Menning Fimmtudagur, 5. september 2024

Litagleði Skreyttur rúskinnsjakki frá tískuhúsinu Miu Miu.

Hvað er á óskalistanum fyrir haustið?

Haustið er besti tím­inn til fata­kaupa því versl­an­irn­ar fyll­ast af flott­um og hlýrri fatnaði. Á þessum árstíma láta margir eins og eina flík eftir sér. Nokkrar konur voru spurðar hvað væri helst á óskalistanum.                         Meira

Gleði Búast má við fjölmenni og stemningu í Reykjanesbæ á Ljósanótt næstu daga.

Yfir 200 viðburðir á Ljósanótt

Mikið verður um að vera í Reykjanesbæ næstu daga þar sem menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt var sett í dag. Meira

Snjór Gestir heilsulindarinnar geta fengið yfir sig raunverulegan snjó.

Ólíkt öllu öðru

Nýtt upplifunarsvæði og lúxusheilsulind verða von bráðar opnuð á Hótel Keflavík en eigandi hótelsins og hönnuður svæðisins vonar að það verði nýr segull fyrir Ísland og Reykjanesið. Meira

Spennandi Björgvin staðfestir að spennandi tímar séu fram undan hjá Bústoð.

Færa út kvíarnar

Það verður að viðurkennast að það er sjaldséð að fyrirtæki utan af landi færi út kvíarnar inn á höfuðborgarsvæðið. Það á þó við um húsgagna- og gjafavöruverslunina Bústoð, sem er rótgróin verslun í Reykjanesbæ, stofnuð 1975 Meira

Reynsla Ingólfur og Helena hafa staðið vaktina á Langbest í heil 27 ár og selja um 15 lítra af frægri béarnaisesósu sinni á dag.

Dýrka béarnaisesósu á pítsuna

„Ljósanótt er eins konar þjóðhátíð fyrir okkur hér í Reykjanesbæ. Það er gríðarlega mikil gróska í bæjarlífinu þá vikuna og fullt af spennandi viðburðum út um allt,“ segir Ingólfur Karlsson veitingamaður sem rekur veitingastaðinn… Meira

Brons Suðurnesjabúar þurfa ekki að leita langt að skemmtilegri afþreyingu.

Þurfa ekki lengur að leita í borgina

Afþreyingarstaðurinn Brons er tiltölulega ný viðbót við menningarlífið í Reykjanesbæ, en þar er meðal annars í boði glæsilegur pílusalur og karaoke-herbergi ásamt sportbar og rúmgóðu herbergi sem þau kalla „góða heiminn“, sem er vinsælt hjá stærri hópum Meira

Aukasvið Snæbjörn Brynjarsson, nýráðinn leikhússtjóra Tjarnarbíós, dreymir um að stækka við leikhúsið.

„Án efa mest notaða svið landsins“

Horfir á leiklistina í alþjóðlegu samhengi • Mikilvægasta verkefnið er að gefa íslenskum leikhópum tækifæri • Með opið og gagnsætt valferli • Griðastaður í tilraunamennsku og nýsköpun Meira

Barítónsöngvari „Ljóðið er það sem gefur mér mest,“ segir Jóhann en hann heldur ljóðasöngstónleika um helgina.

Syngur um óendurgoldna ást

Barítónsöngvarinn Jóhann Kristinsson flytur Svanasöng Schuberts í Salnum • Píanóleikarinn Ammiel Bushakevitz eftirsóttur meðleikari • Söngvarinn segir mest gefandi að fást við ljóðasöng Meira

Hlýja Hjörtur Páll Eggertsson, John A. Speight og Rut Ingólfsdóttir.

Ljóðræn birta

Kvoslækur Speight og Mozart ★★★★· Tónlist: John Anthony Speight (Cantus II, frumflutningur) og Wolfgang Amadeus Mozart (Divertimento nr. 3). Einleikur á fiðlu: Rut Ingólfsdóttir. Fjórtán manna strengjasveit. Konsertmeistari: Pétur Björnsson. Hljómsveitarstjóri: Hjörtur Páll Eggertsson. Tónleikar í Hlöðunni á Kvoslæk sunnudaginn 1. september 2024. Meira

Bára Kristinsdóttir (1960) Heitir reitir, án titils 7, 2005 Ljósmynd, 100 x 120 cm

Inni og úti

Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Listasafnið er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við Listasafn Íslands. Meira

Syngur Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur með Sinfó í Hörpu í kvöld.

Ólafur flytur aríur úr óperum Wagners

Fyrstu áskriftartónleikar vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) verða í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitar­stjóra. Á þeim mun Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón og staðarlistamaður SÍ, flytja stórbrotnar ­aríur úr nokkrum af dáðustu óperum Richards Wagners Meira

Kona í skautbúningi Sigurður hannaði búninginn. Þjóðbúningadagurinn er 7. september, á dánardægri hans.

Einstakur í menningarsögunni

Hátíðardagskrá verður í Þjóðminjasafninu á laugardag um Sigurð málara • 150 ár liðin frá andláti hans • Eins og endurreisnarmaður spretti upp úr Skagafirðinum, segir Karl Aspelund Meira

Theis Ørntoft

Theis Ørntoft hlýtur Enquist-verðlaunin í ár

Danski rithöfundurinn Theis Ørntoft hlýtur Bókmenntaverðlaun Pers Olovs Enquist í ár og veitir þeim viðtöku í Gautaborg 28. september. Hlýtur hann 770 þúsund krónur að launum. Verðlaunin eru veitt ungum höfundum sem eru að skapa sér nafn í Evrópu og hafa verið veitt árlega síðan 2004 Meira

Sprengjuefni Vicky McClure er stórgóð.

Eins og hengdur upp á þráð

Ljósvaki gekk til hvílu á þriðjudagskvöld eins og hengdur upp á þráð, ætti með réttu að kalla það sprengjuþráð. Ekki var það vegna 18 holu golfhrings um daginn eða fjölskylduerja á heimilinu, enda engar slíkar til staðar þar sem hamingjan ein ríkir árið um kring Meira