Menning Föstudagur, 30. ágúst 2024

Kötturinn Kött Grá Pjé er listamannsnafn rapparans Atla Sigþórssonar.

Líf miðaldra gervigáfumennis

Kött Grá Pjé gefur út breiðskífuna Dulræna atferlismeðferð í samstarfi við Fonetik Simbo • Sneri aftur í rappið eftir langt hlé • „Pínu gamaldags nördarapp,“ segir hann um plötuna Meira

Á svölunum Oliver van den Berg opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri.

Fimm sýningaropnanir á Akureyri

Fimm sýningar verða opnaðar í tengslum við Akureyrarvöku. Í kvöld, föstudagskvöld, milli kl. 20-22 opnar Joris Rademaker sýningu í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri þar sem hann sýnir ný þrívíð og tvívíð verk unnin út frá trjágreinum Meira

Spámaður Einar Már Guðmundsson hefur fengið mjög góða dóma í Danmörku fyrir skáldverk sín.

Myrkur hugans, ljós viljans

Einar Már Guðmundsson leggur upp í ferð um landið og les ljóð við danskan djass • Hann segir að ljóðlist, sagnalist og tónlist hafi upphaflega verið eitt Meira

RÚV Fréttir án málalenginga og mass.

Fréttirnar vekja samfélagsáhuga

Takturinn í lífi ljósvaka dagsins ruglaðist nú í sumar þegar RÚV færði kvöldfréttatíma sjónvarpsins til í dagskránni vegna stórra íþróttaviðburða. Þetta kom svo sem ekki að sök; alltaf má pikka fréttirnar upp á netinu og horfa á eða hlusta þegar góður tími gefst Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 29. ágúst 2024

Klassík? Dökkbláa útgáfan af jakkanum hefur verið hvað vinsælust og passar við margt í fataskápnum.

Er ofurkonujakkinn dauður?

Flestir eiga flík í fataskápnum, sem gripið er í þegar tíminn er naumur og passar einhvern veginn við allt. Undanfarin ár hefur ein slík þó verið meira áberandi en aðrar. Meira

Augnförðun Mikil áhersla er lögð á náttúrulega lögun augnanna.

Armani Beauty er komið til landsins

Náttúrulegt útlit er í forgrunni hjá Armani og þótti snyrtivörumerkið brautryðjandi í þeim efnum. Meira

Þarf að minna fólk á þetta mannlega

Helgi Björnsson hefur gefið út nýtt lag, Í faðmi fjallanna, en lagið er samið fyrir kvikmyndina Ljósvíkingar. Meira

Sól í hjarta, sól í sinni Brynhildur lofar því að þrátt fyrir sólarleysið í sumar skíni sólin ávallt í Borgarleikhúsinu.

„Leikhús er staður mennskunnar“

Hinseginleikann ber á góma • Fjölskyldustefið rauður þráður í ár • Burðarsýningarnar stýra að mörgu leyti leikárinu • Þarf að passa upp á svörðinn og halda himninum heilum fyrir ofan Meira

Sigurður Guðmundsson (f. 1942) Mountain, 1980–1982 Ljósmynd, 82,6 cm x 104,5 cm

Skurðpunktur náttúru og menningar

Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Listasafnið er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við Listasafn Íslands. Meira

Verðlaunahafi Salman Rushdie þykir táknmynd hugrekkis.

Rushdie hlýtur verðlaun Laxness

Rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár, en þau verða afhent í fjórða skipti föstudaginn 13. september. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að eiga þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar Meira

Kvikmyndatónlist Þetta er í annað sinn sem Herdís vinnur með Shyamalan.

„Ég fylgi alltaf tilfinningunni“

Herdís Stefánsdóttir samdi tónlistina fyrir kvikmyndina Trap eftir M. Night Shyalaman • Átti nýverið verk á bresku tónlistarhátíðinni BBC Proms • „Nú tekur við Íslandstímabil hjá mér“ Meira

Norður Til hægri er verk Anders Sunna, „Gefið okkur allt og við tökum afganginn líka“, akrýl á mdf-plötu en til vinstri eru fjórar myndir Máret Ánne Sara.

Vitnisburður um sammannleg örlög

Listasafn Akureyrar Er þetta norður? ★★★★½ Sýnendur: Anders Sunna, Dunya Zakna, Gunnar Jónsson, Inuuteq Storch, Máret Ánne Sara, Marja Helander, Maureen Gruben og Nicholas Galanin. Sýningarstjórn: Daría Sól Andrews og Hlynur Hallsson. Sýningin stendur til 15. september og er opin frá þriðjudegi til sunnudags milli kl. 10-17. Meira

Leonie Benesch Hér í hlutverki Abigail Fix.

Vináttan er öllu heimsins gulli betri

Nýlega fóru af stað á RÚV alveg dýrlega góðir þættir, Umhverfis jörðina á 80 dögum , og eru, eins og nafnið gefur til kynna, byggðir á samnefndri skáldsögu Jules Vernes. Það sem gerir þessa seríu svo góða sem raun ber vitni eru margir samverkandi þættir Meira

Miðvikudagur, 28. ágúst 2024

Handrit AM 655 xxx 4to Hér er sýnishorn af handritinu með læknisráðunum.

Hvern dag tak kvikan kött

Á málþingi í Kakalaskála um manneskjuna á Sturlungaöld mun Brynja segja frá elsta varðveitta lækningatexta á norrænu tungumáli • Lækningar byggðust á hugmyndum um vessana fjóra Meira

Rithöfundurinn Alphonse Daudet skrifar óvenjulega dagbók um glímu sína við ólæknandi sjúkdóm sem fylgdu miklar kvalir.

Sársaukinn finnur alls staðar smugur

Dagbók Í landi sársaukans ★★★★· Eftir Alphonse Daudet. Gyrðir Elíasson þýðir og ritar inngang. Dimma, 2024. Kilja, 109 bls. Meira

Love is Blind Bretarnir brosa sínu breiðasta.

Ensk bros á bak við vegginn fræga

Undirritaður hefur áður tjáð sig um hina kostulegu þætti Love is Blind sem Netflix-streymisveitan hefur nú haft til sýningar um árabil. Í fljótu bragði má segja að þættirnir snúist um að etja saman fólki og láta það fara á „blind… Meira

Þriðjudagur, 27. ágúst 2024

Hamraborg Joanna Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson og Agnes Ársælsdóttir sýningarstjórar hátíðarinnar.

Furðuverur og ævintýri í Hamraborg

Hamraborg Festival – Listahátíð í Kópavogi verður haldin dagana 29. ágúst til 5. september • Samheldni, samvinna og sameiginlegir draumar • Málverkasýning í grænmetiskælinum Meira

Þrenna Susanne Augustesen skoraði öll mörkin.

Gleymdur úrslita–leikur fer á flug

Útvarpsstöðin BBC World Service, sem hægt er að hlusta á hér, er oft með forvitnilegt efni og nýlega var rifjuð þar upp sagan af heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu, sem haldið var í Mexíkóborg árið 1971 á vegum FEIFF, sambands evrópskra kvennaliða Meira

Mánudagur, 26. ágúst 2024

Leikhúsfræði Dr. Sveinn Einarsson er með helstu sérfræðingum landsins um leikhúsfræði og leiklistarsögu.

Hvernig verður listaverkið til?

Bókarkafli Í bókinni Leikmenntir ræðir dr. Sveinn Einarsson form listaverksins, stíl og orðfæri og svo sjálfa sviðsetninguna. Meira

Gervimenni David Johnson í hlutverki gervimennisins Andys í Alien: Romulus, sem ætti að hræða margan bíógestinn.

Hrollur fyrir nýja kynslóð

Alien: Romulus ★★★½· Laugarásbíó, Sambíóin og Smárabíó Leikstjórn: Fede Alvarez. Handrit: Fede Alvarez, Rodo Sayagues og Dan O'Bannon. Aðalleikarar: Cailee Spaeny, David Jonsson, Archie Renaux, Isabela Merced, Spike Fearn og Aileen Wu. Bandaríkin 2024, 119 mín. Meira

Laugardagur, 24. ágúst 2024

Jazzhátíðarsigling Jazzcruise Brassband ætlar að leika fyrir gesti úti á sjó.

Mjög mikill kraftur í senunni

Jazzhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 27. ágúst til 1. september • Fólk kemur saman til að njóta tónlistar • Mikilvægt fyrir tónlistarlegt uppeldi fólks að kynnast ýmsum tónlistarstefnum Meira

Þyrlar Flautuseptettinn viibra varð til árið 2016 en fyrsta plata hans hefur að geyma margslunginn hljóðheim.

Þegar himinn og jörð syngja saman

Flautuseptettinn viibra, sem stofnaður var til í kringum plötu Bjarkar, Utopia, hefur gefið út breiðskífu. Innihaldið er sex verk eftir jafn mörg tónskáld. Meira

Stjarna Mia Goth leikur klámstjörnuna Maxine en rýni þykir hún fullkomin í hryllingsmyndahlutverkið.

Myndbandaleigur og morð

Bíó Paradís MaXXXine ★★★·· Leikstjórn: Ti West. Handrit: Ti West. Aðalleikarar: Mia Goth, Elizabeth Debicki, Giancarlo Esposito, Moses Sumney, Halsey, Kevin Bacon, Simon Prast og Lily Collins. Bandaríkin, Bretland og Holland. 2024. 104 mín. Meira

Meistaraverkið Macbeth

Tíunda ópera Giuseppes Verdis (1813-1901), Macbeth, var frumflutt í Pergóla-leikhúsinu í Flórens árið 1847 við ágætar undirtektir. Tæpum tveimur áratugum síðar endurskoðaði tónskáldið verkið fyrir sýningu í París, það er að segja 1865 Meira