Íþróttir Þriðjudagur, 3. september 2024

Vonin lifir áfram hjá Fylkiskonum

Fylkir á fína möguleika á að halda sæti sínu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gærkvöldi, 2:1. Fylkir er þremur stigum frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir Meira

Er loksins komið að því að aðstaðan fyrir fótbolta og frjálsíþróttir í…

Er loksins komið að því að aðstaðan fyrir fótbolta og frjálsíþróttir í Laugardalnum verði bætt, þannig að hún sé boðleg í alþjóðlegri keppni? Viljayfirlýsingin, sem undirrituð var í gær og sagt er frá á bls Meira

Íslandsmet Sonja Sigurðardóttir ánægð eftir að hafa slegið eigið Íslandsmet og hafnað í sjöunda sæti á Paralympics-leikunum í gær.

Breytti hugarfarinu og sló eigið Íslandsmet

Sonja Sigurðardóttir sló eigið Íslandsmet og hafnaði í sjöunda sæti í átta manna úrslitum í 50 metra baksundi á Paralympics-leikunum í París í gær. Sonja synti á 1:07,46 mínútum en fyrra met hennar frá því á síðasta ári var 1:07,82 mínútur Meira

Benoný Breki bestur í 21. umferðinni

Benoný Breki Andrésson sóknarmaður KR-inga var besti leikmaðurinn í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Benoný skoraði þrennu á fyrstu 35 mínútum leiksins þegar KR lagði ÍA, 4:2, á Meistaravöllum á sunnudaginn og var… Meira

Kaupmannahöfn Ingibjörg Sigurðardóttir er komin til Bröndby.

Ingibjörg samdi við Bröndby

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir er orðin leikmaður Bröndby í Danmörku en hún skrifaði í gær undir samning við félagið út næsta ár. Ingibjörg lék síðast með Duisburg í Þýskalandi og þar á undan Vålerenga í Noregi og Djurgården í Svíþjóð Meira

Stjarnan Stevan Jovetic er langþekktasti leikmaður Svartfjallalands. Hann lék með Manchester City í tvö ár og einnig með Inter Mílanó og Herthu Berlín.

Stefna á efsta sætið

Svartfellingar mæta Íslendingum í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld • Bjartsýnir að eðlisfari • Prosinecki segir sigur í riðlinum vera raunhæft markmið Meira

Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg er liðið gerði…

Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg er liðið gerði jafntefli, 3:3, á heimavelli gegn Werder Bremen í fyrstu umferð þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í gær. Einhverjir stuðningsmenn Wolfsburg óttuðust að Sveindís væri á förum… Meira

Þjóðadeildin Júlíus Magnússon er kominn í landsliðshóp Íslands.

Júlíus í landsliðshópinn

Júlíus Magnússon, fyrirliði norska liðsins Fredrikstad, var í gær kallaður inn í landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikina gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni. Hann kemur í stað Brynjars Inga Bjarnasonar, leikmanns HamKam í Noregi, sem meiddist um helgina Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Mánudagur, 2. september 2024

Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst hjá Val þegar liðið vann stórsigur á…

Elín Rósa Magnúsdóttir var markahæst hjá Val þegar liðið vann stórsigur á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda á laugardaginn. Í leiknum mætast venjulega ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar en Valskonur unnu þrefalt á síðustu leiktíð og… Meira

Umkringdur Sigurður Hjörtur Þrastarson sýnir Aroni Elís Þrándarsyni rauða spjaldið í Fossvoginum í gær við lítinn fögnuð liðsfélaga hans.

Ótrúlegur viðsnúningur

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík unnu ótrúlegan endurkomusigur gegn Val, 3:2, þegar liðin mættust í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í Fossvogi í gær. Aron Elís Þrándarson miðjumaður Víkinga fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt strax á 21 Meira

Íslandsmet Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í París í gær.

Már sló eigið Íslandsmet

Már Gunnarsson hafnaði í sjöunda sæti og sló eigið Íslandsmet þegar hann keppti í átta manna úrslitum 100 metra baksunds í S11-flokki blindra á Paralympics-leikunum í fullri 10.000 manna La Défense Arena-höll í París í gær Meira

Laugardagur, 31. ágúst 2024

Hlíðarendi Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, úr Val, sækir að Mollee Swift.

Breiðablik á toppinn

Breiðablik er komið í toppsæti Bestu deildar kvenna í knattspyrnu eftir að Kópavogsliðið vann Víking úr Reykjavík, 4:0, í Kópavogi og Valur gerði jafntefli við Þrótt, 1:1, á Hlíðarenda í fyrstu umferð efri hlutans í gærkvöldi Meira

Þjálfari Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans mæta meðal annars LASK frá Austurríki og Djurgården frá Svíþjóð í Sambandsdeildinni.

Sluppu við stórliðin

Víkingar mæta sex sterkum mótherjum í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar • Fimm Íslendingalið voru í pottinum í Mónakó og voru þau misheppin með drátt Meira

Þorpið Íslenski hópurinn hitti Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og eiginmann hennar Björn Skúlason í ólympíuþorpinu í gær.

Þrjú keppa um helgina

Ingeborg tekur þátt í fyrsta sinn • Már keppir í annað sinn • Thelma Björg á sínum þriðju leikum • Mikil tilhlökkun og allir setja stefnuna á að komast í úrslit Meira

Toppbarátta Mikil spenna er á toppnum í 1. deild karla í knattspyrnu en enn geta sex lið farið beint upp í Deild þeirra bestu.

Svakaleg toppbarátta

Keflavík kom toppbaráttu 1. deildar karla í knattspyrnu í uppnám með sigri á ÍBV, 3:2, í Keflavík í 20. umferð deildarinnar í gærkvöldi. Á sama tíma vann Afturelding Njarðvík, 4:1, í Mosfellsbæ og er komin í topbaráttuna Meira

Föstudagur, 30. ágúst 2024

Gleði Karl Friðleifur Gunnarsson, Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Erlingur Agnarsson fagna marki í fyrri leiknum gegn UE Santa Coloma.

Víkingar í Sambandsdeildina

Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík urðu í gærkvöldi annað íslenska félagið til þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópukeppni í knattspyrnu karla þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn UE Santa Coloma í síðari leik liðanna í 4 Meira

Lille Hákon Arnar Haraldsson leikur í Meistaradeildinni í ár.

Hákon mætir Liverpool og Real Madrid

Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson og liðsfélagar hans í franska félaginu Lille mæta bæði Liverpool og Real Madrid í deildarkeppni Meistaradeildarinnar en dregið var í deildarkeppnina í Mónakó í Frakklandi í gær Meira

Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er genginn til liðs við enska…

Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Chiesa, sem er 26 ára gamall, skrifað undir fjögurra ára samning á Anfield en Liverpool borgaði Juventus rúmlega 10 milljónir punda fyrir sóknarmanninn Meira

Ánægður Róbert Ísak Jónsson kátur eftir að hafa tryggt sér sjötta sætið í úrslitum 100 metra flugsunds í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum í La Défense Arena-höllinni í París í gær.

Róbert endurtók leikinn

Hafnaði í sjötta sæti í París og bætti eigið Íslandsmet • Gerði slíkt hið sama í Tókýó • Gífurlega stoltur af sjálfum sér • Mígreni hefur sett strik í reikninginn Meira

Fimmtudagur, 29. ágúst 2024

Fyrstur Róbert Ísak Jónsson þegar íslensku keppendurnir fimm á Paralympics voru kynntir á fundi í Toyota í Kauptúni fyrr í mánuðinum.

Líður virkilega vel í lauginni

„Ég er voðalega spenntur og get lítið beðið,“ sagði sundkappinn Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH í samtali við Morgunblaðið. Hann keppir fyrstur Íslendinganna á Paralympics-leikunum í París í dag, en leikarnir voru formlega settir við… Meira

Endurkoma Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir tæplega árs fjarveru en hann á að baki 80 A-landsleiki og 27 mörk.

Gylfi í landsliðshópnum

Gylfi Þór Sigurðsson er í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA dagana 6. september og 9. september. Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 24 … Meira

Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er að ganga til liðs við enska…

Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa er að ganga til liðs við enska félagið Liverpool. Chiesa kemur frá Juventus og mun Liverpool greiða í kringum 13 milljónir punda fyrir Ítalann. Enskir miðlar greina frá en Chiesa mun skrifa undir fjögurra ára samning á Anfield Meira

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum við lestur íþróttasíðna…

Ef það hefur farið fram hjá einhverjum við lestur íþróttasíðna Morgunblaðsins þá er bakvörður kominn til Parísar, ekki til að aðstoða kantmanninn eins og forðum daga heldur fylgja íslenska hópnum sem tekur þátt í Paralympics eftir Meira

Ólympíuþorpið Íslensku keppendurnir bregða á leik í ólympíuþorpinu í París í gær. Þjálfarar þeirra eru bjartsýnir á góðan árangur.

Fjórir af fimm í úrslit?

Bjartsýni á meðal íslensku þjálfaranna • Thelma, Sonja og Ingeborg líklegar l  Erfiðasta verkefnið hjá Róberti l  Már á möguleika á að komast á verðlaunapall Meira

Miðvikudagur, 28. ágúst 2024

Íslandsmeistari Kristófer Acox hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu KR og tvívegis með Val.

Bikarinn á heima á Hlíðarenda

Kristófer Acox ætlar sér að snúa aftur á körfuboltavöllinn fljótlega eftir áramót • Þurfti að gangast undir þrjár aðgerðir í sumar vegna meiðslanna í oddaleiknum Meira

Franska knattspyrnufélagið París SG hefur samþykkt rúmlega 50 milljóna…

Franska knattspyrnufélagið París SG hefur samþykkt rúmlega 50 milljóna punda tilboð enska félagsins Manchester United í úrúgvæska miðjumanninn Manuel Ugarte. Ugarte var aðeins í eitt tímabil hjá PSG en franska félagið keypti hann frá Sporting í Portúgal fyrir síðasta tímabil Meira

Vörn Guðrún Arnardóttir hefur byrjað fjórtán deildarleiki með Rosengård á tímabilinu og skorað þrjú mörk.

Mín besta staða á vellinum

Guðrún Arnardóttir hefur átt frábært tímabil með toppliði Rosengård í Svíþjóð l  Síðasta tímabil reyndist mikil vonbrigði þegar liðið hafnaði í sjöunda sætinu Meira