Fréttir Þriðjudagur, 27. ágúst 2024

Gagnrýnir ferðir í íshella á sumrin

Rangar upplýsingar veittar • Umfangsmikilli leit lokið Meira

Sveinn Andri Sveinsson hrl.

Leitar liðsinnis annarra kröfuhafa

Dómkvaddur matsmaður telur að Sveinn Andri Sveinsson hrl. hafi, sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 ehf., skrifað á sig of margar vinnustundir við slit á búinu auk þess að hafa innheimt of hátt tímagjald Meira

Huggulegt Rólegt var um að litast í Básum á sunnudaginn.

Ekki vitað um alvarleg veikindi

Nórósýkingarnar hafa ekki orðið til þess að miklar afpantanir séu á gistingu í skálunum samkvæmt Ferðafélaginu • Mengun í neysluvatni kom upp á Borgarfirði eystra • Sjóða þarf vatn til neyslu Meira

Stunguárás Einn brotaþola í málinu er drengur af erlendum uppruna.

Brotaþoli af erlendum uppruna

Eitt fórnarlambanna sem ráðist var á í alvarlegri hnífstunguárás við Skúlagötu í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt er drengur af erlendum uppruna. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við Morgunblaðið Meira

Fjöldi tilkynninga um skriðuföll

„Mjög mikið vatnsveður, sem kemur ekki nema á nokkurra ára fresti“ • Dregið hefur úr skriðuhættu • Hreyfing á landi í Almenningum • Aurflóðið á Húsavík kom úr tjörn sem myndaðist í úrhellisrigningu   Meira

Sæsniglar Eggjasekkir svartserks eru frekar stórir og áberandi.

Sæsnigilstegund nam óvænt land

Sæsnigill, sem nefndur er svartserkur, er ný framandi tegund í fjörum hér við land. Áður hafði hann einungis fundist við austurströnd Kyrrahafs og á Kanaríeyjum, Grænhöfðaeyjum og Madeira í Atlantshafi, að því er kemur fram í vísindagrein sem… Meira

„Bon appétit“ Vilhjálmur gerir allt tilbúið fyrir opnunina í gær.

Næg viðskipti í Vör í Grindavík

Þrátt fyrir röð eldgosa á Reykjanesskaga, með níunda gosið yfirstandandi, segist Vilhjálmur Jóhann Lárusson, eigandi að Sjómannsstofunni Vör í Grindavík, lítið finna fyrir því í rekstrinum. Veitingastaðurinn var opnaður aftur í gær, eftir að hafa verið lokaður frá því fyrir verslunarmannahelgi Meira

Eldgos Mökkur frá þeim gígum sem virkastir eru í eldgosinu var ansi myndarlegur í gær og sást víða að. Gas og reykur frá gróðureldum komu þar saman og mynduðu mökkinn.

Telur ekki ástæðu til að verja brautina

Vegagerðin fylgist grannt með framvindu hraunflæðisins Meira

Veiðiferð Nemendur úr 6. bekk Síðuskóla um borð í Húna II í gær.

Fræðsluferðir með Húna II hafnar

Fyrsta veiði- og fræðsluferð haustsins með nemendur 6. bekkjar í skólum Akureyrar og Eyjafjarðar var farin í gær með bátnum Húna II. Þetta er 18. árið sem farið í þessar ferðir. Um er að ræða samstarfsverkefni félagsins Hollvina Húna II,… Meira

Dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir sat fundinn.

Umsóknirnar forgangsverkefni

Norrænt samráð í innflytjendamálum l  Ráðherrar funduðu um málið í Noregi Meira

Leit Talið er að hátt í 250 manns hafi komið að leitar- og björgunaraðgerðum á Breiðamerkurjökli.

Enginn reyndist undir ísfarginu

Leit í Breiðamerkurjökli var frestað á fjórða tímanum í gær • Misvísandi upplýsingar um skráningu • Á þriðja hundrað komu að leitaraðgerðum • Lögreglan rannsakar tildrög slyssins Meira

Breiðamerkurjökull Helgi gagnrýnir að íshellaferðir séu stundaðar á sumrin þegar hellarnir eru að myndast.

Segir íshellaferðir nú lífshættulegar

Helgi Björnsson jöklafræðingur segir það varhugavert að skoða íshella á sumrin • Segir hellana stöðugt vera að breytast • Bráðnun búin á haustin • Leiðsögumönnum sé skipað að fara Meira

Norðfjarðarkirkja Minningarstund verður haldin í kvöld klukkan 18.

Um 40 manns komið í áfallamiðstöð

Önnur minningarstund haldin í Neskaupstað í dag • Mikilvægt að samfélagið standi saman • Áfallamiðstöð í Egilsbúð • Kirkjan opin þeim sem á þurfa að halda • Þakka hlýhuginn Meira

Akureyri Gleði í Gilinu undir bláhimni blíðsumarsnætur.

Fjölbreytt á Akureyrarvöku

Tónleikar á Ráðhústorgi, draugaslóð á Hamarkotstúni og víkingahátíð eru viðburðir á Akureyrarvöku sem haldin verður um næstu helgi, 30. ágúst-1. september. Um 80 atriði, lítil sem stór, eru á dagskránni, sem er ítarlega kynnt á akureyrarvaka.is… Meira

Malbikað við höfn

Alls 7.800 fermetrar voru undir í framkvæmdum á hafnarsvæðinu á Ísafirði í síðustu viku. Malbik var lagt á rútusvæði, bílastæði og á athafnasvæði við lengdan viðlegukant. Aðstöðuna þurfti að bæta vegna þjónustu við skemmtiferðaskip, en alls 180 slík koma til Ísafjarðar í ár Meira

Við Melaskóla Það er tilkomumikið að koma að gangbrautinni þegar byrjað er að skyggja og ljósin lýsa skært.

Ljósin í malbikinu lýsa á nýjan leik

Viðgerð er lokið á gangbrautinni yfir Neshaga gegnt Melaskóla. Ljósin í malbikinu eru því farin að lýsa á nýjan leik. Það kemur sér vissulega vel nú þegar tekið er að skyggja og skólarnir teknir til starfa eftir sumarfríið Meira

Matur Súpu ausið í skálina í landbúnaðarbænum Hvolsvelli.

Kjötsúpugleði er bæjarhátíð á Hvolsvelli

Gleði í Rangárþingi eystra • Viðburðir höfði til sérstöðu hvers svæðis   Meira

Ódessa Slökkviliðsmenn hlaupa til þess að slökkva elda eftir loftárás Rússa á Ódessa í gær. Rússar skutu rúmlega 100 eldflaugum og sendu 100 dróna til árása á orkuinnviði í gærmorgun og var víða rafmagnslaust í kjölfarið.

Ein stærsta loftárásin á Úkraínu

Rússar skutu rúmlega 100 eldflaugum og sendu rúmlega 100 dróna til árása • Selenskí kallar eftir samevrópsku loftvarnarsamstarfi • Macron segir handtöku Durovs í samræmi við franska löggjöf Meira

Íranar fagna loftárás Hisbollah-samtakanna

Klerkastjórnin í Íran fagnaði í gær eldflauga- og drónaárás hryðjuverkasamtakanna Hisbollah á Ísrael á sunnudaginn og sagði hana til marks um að Ísraelsstjórn gæti ekki lengur varist slíkum loftárásum, jafnvel þó að Ísraelsher hefði lýst því yfir að … Meira

Flóð valda miklum búsifjum í Súdan

Heilbrigðisráðuneytið í Súdan sagði í gær að minnst 132 hefðu dáið í landinu af völdum flóða, en mikil vætutíð hefur verið þar undanfarinn mánuð. Sagði í yfirlýsingu ráðuneytisins að flóðanna hefði orðið vart í tíu héruðum landsins, og að 31.666… Meira

Flugvélin TF-SIF Bilunin í hreyflum vélarinnar er alvarlegt högg fyrir fjárhag Gæslunnar. Nú er unnið að lausn.

Ráðuneytið skoðar vanda Gæslunnar

Hin alvarlega og dýra bilun sem varð í hreyflum gæsluflugvélarinnar TF-SIF kemur sér afar illa fyrir Landhelgisgæsluna sem hefur búið við þröngan fjárhag um margra ára skeið. Til skoðunar er í dómsmálaráðuneytinu hvernig brugðist verði við þessu höggi sem Landhelgisgæslan hefur orðið fyrir Meira

Þrír ættliðir Gilbert Arnar, Gilbert eldri og Sigurður Björn vinna saman og hlakka til hvers dags.

Með úrverkið á hreinu

Þrír ættliðir hjá Gilbert úrsmið ehf. á Laugavegi • Gilbert yngri leggur sitt lóð á vogarskálina Meira