Ýmis aukablöð Föstudagur, 13. september 2024

Þessi mynd er lýsandi fyrir líf Gunnlaugs, þar sem meginfókus hans er á bakaríið og föðurhlutverkið.

„Dagarnir mínir eru mjög óhefðbundnir og óreglulegir“

Það er nóg um að vera hjá Gunnlaugi Arnari Ingasyni, eða Gulla bakara eins og hann er gjarnan kallaður, þessa dagana. Hann rekur eigið bakarí, Gulli Arnar bakari, í Hafnarfirði og verður brátt tveggja barna faðir, en sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir er ófrísk að öðru barni þeirra. Meira

Börn þurfa skýran ramma ef þeim á að vegna vel í lífinu. Þokukennd einkunnagjöf ýtir ekki undir vellíðan barna.

Hegðun hefur afleiðingar

Það er líklega ekkert í lífinu eins taugatrekkjandi og þroskandi og að eignast afkvæmi. Það að eignast barn er svolítið eins og spila Candy Crush; stundum gengur mjög vel og stundum svo illa að fólk er til í að borga nánast hvað sem er til að komast … Meira

Fjölskyldan er afar hamingjusöm.

„Ég fæ ekki nóg af koddaspjallinu okkar“

Birta Rós Hreiðarsdóttir og Eyþór Elí Ólafsson voru aðeins tvítug að aldri þegar dóttir þeirra, Júlía Rós, kom í heiminn síðla júnímánaðar 2020. Þau hafa sinnt foreldrahlutverkinu vel síðustu ár og leggja mikla áherslu á góð tengsl og samverustundir með dóttur sinni. Þau segja það forréttindi að fá fylgjast með barninu sínu vaxa og dafna. Birta Rós deilir hér fimm af sínum bestu uppeldisráðum. Meira

Eva á von á fjórða barninu.

Vítahringur sem auðvelt er að stöðva

Eva Dögg segir andlitið geyma mikið af upplýsingum. Þá sé mikilvægt að hlusta þar sem það geti leitt til aukinnar vellíðunar. Hún á von á fjórða barninu og notar aðallega náttúrulegar snyrtivörur. Meira

Birta og Othman eignuðust tvenna tvíbura með tveggja ára millibili. Eldri systurnar heita Iman Nora og Maryam Maía og eru átta ára en þær yngri heita Salma Líf og Sara Amana og eru sex ára. Birta sér um að kenna þeim heima og leggur áherslu á þarfir hvers barns.

Sömu líkur og að verða fyrir eldingu einu sinni á lífsleiðinni

Birta og Othman eignuðust tvenna tvíeggja tvíbura með tveggja ára millibili. Hún fann alltaf á sér að hún gengi með tvíbura. Þau búa í Marokkó, lifa sjálfbæru lífi og kenna börnunum heima. Meira

Frosti Örn Gnarr og Erla Hlín Sigríðardóttir með börnin sín þrjú; Storm, Fálka og Hrafntinnu Jógu.

„Ég hef notfært mér mikið úr uppeldisverkfæra- kistu mömmu“

Frosti Örn Gnarr er hönnuður, markaðsmaður og þriggja barna faðir í Háaleitishverfinu. Hann leggur áherslu á að fjölskyldulífið sé afslappað, skemmtilegt og að öllum líði vel inni á heimilinu þótt morgnarnir séu stundum eins og byrjunaratriðið í Home Alone. Meira

Hjónin komust að kyni barnsins í maí.

„Lífið mun taka breytingum“

Sandra Björg Helgadóttir, samfélagsmiðlastjarna og aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bestseller, er á fullu í hreiðurgerð heima hjá sér, en hún á von á frumburði sínum á komandi vikum með eiginmanni sínum Hilmari Arnarsyni. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum fyrr á árinu og bíða nú spennt eftir að fá son sinn í fangið. Meira