Fréttir Fimmtudagur, 12. september 2024

„Öruggt að leyfið verður fellt úr gildi“

Oddviti fordæmir vinnubrögð ríkisins vegna Búrfellslundar Meira

Búrfellslundur Rangárþing ytra hefur gefið út framkvæmdaleyfi.

Landsvirkjun fær framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuvers við Vaðöldu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Um er að ræða leyfi vegna vegagerðar innan… Meira

Vilhjálmur Birgisson

Launafólk þarf að vera grimmara

Óeðlilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla ár eftir ár • Almenningur verði að sýna stjórnvöldum aðhald • Ekki gert ráð fyrir ráðstöfun séreignarsparnaðar Meira

Náttúruhamfarir Tjónið sker sig frá öðrum jarðskjálftatjónum eins og til dæmis Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008 þar sem meira er um altjón.

Tjónið gæti numið 17 milljörðum

Náttúruhamfaratrygging metur tjón á fasteignum í Grindavík • Endurtrygging greiðir tjón umfram 10 milljarða • Staða tryggingasjóðsins var 57 milljarðar fyrir hamfarir • Greiða 26 milljarða úr sjóðnum   Meira

Grindavík Jarðhræringarnar hafa haft mikil áhrif á greiðslugetu NTÍ.

Heimila hækkun iðgjalda NTÍ

Lagt er til að Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) verði á næsta ári heimilað að innheimta hærra álag á iðgjöld sem renna til stofnunarinnar. Þetta kemur fram í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga næsta árs Meira

Kosningavetur Ingibjörg Isaksen og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Átakaþing í aðsigi alþingiskosninga

Útlit er fyrir fjörugt þing fram undan, eins og títt er í lok kjörtímabils, en ekki þó síður þar sem ágreiningur er um mörg mál, ekki aðeins milli stjórnarliða og stjórnarandstöðu, heldur einnig milli stjórnarflokka og um sum mál ríkir ekki einu sinni eining innan einstakra stjórnarflokka Meira

Sumarið kom ekki Sauðfé í Reykjarétt í Ólafsfirði í gær.

Verður alls konar bras að ná kindum úr fjöllunum

Fljúga á þyrlu frá Deplum • Afföll og fjárhagslegt tjón Meira

Við veiðar Lagt er til við endurskoðun laga að veiðigjald á uppsjávartegundir hækki úr 33% í 45%. Á móti verði álag á uppsjávarfisk fellt brott.

Tekjur af veiðigjaldi 14,7 milljarðar

Endurskoðun laga um veiðigjald skili tveimur milljörðum Meira

Neskaupstaður Hjón fundust látin á heimili sínu og er einn grunaður.

„Myndin er alltaf að verða skýrari“

Lögreglan á Austurlandi bíður eftir niðurstöðum DNA-rannsókna Meira

Sigurður Helgi Guðjónsson

Sigurður Helgi Þorsteins Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fv. formaður Húseigendafélagsins, lést 5. september sl., 71 árs að aldri. Sigurður fæddist í Reykjavík 24. mars 1953. Foreldrar hans voru þau Laura Risten Friðjónsdóttir Döving húsmóðir og Guðjón Breiðfjörð Jónsson bifvélavirki Meira

Skógarfura Johan Holst mælir þvermálið á tré ársins 2024.

Skógarfura í Skagafirði var valin tré ársins

Sjaldgæf trjátegund í dag eftir að furulús grandaði henni að mestu Meira

Strætó fær 188 milljónir í viðbót

Kostnaður við aðkeyptan akstur er umfram áætlanir • Rekstur Strætó þungur undanfarin ár og eigið fé uppurið Meira

LHÍ flytji í hús Tækniskólans

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að skoða af mikilli alvöru þá ósk Listaháskóla Íslands (LHÍ) að sameina starfsemi skólans í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti í Reykjavík í stað gamla Tollhússins við Tryggvagötu Meira

Bryndís Klara Birgisdóttir

Fólk kveiki á friðarkertum

Landsmenn eru hvattir til að kveikja á friðarkerti við heimili sín á morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 30. ágúst sl Meira

Eftirlitsstofnun EFTA fer í hart

Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) hef­ur ákveðið að vísa máli gegn Íslandi til EFTA-dóm­stóls­ins þar sem Ísland hef­ur ekki inn­leitt fjór­ar reglu­gerðir á sviði fjár­málaþjón­ustu í lands­rétt. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ESA, en þar… Meira

Sprett úr spori Aðstaðan til að æfa íþróttir innanhúss í Laugardalnum er nú eins og hún gerist best í heiminum.

Nýtt gólfefni lagt á frjálsíþróttahöllina

„Höllin nú eins flott og fullkomin og hún getur orðið“ Meira

Breytingar Leitað er að húsi fyrir sjúkrabíl við Austurströnd eða Eiðistorg.

Sjúkrabíll verður á Seltjarnarnesi

Bæta þarf viðbragðstíma fyrir Seltjarnarnes og Vesturbæ Reykjavíkur • Hringbrautin kolstífluð á álagstímum • Leitað er að húsnæði við Eiðistorg eða Austurströnd • Hefur lengi verið baráttumál Meira

Tvö tilboð í hönnun 1. lotu borgarlínu

Tvær verkfræðistofur gerðu tilboð í hönnun borgarlínunnar, lotu 1, eftir Suðurlandsbraut og Laugavegi. Vegagerðin auglýsti útboðið í maí í vor og tilboð voru opnuð 10. september. Eftirtaldir lögðu fram tilboð innan tilboðsfrests: Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík og VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík Meira

Spurt um z Morgunblaðið spurði nokkur ungmenni um álit þeirra á afnámi setunnar í september 1973.

Bókstafurinn z „gerður útlægur“

Nú hefur stafsetningin breyst en ekki breytzt, stóð í fyrirsögn í Morgunblaðinu 5. september 1973 þegar stafurinn z var með reglugerð afnuminn úr íslensku ritmáli • Z lifði áfram í blaðinu Meira

Brúarstæðið Myndin er tekin frá Snekkjuvogi yfir að Tranavogi við hina nýju Vogabyggð. Starfsmenn Ístaks hófu á dögunum að vinna við undirstöður.

Skiltabrýr vernda göngubrúna

Vinna hafin við nýju göngu- og hjólabrúna yfir Sæbraut • Skiltabrýr eiga að varna því að há ökutæki rekist upp í brúna • Helsta hlutverk brúarinnar er að tryggja gönguleið skólabarna Meira

Stríðið við sjóræningjastreymið

Ríflega 30% landsmanna hlaða niður eða streyma sjónvarpsefni ólöglega • 59% ungmenna nota ólöglegar sjónvarpsþjónustur • Miklir fjármunir í vasa glæpasamtaka • Yfirvöld hér áhugalaus Meira

Skólabyggingar Aðalbyggingin fyrir miðju. Hægra megin er heimavistin til húsa og lengst til hægri iðnnám.

Nemendum fjölgaði um 20% á Ísafirði

Heimavistin hjá MÍ fullsetin í fyrsta skipti í áratugi Meira

Annir Ragnar Jónasson rithöfundur er með mörg járn í eldinum.

Eftirvænting eftir nýrri bók Ragnars vestanhafs

Hvítidauði lofaður í Los Angeles Times • Nýir þættir Meira

Þuríður Björg Árnadóttir

Frá Vopnafirði til Hafnarfjarðar

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir presti til þjónustu við Hafnarfjarðarprestakall. Tíu umsóknir bárust. Valnefnd hefur valið séra Þuríði Björgu Wiium Árnadóttur sóknarprest í Vopnafirði úr þeim hópi Meira

Suðurfell Fyrstu hugmyndir að útliti húsanna sem rísa eiga á bensínstöðvarlóðinni. Þær munu væntanlega breytast.

Reisa á íbúðarhús á lóð við Suðurfell

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur gerir ýmsar athugasemdir við fyrstu hugmyndir um uppbyggingu íbúða á bensínstöðvarlóðinni Suðurfelli 4 í Efra-Breiðholti. Fasteignafélagið Kaldalón keypti lóðina við Suðurfell af Skeljungi (nú Skel) ásamt fleiri bensínstöðvarlóðum Meira

Ölgerðin fær vilyrði fyrir lóð á Hólmsheiði

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að veita Ölgerðinni vilyrði fyrir lóð á athafnasvæðinu á Hólmsheiði með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina. Stærð hennar verður ákveðin í skipulaginu Meira

Sæstrengir Fjórir neðansjávarkaplar liggja nú við Ísland, en hér sést kaplaskipið Durable leggja hinn fjórða þeirra, IRIS-strenginn svonefnda sem liggur á milli Íslands og Írlands, en hann var tekinn í notkun í fyrra.

Skoða leiðir til að tryggja samskipti

HEIST-verkefni NATO rannsakar leiðir til að verja netumferð fyrir árásum á neðansjávarkapla • Samskiptunum mögulega beint út í geiminn • Íslendingar þurfi að hugsa meira um varnarmál Meira

Kappræður Trump og Harris takast hér í hendur við upphaf kappræðnanna í Fíladelfíuborg í fyrrinótt. Lýstu báðir flokkar yfir sigri að ræðum loknum.

Harris sögð hafa staðið sig betur

Trump og Harris mættust í fyrsta sinn • Báðir flokkar lýstu yfir sigri • Óvíst hvort kappræðurnar hafi áhrif á framvindu kosningabaráttunnar • Taylor Swift lýsir yfir stuðningi sínum við Harris Meira

Kænugarður Blinken, Selenskí og Lammy ræddu varnir Úkraínu í gær.

Styðja Úkraínumenn til sigurs

David Lammy og Antony Blinken, utanríkisráðherrar Bretlands og Bandaríkjanna, hétu því í gær að ríki þeirra myndu vinna saman að því að tryggja Úkraínumönnum sigur í stríði þeirra gegn hinni ólöglegu innrás Rússa Meira

Vindmyllur Þessar vindmyllur standa við Búrfell, þar sem áformað er að byggja vindorkuverið Búrfellslund. Leyfi þar um hefur verið kært.

Virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund kært

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur kært virkjunarleyfi Orkustofnunar fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og var kæran send nefndinni í gær. Þar er þess krafist að ákvörðun Orkustofnunar um virkjunarleyfi… Meira

Ómótstæðilegur Haustpottrétturinn er hinn girnilegasti en í honum eru sæt kartafla, blómkál og kjúklingabaunir í rjómakenndri kókos-tómatsósu.

Einfaldi og bráðholli haustpottrétturinn

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir hefur brennandi áhuga á heilsu og matargerð. Þegar haustið er skollið á í allri sinni dýrð blómstrar hún í eldhúsinu. Hún elskar að komast aftur í rútínu eftir sumarið og töfrarnir gerast í eldhúsinu þar sem haustréttirnir verða til hver af öðrum. Meira

Stofnfélagar Hörður Guðmundsson, Guðmundur Rafnar Valtýsson og Böðvar Ingi Ingimundarson eru fæddir og uppaldir í Laugardalnum og hafa sungið meira og minna með kórnum síðan hann var stofnaður 18. apríl 1952.

Þrír í Söngkór Miðdalskirkju í yfir 70 ár

Eðlilegt að drengir á fermingaraldri væru stofnfélagar Meira