysnesi sem hefst kl Meira

Næring Fólk á öllum aldri spókaði sig í miðborginni og naut bæði menningarinnar og ýmissa girnilegra veitinga. Húfa og hamborgari var málið.

Mikið fjör á Menningarnótt

Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi á laugardag er Menningarnótt fór fram. Í mörg horn var að líta þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni. Dagurinn hófst á Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem José Sousa frá Portúgal kom fyrst­ur í mark í … Meira

Fögnuður Úkraínumenn fögnuðu sjálfstæðisdegi sínum víða.

Hvít-Rússar safna liði við landamærin

Stjórnvöld í Úkraínu sökuðu í gær Hvít-Rússa um að hafa safnað saman herliði við landamæri ríkjanna tveggja. Úkraínska utanríkisráðuneytið sendi í gær frá sér sérstaka tilkynningu, þar sem stjórnvöld í Minsk voru hvött til þess að hætta „óvinsamlegum aðgerðum“ gagnvart Úkraínu Meira

Loftárásir Einn af árásardrónum Hisbollah-samtakanna sést hér springa í loft upp eftir að loftvarnarkerfi Ísraelshers náðu að skjóta hann niður.

Stærstu loftárásir frá upphafi átaka

Ísraelsher réðst á mikinn fjölda eldflaugakerfa Hisbollah í Líbanon að fyrra bragði • Nasrallah neitar að Ísraelsmenn hafi eytt þúsundum eldflaugakerfa • Hamas-liðar og Hútar fagna árásum Hisbollah Meira

Hvalveiðibátar Hvalveiðar í atvinnuskyni hófust að nýju hér við land árið 2006 eftir langt hlé í kjölfar þess að Ísland gekk á ný í hvalveiðiráðið.

Telja rétt að leggja hvalveiðiráðið niður

Alþjóðahvalveiðiráðið gegnir engu raunhæfu hlutverki lengur og rétt væri að leggja það niður og færa verkefni þess til annarra alþjóðastofnana. Þessari skoðun lýsa ástralski vísindamaðurinn Peter Bridgewater og þrír aðrir prófessorar í náttúruvísindum í grein í tímaritinu Nature Meira

Tjarnarhlaupið 1979 Erling Ó. Aðalsteinsson hljóp á liðlega sjö mínútum og sigraði eins og 1978 en Bergþór Magnússon veitti honum harða keppni.

Einn tveir, einn tveir

Erling Ó. Aðalsteinsson sigraði tvisvar í Tjarnarhlaupinu • Náði besta árangri Íslendings í fyrsta 800 metra hlaupi Meira