Viðskipti Föstudagur, 13. september 2024

Hagkerfið Verðbólguvæntingar til eins og hálfs árs eru komnar niður í um 3,2%. Stofnandi Analytica spáir 6% verðbólgu í lok þessa árs.

Horfur á hægari hagvexti á næstunni

Leiðandi hagvísir Analytica lækkaði í júlí síðastliðnum Meira

Greiðsluvandi Umboðsmaður skuldara segir beiðnum um aðstoð hafa fjölgað á þessu ári vegna vanskila hjá einstaklingum sem eigi fasteignir.

Fleira fólk komið í vanskil

„Það eru ekki endilega vanskil á fasteignalánum en við erum að sjá aukin vanskil á öðrum kröfum, sem er í takt við það sem Motus er að segja. Það kemur mér því ekki á óvart að Motus sé farið að sjá aukningu í vanskilum, því að þeir eru með… Meira

Verð á hlutabréfamarkaði hagstætt

Samkvæmt fréttariti Kviku banka fyrir september er líklegt að allt að 115 milljarðar muni leita inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn á næstu mánuðum. Talan er fengin þannig að hluthafar Marels munu að líkindum fá um 100 milljarða í kjölfar sölunnar á félaginu til JBT Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 12. september 2024

Bönn ekki skilað tilsettum árangri

Viðskiptaráð vill hverfa frá banni við veðmálum og leggja til starfsleyfakerfi • Breytt fyrirkomulag gæti skilað 5 milljörðum króna árlega í formi viðbótarskatta • Íslendingar veðja mikið miðað við aðrar þjóðir Meira

Vanskil Mismikil aukning milli aðila í innheimtu.

Misvísandi tölur um vanskil

ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að gögn kröfuþjónustunnar Motus sýndu 20,1% aukningu á alvarlegum vanskilum hjá einstaklingum og 6,5% hjá fyrirtækjum, samanborið við sömu mánuði í fyrra. Leitað var viðbragða hjá forsvarsmönnum tveggja… Meira

Þriðjudagur, 10. september 2024

Nýsköpun Alexander Helling, forstjóri Baseload Capital, segir mikil tækifæri felast í nýtingu jarðvarmans.

Átta milljarða fjármögnunarlota

Forstjóri Baseload segir að stjórnvöld ættu að veita jarðvarmanum meiri athygli þar sem tækifærin eru mörg á því sviði • Baseload lauk nýverið fjármögnun • Bill Gates meðal fjárfesta í fyrirtækinu Meira

Reitir reisa vistvottað atvinnusvæði

Reitir fasteignafélag er eigandi þróunarsvæðis í Korputúni. Svæðið er við Vesturlandsveg á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og tilheyrir Blikastaðalandi í Mosfellsbæ. Félagið hefur skrifað undir viljayfirlýsinguvið JYSK um kaup á lóðum á svæðinu… Meira

Mánudagur, 9. september 2024

Hægt hefur á sölu rafbíla í Evrópu.

Vænta risasekta vegna dræmrar rafbílasölu

Luca de Meo, forstjóri Renault, varar við því að evrópskir bílaframleiðendur gætu fengið á sig allt að 15 milljarða evra sekt ef sala rafbíla tekur ekki að glæðast. Þessi ummæli lét hann falla á laugardag í viðtali hjá útvarpsstöðinni France Inter… Meira

Laugardagur, 7. september 2024

Markaðir Andri Már Rúnarsson, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu.

Bandaríski markaðurinn að hægja á sér

Vinnumarkaðstölur í Bandaríkjunum voru birtar í gær. Andri Már Rúnarsson, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu, segir að ljóst sé að bandaríski markaðurinn sé að hægja á sér en sé þó ekki í neinu hengiflugi Meira

Kauphöll: Yfirtökutilboð

Matafjölskyldan og kauptilboðið

Matafjölskyldan, eða réttara sagt félag í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, fjölskyldna og tengdra aðila, heldur nú á yfir 30% af bréfum í Eik fasteignafélagi Meira

Arnar Sigurðsson

Stuldur áhyggjuefni

Vínheildverslunin Sante hagnaðist um 61 milljón króna á síðasta ári en um tæpar 2 milljónir 2022. Tekjur voru 524 m.kr. og drógust saman um 57 m.kr. milli ára. Í samtali við ViðskiptaMogga kveðst Arnar Sigurðsson, stærsti eigandi Sante, hafa áhyggjur af mikilli aukningu stuldar úr verslunum Meira

Benedikt Gíslason

Arion banki eykur eignir í stýringu um 170 ma.

Arion banki hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Arngrimsson Advisors Limited við hluthafa félagsins. Arngrimsson Advisors hefur sinnt eignastýringarráðgjöf með áherslu á erlenda fagfjárfestasjóði og sérhæfðar fjárfestingar frá árinu 2013 Meira