Menning Laugardagur, 14. september 2024

Elvisar Emilio Santoro, bláklæddur og lengst til hægri, með hópi Elvis-eftirherma á úrslitakvöldi Elvis-keppni í Graceland í Memphis í Tennessee.

Elvis heldur tónleika á Íslandi

Emilio Santoro, Elvis-eftirherma og skemmtikraftur, heldur tónleika í Hörpu með fimm manna hljómsveit og bakraddasöngvurum • Hefur heillað Elvis-aðdáendur víða og unnið til verðlauna Meira

Íslenskan Frá vígslu Eddu árið 2023.

Sigurðar Nordals fyrirlestur fluttur í dag

Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari að þessu sinni er Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og nefnist erindi hans: „Tökuorð og erlend áhrif fyrr og nú“ Meira

Afdráttarlaus Orchestral Works inniheldur þrjú verka Báru Gísladóttur.

Yndisleg ólmun

Bára Gísladóttir á plötuna Orchestral Work sem unnin er með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Útgefandi er hið danska Dacapo Records. Meira

Furðuheimur Winona Ryder og Michael Keaton í hlutverkum Lydiu og Beetlejuice í Beetlejuice Beetlejuice í leikstjórn Tims Burton.

Djúsinn er súr sem fyrr

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Beetlejuice Beetlejuice ★★★½· Leikstjórn: Tim Burton. Handrit: Alfred Gouth og Miles Millar eftir sögu Seths Grahame-Smith. Aðalleikarar: Michael Keaton, Winona Ryder, Catherine O'Hara, Jenna Ortega, Justin Theroux, Monica Bellucci og Willem Dafoe. Bandaríkin, 2024. 104 mínútur. Meira

Efniviður List Mireyu einkennist af áherslu á efnið sem hún vinnur í.

Blómfall Mireyu Samper í Portfolio

Sýning Mireyu Samper, Blómfall, verður opnuð í Portfolio galleríi í dag, laugardaginn 14. september, kl. 16-18. Sýningin stendur til 5. október Í texta sem Jón Proppé ritar fyrir sýninguna segir: „Myndlist Mireyu Samper hefur alla tíð… Meira

Grín og gleði Lalli töframaður frumsýnir glænýja sýningu á morgun.

Lalli töframaður með nýja barnasýningu

Nýjustu töfrar og vísindi er glæný barnasýning með Lalla töframanni sem frumsýnd verður á morgun, sunnudaginn 15. september, klukkan 13 í Tjarnarbíói. Segir í tilkynningu að um sé að ræða sýningu sem fái börn til að hugsa og að Nýjustu töfrar &… Meira

Gerður Kristný

Falleg, fáguð og grípandi ljóð í Urtu

„Urta hunsæl er safn þéttra, fallegra, fágaðra og grípandi ljóða,“ skrifar Peter Stein Larsen í ritdómi sínum í danska dagblaðinu Kristeligt dagblad um ljóðabókina Urtu eftir Gerði Kristnýju sem nýverið kom út í danskri þýðingu Eriks… Meira

Stjórnin Una Sveinbjarnardóttir, Rúnar Óskarsson, Matthías Nardeau, Áshildur Haraldsdóttir, Richard Korn og Hrafnkell Orri Egilsson.

Kammersveit Reykjavíkur í 50 ár

Harpa Kammersveit Reykjavíkur Afmælistónleikar ★★★★· Tónlist: Johann Sebastian Bach, Páll Pamplicher Pálsson, Bohuslav Martinu, Arcangelo Corelli og Francesco Geminiani. Kammersveit Reykjavíkur. Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Stjórnandi (í verki Páls Pamplichers Pálssonar): Kjartan Óskarsson. Fimmtíu ára afmælistónleikar í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 8. september 2024. Meira

Börn Strumparnir eru vinsælt sjónvarpsefni.

Ég hef aldrei skilið þessa þýðingu

Sonur minn, sem er fimm ára gamall, er með mikil blæti fyrir Strumpunum þessa dagana. Það er svo sem lítið út á það að setja. Við foreldrarnir höfum lagt áherslu á það alla tíð að hann horfi á sjónvarpsefni með íslensku tali sem verður æ erfiðara eftir því sem erlendum streymisveitum fjölgar Meira