Fréttir Fimmtudagur, 29. ágúst 2024

Salvör Nordal

Staðan kallar á viðbrögð

Starfsfólk hjá embætti Umboðsmanns barna slegið yfir nýlegum ofbeldismálum • Við þurfum að komast að því hvað veldur til að geta tekið á vandamálinu Meira

Svartserkur Sæsnigillinn hefur nú fundist í Hrútafirði og Eyjafirði.

Svartserkur breiðist hratt út

Sæsniglategundin svartserkur, sem fyrst varð vart við hér á landi við Sandgerði árið 2020, virðist breiðast mjög hratt út. Svanhildur Egilsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, fann í vikunni svartserki í fjörum bæði í Hrútafirði og Eyjafirði Meira

Fréttastjórar Andrea Sigurðardóttir og Matthías Johannessen stýra saman viðskiptafréttum.

Nýir fréttastjórar viðskiptaritstjórnar

Tveir nýir fréttastjórar taka við viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is nú um mánaðamótin, þau Andrea Sigurðardóttir og Matthías Johannessen. Gísli Freyr Valdórsson, sem stýrt hefur viðskiptaritstjórninni, hefur ákveðið að láta af störfum og einbeita sér að hlaðvarpi sínu, Þjóðmálum Meira

Framleiðsla Magnús Teitsson heldur um marga þræði á Morgunblaðinu.

Nýr framleiðslustjóri

Magnús Teitsson hefur tekið við sem framleiðslustjóri á ritstjórn Morgunblaðsins og tekur við því starfi af Guðlaugu Sigurðardóttur, sem á að baki langan og farsælan feril á Morgunblaðinu. Hún lætur nú af fullu starfi en mun áfram vera Morgunblaðinu innan handar Meira

Tíska Edda Gunnlaugsdóttir stýrir tísku- og snyrtivöruumfjöllun á dægurmáladeild Morgunblaðsins og mbl.is.

Nýr umsjónarmaður tísku

Edda Gunnlaugsdóttir, sem hefur starfað hjá Árvakri frá því síðasta haust, hefur tekið við nýju starfi umsjónarmanns tísku- og snyrtivöruumfjöllunar á dægurmáladeild ritstjórnar. Edda er menntaður fata- og textílhönnuður frá University of the Arts London – London College of Fashion Meira

Ákæruvald Helgi Magnús mætti í Dagmálasettið til þess að ræða um stöðu sína eftir að ríkissaksóknari bað dómsmálaráðherra að víkja honum.

Telur að Guðrún hafni beiðninni

Vararíkissaksóknari telur að dómsmálaráðherra hafni beiðni ríkissaksóknara • Segir dómsmálaráðherra hafa hálfa þjóðina á bak við sig • Fer með málið „alla leið“ ef hann verður leystur frá störfum Meira

Fjölgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bætir við sig mannskap.

Auglýst eftir 28 lögreglumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsir eftir umsóknum um starf lögreglumanns, en alls eru 28 stöður í boði. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Fram kemur að sett verði í stöðurnar frá 1 Meira

Almannavarnir Guðrún Hafsteinsdóttir stödd á Sauðárkróki í gær.

Samhæfingarstöðin víkur fyrir fangelsinu

Kostnaðaráætlun vegna nýs fangelsis hefur hækkað úr 7 í 14 milljarða Meira

Vegagerð Nú er unnið að tvöföldun tæplega eins km langs vegarkafla frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma.

Flutt frá sáttmála í samgönguáætlun

Kaflinn frá Bæjarhálsi að Norðlingavaði til Vegagerðarinnar Meira

Skaftá Hlaup sem hófst í síðustu viku er í rénun. Myndin er úr safni.

Hlaupið kom úr eystri katlinum

Hlaupið í Skaftá er í rén­un en rennsli í ánni við Sveinstind fer minnk­andi og mæl­ist nú um 160 rúm­metrar á sek­úndu. Hlaupið hófst á þriðju­dag­inn í síðustu viku en rúm­mál hlaup­vatns­ins sem þegar er komið fram við Sveinstind er talið vera um 50 millj­ón­ir rúm­metr­a Meira

Byggingarsvæði Þjóðarhöllin á að rísa sunnan við Laugardalshöllina.

Þjóðarhöll ekki í umhverfismat

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð Þjóðarhöll í Laugardal í Reykjavík milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar þurfi ekki að fara í umhverfismat. Þjóðarhöllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, menningu,… Meira

Kynjaskipt sána kostnaðarsamari

Sánuklefar Breiðholtslaugar ekki kynjaskiptir • Fastagestir hafa kvartað Meira

Rannsóknir Pramminn Ýmir var í sumar notaður til að bora á hafsbotni.

Vegstæði Sundabrautar kannað

Vonir standa til þess að ferli umhverfismats og aðalskipulagsbreytinga ljúki á vormánuðum 2025 Meira

Kristján Arason

Valinn til að þjóna á Breiðabólstað

Séra Kristján Arason hefur verið valinn til að gegna starfi sóknarprests í Breiðabólstaðarprestakalli í Fljótshlíð. Biskup Íslands hefur staðfest ráðninguna. Fimm umsóknir bárust. Breiðabólstaðarprestakall samanstendur af fimm sóknum:… Meira

Samkomulag Ritað var undir kaupsamning fyrir nýtt Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði í gær.

Bókasafn í nýjum Firði fyrir milljarð

Hafnarfjarðarbær hefur gengið frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar í verslunarmiðstöðinni Firði. Var samkomulag þess efnis undirritað í Firði síðdegis í gær. Bæjarstjórnin samþykkti kaupin á fundi sínum fyrr í sumar af félaginu 220 Firði Meira

Gísli Herjólfsson

Segja upp 150 starfsmönnum

„Það er erfið ákvörðun að grípa til þess­ara aðgerða en því miður nauðsyn­legt til þess að aðlaga um­fang fé­lags­ins að nú­ver­andi verk­efn­um og stuðla að sjálf­bær­um rekstri,“ segir Gísli Herjólfs­son, for­stjóri og einn stofn­enda Control­ant, en fyrirtækið sagði í gær upp 150 starfsmönnum Meira

Bújarðir Formaður Bændasamtakanna segir að efla eigi íslenska bændur og landbúnaðarframleiðslu, samhliða því að skógrækt verði efld.

Hugnast lítt jarðakaup útlendinga

Bændur í kjörstöðu til að leiða skógrækt og kolefnisjöfnun, segir formaður Bændasamtakanna • Gagnrýnir stefnuleysi í landnýtingu • Eigum gott land og auðlindir sem eru vandfundnar víða Meira

Rafmagn Ný heimtaug hefur verið lögð svo Skálmöld sprengi ekki kerfið.

Leggja nýjan rafstreng fyrir tónleika Skálmaldar

Risatónleikar eru samfélagsverkefni á Raufarhöfn • Matarvagnar og tjaldstæði Meira

Eldstöð Þessi mynd er tekin á fyrstu dögum gossins þegar allt var að gerast. Jörðin bókstaflega kraumaði og frá allt að 100 metra háum eldsúlum vall hraunstraumur sem eftir sólarhring frá gosbyrjun þakti orðið fjóra ferkílómetra. Allt er hið nýja og kolsvarta Holuhraun 85 ferkílómetrar að flatarmáli.

Glóandi dreki og land í bláu skini

10 ár í dag frá upphafi eldgoss í Holuhrauni sem stóð í hálft ár • Kraumaði í katli og hraunelfurin rann langan veg • Gasmengunar varð vart á stórum hluta landsins • Losnaði um spennu Meira

Leigubílstjórum heimilt að aka fyrir fleiri en eina stöð

Samkeppniseftirlitið (SKE) og Hreyfill svf. hafa gert með sér sátt vegna háttsemi Hreyfils sem fólst í því að banna leigubifreiðastjórum sem eru í þjónustu hjá Hreyfli að nýta sér þjónustu annarra leigubifreiðastöðva Meira

Sæsniglar Tveir svartserkir sjást á myndinni til vinstri en á myndinni til hægri eru eggjasekkir sæsnigilsins sem eru áberandi víða í setfjörum.

Svara leitað um snigilinn svartserk

Sæsniglategund sem áður var aðeins þekkt í Kyrrahafi hefur breiðst hratt út hér við land síðustu ár • Rannsóknir standa yfir á landnámi svartserks sem hefur fundist allt frá Sandgerði til Eyjafjarðar Meira

Flugvélin TF-SIF Það var mikið högg fyrir Landhelgisgæsluna þegar tæring fannst í hreyflum vélarinnar. Hún gat því ekki verið við eftirlitsstörf á Íslandsmiðum í sumar eins og ætlunin var.

Landhelgin er nær eftirlitslaus

Halldór B. Nellett fyrrverandi skipherra gagnrýnir stjórnvöld • Undrast skilningsleysi ráðamanna gagnvart virku eftirliti í fiskveiðilögsögunni • Flugvélin TF-SIF þurfi alltaf að vera tiltæk Meira

Mosfellsbær Fjölbreytt dagskrá á bæjarhátíð sem er nú að hefjast.

Bæjarhátíðin hefst í dag

Fjölbreytt dagská í litskreyttum hverfum, götugrill, ullarpartí og markaðsstemning í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleikar og Pallaball. Þetta er nokkuð af því helsta á dagskrá Í túninu heima,… Meira

Þurrkur Lítið vatn er í Kaldá í Hafnarfirði. Guðmundur Elíasson veitustjóri segir það þó ekki vera vandamál.

Uppþornuð Kaldá ekki vandamál

Vatnsbólið í Kaldárbotnum í góðu lagi • Svæðið vel vaktað Meira

Bað Páll S. Kristjánsson framkvæmdastjóri Sauna segir að viðskiptin hafi aukist um 20% árlega síðan 2014.

Gufurekstur vex stig af stigi

Sauna setur upp allar tegundir af gufum • Fyrsti snjóklefinn á Íslandi settur upp á Hótel Keflavík • Heilsusamleg áhrif • Gott að slá sig með hríslu • Margir heillast í fargufu • Skemmtilegasti reksturinn Meira

Jenín Ísraelskur herflutningabíll ekur hér um götur Jenín-borgar í miðjum andhryðjuverkaaðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í gærmorgun.

Hófu aðgerðir á Vesturbakkanum

Ísraelsher gerði rassíur í fjórum borgum á Vesturbakkanum • Herinn segir að níu hryðjuverkamenn hafi verið felldir • Hamas og Heilagt stríð vilja að gripið verði til vopna • Katz fagnar aðgerðum hersins Meira

NATO fordæmir loftárásir Rússa

Ríki Atlantshafsbandalagsins fordæmdu í gær loftárásir Rússa á Úkraínu síðustu daga og sögðu þær ekki hafa gert greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum, en sendiherrar bandalagsríkjanna funduðu með úkraínskum embættismönnum í gær Meira

Halla Bergþóra Björnsdóttir

Hnífar koma oftar við sögu í árásum

Hnífur hefur verið bókaður á vettvangi allra líkamsárása á Íslandi í 2,8% tilfella sem af er árinu 2024. Í þeim tilfellum var hnífur notaður til ógnunar í 86% en hnífi var beitt í 14% tilfella af þessum 2,8% Meira

Innblásturinn Unnur Pálmarsdóttir fær innblásturinn að nýjum uppskriftum að heilsudrykkjum þegar hún skiptir um umhverfi og fer í sólina.

Heilsudrykkirnir hennar Unnar

Nú þegar haustið er að bresta á og hefðbundin rútína að taka við á flestum heimilum finnst Unni Pálmarsdóttur mannauðsráðgjafa vert að huga enn betur að heilsunni, næringu og svefni. Meðal þess sem Unnur gerir á þessum árstíma er að prófa sig áfram í heilsudrykkjum samhliða reglubundinni hreyfingu og líkamsrækt. Meira

Hjá Afltaki Hjónin við verk sem Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á Siglufirði gerði af þeim fyrir þau.

Rómantískar stundir

Jónas Bjarni og Kristín Ýr samhent hjón í leik og starfi • Áhersla á ánægju, heiðarleika, vandvirkni og jafnrétti Meira