Fréttir Laugardagur, 14. september 2024

Geirfuglinn Bók Gísla Pálssonar hefur verið tilnefnd til verðlauna.

Gagnrýnir sýningu um geirfuglinn

„Mér finnst þetta mjög ámælis­vert,“ segir Gísli Pálsson, fyrr­verandi prófessor í mannfræði, um framsetningu danska Náttúruminjasafnsins á nýrri sýningu um furðuverk náttúrunnar. Starfskona safnsins hafði leitað ráða hjá Gísla um hvernig ætti að kynna endalok geirfuglsins Meira

Rúmlega 13 milljarða kröfur

Kröfulisti í þrotabú Skagans 3X kominn fram • Stærstur hluti krafnanna er almennar kröfur • Grenjar, fyrrverandi eigandi Skagans 3X, er stærsti kröfuhafinn Meira

Viðbragðsáætlun Allir innviðir á Reykjanesskaga eru til skoðunar.

Ríkisstjórnin og almannavarnir fylgjast náið með

Vega­gerðin hefur bent á að hraun gæti runnið yfir Reykja­nes­braut­ina Meira

Stórt gjaldþrot hjá Skaganum 3X

Skiptastjóri bjartsýnn á að selja eignir þrotabúsins • Tilboð komið fram í stóran hluta af eignum Skagans 3X • Býst við niðurstöðu í næstu viku • Heildarkröfur í þrotabúið eru rúmlega 13,2 milljarðar Meira

Rúta varð alelda í Tungudal í gær

Eldur kviknaði í rútu á veginum um Tungudal í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi í gær. Haft var eftir vitnum að atvikinu að eldurinn hefði fyrst komið upp aftast í rútunni, þar sem vélarrýmið er, og að farþegar hefðu yfirgefið rútuna í rólegheitum Meira

Hvalveiðar Enn á ný er ráðherra krafinn svara um stjórnsýslu sína.

Umboðsmaður krefur ráðherra svara

Spyr um málshraða við afgreiðslu á leyfi til hvalveiða Meira

Sjókvíaeldi Málið var lagt fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar.

Akureyringar taka ekki afstöðu

Bæjarráð Akureyrar telur ekki forsendu til að taka afstöðu til erindis Kleifa fiskeldis ehf. um laxeldisáform fyrirtækisins í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og Eyjafirði eins og sakir standa. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir að málið sé … Meira

Þjórsá Virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar sem Landsvirkjun reisir.

Virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun

Landsvirkjun sækir nú um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna Meira

Spurt og svarað Heiðrún Lind Marteinsdóttir var gestur Spursmála þennan föstudaginn.

Ekki samstaða um breytingarnar

Framkvæmdastjóri SFS segir ósennilegt að sátt sé í ríkisstjórn um breytingar á veiðigjaldi l  Segir lagafrumvörp samtíning af gömlum hjartans málum VG l  Auðlindin okkar var yfirvarp Meira

Alþingi Almenningur getur skoðað húsakynnin í dag á opnu húsi.

Opið hús á Alþingi í dag

Bóka þarf í leiðsögn um þinghúsið • Smiðja einnig opin Meira

Mælingar Göngin sem tengdu hellana saman eru um fjögurra metra löng og um tveggja metra breið.

Vilja komast í að rannsaka hellinn

Uppgröftur hafinn í Odda á ný • Göng sem tengdu saman tvo stóra hella könnuð • Sérstakur uppgröftur og spennandi niðurstöður • Heildaruppgröftur kostar tugi ef ekki hundruð milljóna Meira

Friður og ófriður Á baksíðu Morgunblaðsins 10. maí 1945 mátti bæði sjá ljósmynd af mannfjöldanum sem kom saman við þinghúsið 8. maí og svo lýsingu á seinni degi „friðaróeirðanna“ sem skóku Reykjavík í stríðslokin.

Létu ófriðlega á sjálfan friðardaginn

Gleðin yfir sigri bandamanna í síðari heimsstyrjöld snerist fljótt upp í andhverfu sína • Slagsmál brutust út milli breskra sjóliða og ungra manna • Lögreglan beitti táragasi tvö kvöld í röð Meira

Amnesty Agnès Callamard aðalframkvæmdastjóri er sérstakur gestur Íslandsdeildarinnar.

Staða mannréttinda sögulega þung

Íslandsdeild Amnesty 50 ára • Staðan í heiminum ekki verið verri en nú • Stórveldin vega að mannúðarkerfum • Borgaraleg óhlýðni réttur mótmælenda • Rannsaka þjóðarmorð á Gasa Meira

Netöryggi Ísland telst nú í fyrirmyndarflokki landa.

Netöryggi í hæsta flokki

Netöryggisgeta Íslands hefur stóraukist á undanförnum árum samkvæmt nýútgefnum netöryggisvísi Alþjóðafjarskiptasambandsins fyrir árið 2024. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnar í… Meira

Söngvakeppnin Hera Björk var fulltrúi Íslands í Eurovision í vor.

Staðfesta þátttöku í Eurovision 2025

Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá RÚV í gær en þar segir að ákvörðun um þátttöku byggist fyrst og fremst á því að um sé að ræða viðburð sem hafi… Meira

Þórshöfn Stofutónleikar á Bjarmalandi heppnuðust frábærlega. Hér eru KK og Hilma Steinarsdóttir í stofunni.

Mikið umleikis í Langanesbyggð

Sumarið hér hefur verið heldur grámyglulegt en þá finnur fólk sér eitthvað til að gleðjast yfir. Hinn góðkunni tónlistarmaður Kristján Kristjánsson, KK, brást ekki áheyrendum sínum á stofutónleikum í litlu stofunni á Bjarmalandi, eyðibýli á Langanesströnd rétt við Djúpalæk Meira

Alþjóðamál Kurt M. Campbell var mjög ánægður með fund sinn við Þórdísi Kolbrúnu utanríkisráðherra í gær.

„Ísland er alþjóðlegt núna“

Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki • Bandaríkin vilja efla samskiptin við Ísland á mörgum sviðum • Eðlilegt að ráðfæra sig við Ísland um málefni Kyrrahafsins Meira

Tjúgufána verði flaggað alla daga

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, nr. 34/1944. Við 7. grein laganna bætist ný málsgrein, sem verður 1. mgr., svohljóðandi: Tjúgufáninn skal dreginn á stöng alla daga ársins á Alþingishúsinu og Stjórnarráðshúsinu kl Meira

Nancy Faeser

Skella landamærum í lás

Tímabundið eftirlit, segir innanríkisráðherra Þýskalands Meira

Washington Biden og Starmer ræddu eldflaugamál Úkraínu ítarlega á fundi sínum í Hvíta húsinu í gærkvöldi.

Segja hótanir Pútíns hættulegar

Biden og Starmer ræddu um Úkraínustríðið og langdrægar eldflaugar • Ekki var að vænta sérstakrar yfirlýsingar um eldflaugamálið • Rússneskir embættismenn endurtóku kjarnorkuhótanir Pútíns Meira

Tækni „Við megum ekki hlutgera starfsfólk þannig að það verði framlengdur armur tækninnar eins og Chaplin í Nútímanum,“ segir Guðbjörg Linda.

Gervigreindin á ekki að eiga lokaorðið

Gervigreind verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi fólks og notkun hennar breiðist hratt út í atvinnulífinu, innan fyrirtækja og stofnana m.a. við nýráðningar starfsfólks, við mat á frammistöðu þess og til að mæla afköst Meira

Í Veröld – húsi Vigdísar Jón Atli, Óskar, Alda, Birna og Steve við nokkra muni Undínu, þar á meðal púða sem hún gerði svo hundruðum skipti.

Ómetanlegar gjafir

Handrit og persónulegir munir Undínu skáldkonu • Merkilegt 375 binda bókasafn frá Kanada til HÍ Meira